Rómverjar höfðu betur gegn Porto Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. febrúar 2019 22:00 Leikmenn Roma fagna marki. Vísir/Getty Roma er með eins marks forystu á Porto fyrir seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir sigur á heimavelli í kvöld. Unglingurinn Nicolo Zaniolo skoraði bæði mörk Roma sem vann 2-1 á Ítalíu. Bæði mörkin komu eftir undirbúning Edin Dzeko, hann átti stoðsendingu í fyrra markinu en það seinna kom þegar Zaniolo fylgdi eftir stangarskoti Bosníumannsins. Porto náði sér í mikilvægt útivallarmark á 79. mínútu leiksins, en öll mörkin þrjú komu á níu marka kafla í seinni hálfleiknum. Þetta var fyrsti tapleikur Porto eftir 27 leiki í röð án taps. Liðin mætast öðru sinni þann 6. mars í Portúgal. Meistaradeild Evrópu
Roma er með eins marks forystu á Porto fyrir seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir sigur á heimavelli í kvöld. Unglingurinn Nicolo Zaniolo skoraði bæði mörk Roma sem vann 2-1 á Ítalíu. Bæði mörkin komu eftir undirbúning Edin Dzeko, hann átti stoðsendingu í fyrra markinu en það seinna kom þegar Zaniolo fylgdi eftir stangarskoti Bosníumannsins. Porto náði sér í mikilvægt útivallarmark á 79. mínútu leiksins, en öll mörkin þrjú komu á níu marka kafla í seinni hálfleiknum. Þetta var fyrsti tapleikur Porto eftir 27 leiki í röð án taps. Liðin mætast öðru sinni þann 6. mars í Portúgal.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti