Hátíðin er nú haldin í 72. skipti og verða veitt verðlaun í 24 flokkum. Kvikmynd Yorgos Lanthimos, The Favourite, hlaut flestar tilnefningar fyrir hátíðina, 12 talsins. Stórmyndirnar A Star is Born, Bohemian Rhapsody, First Man og Roma fengu sex tilnefningar hver.
Fjöldi stjarna hefur lagt leið sína á hátíðina en leik- og söngkonan Lady Gaga sem tilnefnd er til verðlauna fyrir frammistöðu sína í A Star is Born, sá sér ekki fært að mæta en Grammy verðlaunin fara fram í Los Angeles í nótt. Mótleikari hennar, Bradley Cooper mætir hins vegar í Royal Albert Hall.
Sjá má útsendingu frá rauða dreglinum hér að neðan.
We are live from the EE British Academy Film Awards Red Carpet! #EEBAFTAshttps://t.co/r2PW1KiFwy
— BAFTA (@BAFTA) February 10, 2019