Donnarumma spilaði nefnilega sinn 150. leik fyrir AC Milan í gær.
Það hafa miklu fleiri leikmenn náð því að spila 150 leiki þetta fornfræga ítalska félag en það sem gerir þetta afrek Donnarumma stórmerkilegt er að Donnarumma er enn bara nítján ára gamall.
Gianluigi Donnarumma er fæddur 25. febrúar 1999 og heldur því upp á tvítugsafmælið seinna í þessum mánuði.
Congratulations to Gigio on reaching his 150th appearance with the jersey
Neanche 20 anni e già 150 in rossonero: grande @gigiodonna1pic.twitter.com/jjJ11goMA6
— AC Milan (@acmilan) February 10, 2019
Donnarumma lék sinn fyrsta leik í ítölsku A-deildinni 25. október 2015 eða þegar hann var aðeins sextán ára gamall. Hann leit ekki til baka eftir það og lék alls 31 leik á tímabilinu.
Gianluigi Donnarumma er núna á sínu fjórða tímabili með AC Milan en hann lék 41 leik í öllum keppnum 2016-17, 53 leiki í öllum keppnum 2017-18 og hefur leikið 25 leiki í öllum keppnum á þessu tímabili.
Gianluigi Donnarumma á enn svolítið langt í að bæta félagsmetið en ætti að hafa nægan tíma í það. Paolo Maldini á metið en hann lék 902 leiki fyrir AC Milan frá 1984 til 2009.
Paolo Maldini var sextán ára þegar hann lék sinn fyrsta leik tímabilið 1984 til 85 en hann var kominn með 107 leiki þegar hann hélt upp á tvítugsafmælið sitt.
Let's all celebrate @gigiodonna1's 150th Rossoneri appearance with this recap of his feats 150 parate, per 150 presenze
Signore e signori: Gigio Donnarumma pic.twitter.com/Siiszf4MW4
— AC Milan (@acmilan) February 10, 2019
Donnarumma will make his 150th appearance for Milan against Cagliari on Sunday. He ranks 9th amongst Milan goalkeepers in total appearances. pic.twitter.com/o6HmCURxRb
— TheMilanBible (@TheMilanBible) February 6, 2019