Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjól Samúel Karl Ólason skrifar 12. febrúar 2019 22:30 Konur og börn flýja frá Baghouz. Vísir/AP Ung börn sem fæddust í kalífadæmi Íslamska ríkisins og mæður þeirra streyma nú frá Baghouz, síðasta bænum sem ISIS-liðar stjórna í Sýrlandi. Feður barnanna eru flestir dánir og heimaríki mæðranna vilja ekki fá þær heim. Harðir bardagar standa nú yfir um bæinn Baghouz í austurhluta Sýrlands þar sem sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra gera nú „lokaatlöguna“ að kalífadæminu, eins og henni hefur verið lýst. Bandaríkin styðja atlöguna með umfangsmiklum loftárásum.Coalition pounds #Baghouz as SDF make final push for last IS stronghold #Syriapic.twitter.com/NAcApZamMp — Ruptly (@Ruptly) February 12, 2019 Óljóst er hve margir ISIS-liðar verja bæinn en talið er að þeir telji í hundruðum og séu að mestu erlendir vígamenn hryðjuverkasamtakanna. Þá er ekki ljóst hve margir borgara eru í Baghouz en á undanförnum vikum er talið að minnst tuttugu þúsund manns hafi flúið svæðið, samkvæmt AP fréttaveitunni.Það er þó ekki ljóst hvort hægt verði að tæma þessar búðir á næstunni. Margir þeirra sem flúið hafa Baghouz eru eiginkonur erlendra ISIS-liða og þær sjálfar eru að mestu erlendar. Blaðamaður AFP fréttaveitunnar, sem fylgst hefur með streymi fólks frá Baghouz, segir þessi börn og mæður þeirra í erfiðri stöðu.Börnin hafi fæðst í „ríki“ sem sé ekki lengur til. Feður þeirra séu dánir og heimaríki mæðra þeirra vilji ekki fá þær, og þar með þau líka, aftur.Sjá einnig: Kanadískur ISIS-liði telur sig hafa verið yfirgefinnAð mestu leyti eru þessar konur og börn sendar til sérstakra búða sem Kúrdar reka í norðurhluta landsins. Þessi mikli fjöldi fólks hefur valdið frekara álagi á flóttamannabúðir sem Kúrdar reka og eiga þegar við skort á nauðsynjum og teppum svo eitthvað sé nefnt. Þá eru búðirnar langt frá bænum og fólkið er flutt þangað á pallbílum. Minnst 35 börn hafa dáið á leiðinni til búðanna og flest úr ofkælingu.Civilians flee the battered Islamic State-held holdout of Baghouz in eastern Syria as US-backed forces push to retake the last pocket of IS territory https://t.co/ysuv9DjAmR Delil Souleiman pic.twitter.com/h3BGD4uFFr — AFP news agency (@AFP) February 12, 2019 Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur kallað eftir því að heimaríki vígamanna ISIS taki á móti þeim og rétti yfir þeim. Ríki hafa þó ekki góða reynslu af því þar sem meðal annars hefur reynst erfitt að sanna fyrir dómi að grunaðir vígamenn hafi gengið til liðs við Íslamska ríkið. Hundruð vígamanna, kvenna og barna eru í haldi sýrlenskra Kúrda og hefur sérstök áhersla verið lögð á að koma þeim heim eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í desember að hann ætlaði að kalla hermenn Bandaríkjanna heim frá Sýrlandi. Búist er við því að það verði gert þegar síðasta vígi ISIS-liða er fallið. Þá þykir hætta á því að mennirnir flýi eða sleppi úr haldi.Erfitt að dæma ISIS-liða heima fyrir Það eru nokkrar ástæður fyrir því að forsvarsmenn heimaríkja þessa manna og kvenna óttast að taka við þeim. Sú helsta er að þó að talið sé næsta víst að umræddir aðilar hafi gengið til liðs við Íslamska ríkið, er erfitt að sanna það fyrir dómi vegna skorts á sönnunargögnum. Reynslan sýnir að mjög erfitt er að sakfella menn fyrir voðaverk sem þeir frömdu mögulega í Sýrlandi og Írak og jafnvel er erfitt að sanna að þeir hafi í raun gengið til liðs við hryðjuverkasamtök. Það er ekki ólöglegt að fara til Sýrlands eða Írak. Þar að auki er stundum ómögulegt að opinbera sönnunargögn sem hafa verið fengin með njósnum eða öðrum hætti, þar sem slíkar uppljóstranir gætu komið upp um heimildarmenn og aðferðir leyniþjónusta. Þó hinir meintu vígamenn yrðu sakfelldir, er ekki vilji til til staðar til að halda þeim í almennum fangelsum þar sem þeir gætu dreift boðskap sínum og jafnvel fengið aðra fanga til að aðhyllast samtök eins og ISIS. Ríki um allan heim berjast nú gegn því að ríkisborgarar þeirra verði sendir aftur heim frá Sýrlandi. Lög hafa verið sett sem gerir yfirvöldum kleift að svipta vígamenn ríkisborgararétti, eins og til dæmis í Bretlandi. Bandaríkin Frakkland Sýrland Tengdar fréttir Fækkun hryðjuverka í Evrópu mögulega tímabundin Þrátt fyrir ósigra á vígvöllum og töpuð yfirráðasvæði eru vígamenn Íslamska ríkisins í Sýrlandi og Írak enn allt að 30 þúsund talsins. 14. ágúst 2018 15:00 Telja að ákvörðun Trump muni efla ISIS Forsvarsmenn samtaka Kúrda sem barist hafa gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi telja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta, um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, muni leiða til tómarúms sem geri það að verkum að ISIS geti safnað fyrri kröftum. 20. desember 2018 10:28 Kanadískar eiginkonur ISIS-liða vilja komast heim „Mitt eigið ríki er ekki að gera neitt fyrir mig. Öllum er sama.“ 12. október 2018 13:54 Ástralar svipta ISIS-liða ríkisfangi Yfirvöld Ástralíu hafa ákveðið að svipta mann sem talinn er hafa verið hátt settur innan Íslamska ríkisins ríkisfangi. 29. desember 2018 09:10 Ætla sér að ráðast á Kúrda hvort sem bandarískir hermenn eru fyrir eða ekki Utanríkisráðherra Tyrklands sagði Tyrki staðráðna í að ráðast gegn YPG, vopnuðum sveitum sýrlenskra Kúrda, og þeir myndu ekki biðja nokkurn aðila um leyfi. 10. janúar 2019 11:20 Mennirnir sem enginn vill fá heim Yfirvöld vestrænna ríkja vinna hörðum höndum að því að koma í veg fyrir að vígamenn laumi sér aftur heim og þá er heldur ekki vilji til að sækja þá vígamenn sem hafa verið handteknir. 3. ágúst 2018 09:00 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Ung börn sem fæddust í kalífadæmi Íslamska ríkisins og mæður þeirra streyma nú frá Baghouz, síðasta bænum sem ISIS-liðar stjórna í Sýrlandi. Feður barnanna eru flestir dánir og heimaríki mæðranna vilja ekki fá þær heim. Harðir bardagar standa nú yfir um bæinn Baghouz í austurhluta Sýrlands þar sem sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra gera nú „lokaatlöguna“ að kalífadæminu, eins og henni hefur verið lýst. Bandaríkin styðja atlöguna með umfangsmiklum loftárásum.Coalition pounds #Baghouz as SDF make final push for last IS stronghold #Syriapic.twitter.com/NAcApZamMp — Ruptly (@Ruptly) February 12, 2019 Óljóst er hve margir ISIS-liðar verja bæinn en talið er að þeir telji í hundruðum og séu að mestu erlendir vígamenn hryðjuverkasamtakanna. Þá er ekki ljóst hve margir borgara eru í Baghouz en á undanförnum vikum er talið að minnst tuttugu þúsund manns hafi flúið svæðið, samkvæmt AP fréttaveitunni.Það er þó ekki ljóst hvort hægt verði að tæma þessar búðir á næstunni. Margir þeirra sem flúið hafa Baghouz eru eiginkonur erlendra ISIS-liða og þær sjálfar eru að mestu erlendar. Blaðamaður AFP fréttaveitunnar, sem fylgst hefur með streymi fólks frá Baghouz, segir þessi börn og mæður þeirra í erfiðri stöðu.Börnin hafi fæðst í „ríki“ sem sé ekki lengur til. Feður þeirra séu dánir og heimaríki mæðra þeirra vilji ekki fá þær, og þar með þau líka, aftur.Sjá einnig: Kanadískur ISIS-liði telur sig hafa verið yfirgefinnAð mestu leyti eru þessar konur og börn sendar til sérstakra búða sem Kúrdar reka í norðurhluta landsins. Þessi mikli fjöldi fólks hefur valdið frekara álagi á flóttamannabúðir sem Kúrdar reka og eiga þegar við skort á nauðsynjum og teppum svo eitthvað sé nefnt. Þá eru búðirnar langt frá bænum og fólkið er flutt þangað á pallbílum. Minnst 35 börn hafa dáið á leiðinni til búðanna og flest úr ofkælingu.Civilians flee the battered Islamic State-held holdout of Baghouz in eastern Syria as US-backed forces push to retake the last pocket of IS territory https://t.co/ysuv9DjAmR Delil Souleiman pic.twitter.com/h3BGD4uFFr — AFP news agency (@AFP) February 12, 2019 Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur kallað eftir því að heimaríki vígamanna ISIS taki á móti þeim og rétti yfir þeim. Ríki hafa þó ekki góða reynslu af því þar sem meðal annars hefur reynst erfitt að sanna fyrir dómi að grunaðir vígamenn hafi gengið til liðs við Íslamska ríkið. Hundruð vígamanna, kvenna og barna eru í haldi sýrlenskra Kúrda og hefur sérstök áhersla verið lögð á að koma þeim heim eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í desember að hann ætlaði að kalla hermenn Bandaríkjanna heim frá Sýrlandi. Búist er við því að það verði