Grindavík tilkynnti í dag að félagið hefði bætt við sig tveimur framherjum fyrir komandi átök í Pepsideild karla í fótbolta í sumar.
Um er að ræða þá Patrick N'Koyi og Vladimir Tufegdzic.
Tufegdzic ættu flestir knattspyrnuáhugamenn á Íslandi að þekkja en hann hefur spilað á Íslandi síðustu ár, síðast með KA en áður Víkingi Reykjavík. Hann hefur skorað 18 mörk í 68 leikjum á Íslandi.
Patrick N'Koy er 29 ára og kemur frá TOP Oss í hollensku B-deildinni. Hann hefur síðustu ár leikið með Fortuna Sittard, FC Eindhoven, Rapid Bucharest og Dundee United.
Báðir gerðu þeir eins árs samning við Grindvíkinga.
Grindavík endaði í 10. sæti í Pepsideildinni síðasta sumar.
Grindavík fær til sín framherja
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn

Tryllt eftirspurn eftir miðum
Körfubolti





Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana
Íslenski boltinn

Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur
Íslenski boltinn