Stjarnan tók stig af toppliði Vals í Olísdeild kvenna þegar liðin mættust í Origohöllinni að Hlíðarenda í kvöld. Haukar unnu öruggan sigur á Selfossi.
Leikurinn á Hlíðarenda var spennandi allt frá upphafi. Stjarnan náði yfirhöndinni í fyrri hálfleik en munurinn á liðunum varð þó aldrei meiri en tvö mörk fyrr en á 24. mínútu þegar Þórey Anna Ásgeirsdóttir kom Stjörnunni í 6-9.
Þá tók Valur áhlaup og náði að jafna metin áður en liðin gengu til búningsherbergja, staðan 9-9 í hálfleik. Valur skoraði fyrstu tvö mörk seinni hálfleiks og tók forystuna.
Valskonur héldu yfirhöndinni þrátt fyrir að leikurinn væri áfram í járnum. Gestirnir úr Garðabæ eltu allan seinni hálfleikinn þar til á 59. mínútu þegar Kristín Guðmundsdóttir kom þeim yfir í 23-22. Íris Ásta Pétursdóttir náði að jafna á loka metrunum, lokatölur 23-23 og liðin skiptu með sér stigunum í háspennu leik.
Kristín Guðmundsdóttir átti stórleik fyrir Stjörnuna með 10 mörk, hjá Val var Sandra Erlingsdóttir atkvæðamest með 5.
Í Hafnarfirði höfðu Haukar betur gegn Selfossi 27-20.
Heimakonur í Haukum tóku strax forystuna og héldu henni þar til um miðjan fyrri hálfleik þegar Selfyssingar jöfnuðu og Perla Ruth Albertsdóttir kom þeim svo yfir 7-8.
Haukar tóku áhlaup undir lok hálfleiksins og skoruðu fimm mörk í röð, staðan í hálfleik var 15-11 fyrir Hauka.
Selfyssingar skoruðu bara eitt mark á fyrstu átta mínútum seinni hálfleiks og þar með var í raun út um leikinn, Haukar voru komnir með átta marka forskot sem þær létu ekki af hendi.
Þegar upp var staðið var sigurinn mjög öruggur.
Jafntefli í háspennuleik á Hlíðarenda
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti

„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn





Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni
Enski boltinn
Fleiri fréttir