gert þegar síðasta vígi ISIS-liða er fallið. Þá þykir hætta á því að mennirnir flýi eða sleppi úr haldi.Erfitt að dæma ISIS-liða heima fyrir Það eru nokkrar ástæður fyrir því að forsvarsmenn heimaríkja þessa manna og kvenna óttast að taka við þeim. Sú helsta er að þó að talið sé næsta víst að umræddir aðilar hafi gengið til liðs við Íslamska ríkið, er erfitt að sanna það fyrir dómi vegna skorts á sönnunargögnum. Reynslan sýnir að mjög erfitt er að sakfella menn fyrir voðaverk sem þeir frömdu mögulega í Sýrlandi og Írak og jafnvel er erfitt að sanna að þeir hafi í raun gengið til liðs við hryðjuverkasamtök. Það er ekki ólöglegt að fara til Sýrlands eða Írak. Þar að auki er stundum ómögulegt að opinbera sönnunargögn sem hafa verið fengin með njósnum eða öðrum hætti, þar sem slíkar uppljóstranir gætu komið upp um heimildarmenn og aðferðir leyniþjónusta. Þó hinir meintu vígamenn yrðu sakfelldir, er ekki vilji til til staðar til að halda þeim í almennum fangelsum þar sem þeir gætu dreift boðskap sínum og jafnvel fengið aðra fanga til að aðhyllast samtök eins og ISIS. Ríki um allan heim berjast nú gegn því að ríkisborgarar þeirra verði sendir aftur heim frá Sýrlandi. Lög hafa verið sett sem gerir yfirvöldum kleift að svipta vígamenn ríkisborgararétti, eins og til dæmis í Bretlandi.
Bandaríkin Frakkland Sýrland Tengdar fréttir Fækkun hryðjuverka í Evrópu mögulega tímabundin Þrátt fyrir ósigra á vígvöllum og töpuð yfirráðasvæði eru vígamenn Íslamska ríkisins í Sýrlandi og Írak enn allt að 30 þúsund talsins. 14. ágúst 2018 15:00 Telja að ákvörðun Trump muni efla ISIS Forsvarsmenn samtaka Kúrda sem barist hafa gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi telja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta, um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, muni leiða til tómarúms sem geri það að verkum að ISIS geti safnað fyrri kröftum. 20. desember 2018 10:28 Kanadískar eiginkonur ISIS-liða vilja komast heim „Mitt eigið ríki er ekki að gera neitt fyrir mig. Öllum er sama.“ 12. október 2018 13:54 Ástralar svipta ISIS-liða ríkisfangi Yfirvöld Ástralíu hafa ákveðið að svipta mann sem talinn er hafa verið hátt settur innan Íslamska ríkisins ríkisfangi. 29. desember 2018 09:10 Ætla sér að ráðast á Kúrda hvort sem bandarískir hermenn eru fyrir eða ekki Utanríkisráðherra Tyrklands sagði Tyrki staðráðna í að ráðast gegn YPG, vopnuðum sveitum sýrlenskra Kúrda, og þeir myndu ekki biðja nokkurn aðila um leyfi. 10. janúar 2019 11:20 Mennirnir sem enginn vill fá heim Yfirvöld vestrænna ríkja vinna hörðum höndum að því að koma í veg fyrir að vígamenn laumi sér aftur heim og þá er heldur ekki vilji til að sækja þá vígamenn sem hafa verið handteknir. 3. ágúst 2018 09:00 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Fækkun hryðjuverka í Evrópu mögulega tímabundin Þrátt fyrir ósigra á vígvöllum og töpuð yfirráðasvæði eru vígamenn Íslamska ríkisins í Sýrlandi og Írak enn allt að 30 þúsund talsins. 14. ágúst 2018 15:00
Telja að ákvörðun Trump muni efla ISIS Forsvarsmenn samtaka Kúrda sem barist hafa gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi telja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta, um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, muni leiða til tómarúms sem geri það að verkum að ISIS geti safnað fyrri kröftum. 20. desember 2018 10:28
Kanadískar eiginkonur ISIS-liða vilja komast heim „Mitt eigið ríki er ekki að gera neitt fyrir mig. Öllum er sama.“ 12. október 2018 13:54
Ástralar svipta ISIS-liða ríkisfangi Yfirvöld Ástralíu hafa ákveðið að svipta mann sem talinn er hafa verið hátt settur innan Íslamska ríkisins ríkisfangi. 29. desember 2018 09:10
Ætla sér að ráðast á Kúrda hvort sem bandarískir hermenn eru fyrir eða ekki Utanríkisráðherra Tyrklands sagði Tyrki staðráðna í að ráðast gegn YPG, vopnuðum sveitum sýrlenskra Kúrda, og þeir myndu ekki biðja nokkurn aðila um leyfi. 10. janúar 2019 11:20
Mennirnir sem enginn vill fá heim Yfirvöld vestrænna ríkja vinna hörðum höndum að því að koma í veg fyrir að vígamenn laumi sér aftur heim og þá er heldur ekki vilji til að sækja þá vígamenn sem hafa verið handteknir. 3. ágúst 2018 09:00