Lífið

Eurovision-stjörnur Íslands verða bakraddir Friðriks Ómars

Stefán Árni Pálsson skrifar
Friðrik Ómar er með rosalegt teymi með sér. Hann stígur á sviðið á laugardagskvöldið.
Friðrik Ómar er með rosalegt teymi með sér. Hann stígur á sviðið á laugardagskvöldið.
„Þvílík forréttindi að eiga svona frábæra vini. Þetta eru bakraddirnar mínar sem ætla að fylgja mér alla leið í þessari vegferð,“ segir Friðrik Ómar í stöðufærslu á Facebook og birtir í leiðinni myndband úr bílakjallara þar sem hann tekur lagið Hvað ef ég get ekki elskað? með bakraddarsöngvurum sem verða með honum í teymi á laugardagskvöldið í Söngvakeppninni.

Um er að ræða söngvara sem eru heldur betur reynslumiklir í Eurovision en bakraddir Friðriks verða: Regína Ósk Óskarsdóttir, Erna Hrönn, Heiða Ólafs, Jógvan Hansen og Selma Björnsdóttir. Eins og margir vita hafnaði Selma Björnsdóttir í öðru sæti í Eurovision árið 1999 og tók Regína Ósk þátt í lokakeppninni með Friðriki á sínum tíma. Hinir hafa allir komið að Eurovision.

„Mikið hlakka ég til að fá að syngja lag mitt og texta í beinni útsendingu í sjónvarpinu,“ segir Friðrik en hér að neðan má sjá myndbandið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×