Geislandi Meghan í Marokkó Elín Albertsdóttir skrifar 1. mars 2019 11:45 Sportklæðnaðurinn var tekinn fram þegar þau heimsóttu hestabúgarð en þar fer fram stuðningur við börn með sérþarfir. Hertogahjónin af Sussex, Harry prins og Meghan Markle, hafa undanfarna daga verið á ferðalagi um Marokkó. Meghan, sem á von á sínu fyrsta barni í lok apríl, blómstrar á meðgöngunni. Meghan var í fallegum kjól frá Dior, skreyttum steinum þegar hún heimsótti sendiherra Bretlands í Marokkó.Meghan Markle sem er 37 ára er sannarlega glæsileg og vekur hvarvetna athygli þar sem hún kemur ásamt eiginmanni sínum, Harry. Konungleg heimsókn hjónanna til Marokkó hófst á laugardag en það var krónprinsinn Moulay Hassan, 15 ára, sem tók á móti þeim. Svartur kjóll frá Loyd/Ford og hvítur jakki yfir. Meghan þykir alltaf einstaklega smekklega klædd og lætur óléttuna ekkert breyta því. Þarna eru þau hjón á leiðinni í heimsókn í Andalusian-garðinn í Marokkó.Harry og Meghan sátu glæsilegar veislur þar sem hún skartaði dýrindis hönnunarkjólum, meðal annars hjá konunginum, Mohammed VI. Einnig lá leið þeirra í barnaskóla þar sem þau heilsuðu upp á börnin og kennara þeirra. Þá heimsóttu þau þarlenda jafnréttisstofu sem berst fyrir jöfnum rétti kynjanna til náms.Hjónin voru bæði bláklædd þegar þau fóru í konunglega veislu hjá konungi Marokkó, Mohammed VI. Meghan var í kjól frá Carolina Herrera. Takið eftir bláu skónum hans sem eru í stíl við kjólinn hennar.Íbúar fögnuðu hjónunum hvar sem þau komu og veifuðu fánum. Þau virtust afslöppuð og hamingjusöm. Sautján ára gömul stúlka, Samira, gaf Meghan henna-tattú á hægri hönd til að fagna því að hún væri barnshafandi en það er siður í Marokkó. Tattúið á að færa barninu hamingju. Sumir hafa spurt hvort það sé í lagi fyrir konu komna þetta langt á leið að vera á slíku ferðalagi. Talsmaður hallarinnar segir að það sé í lagi að ferðast flugleiðis allt að 36. viku meðgöngu. Þetta er ekki fyrsta ferð Meghan á meðgöngunni því þau hjónin fóru í 16 daga konunglega ferð til Ástralíu, Nýja-Sjálands, Tonga og Fídjí í október. Þá fór Meghan til New York í síðustu viku til að hitta vinkonur sínar. Það má því með sanni segja að þetta séu annasamir dagar hjá hertogaynjunni. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Kóngafólk Marokkó Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Fleiri fréttir „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Sjá meira
Hertogahjónin af Sussex, Harry prins og Meghan Markle, hafa undanfarna daga verið á ferðalagi um Marokkó. Meghan, sem á von á sínu fyrsta barni í lok apríl, blómstrar á meðgöngunni. Meghan var í fallegum kjól frá Dior, skreyttum steinum þegar hún heimsótti sendiherra Bretlands í Marokkó.Meghan Markle sem er 37 ára er sannarlega glæsileg og vekur hvarvetna athygli þar sem hún kemur ásamt eiginmanni sínum, Harry. Konungleg heimsókn hjónanna til Marokkó hófst á laugardag en það var krónprinsinn Moulay Hassan, 15 ára, sem tók á móti þeim. Svartur kjóll frá Loyd/Ford og hvítur jakki yfir. Meghan þykir alltaf einstaklega smekklega klædd og lætur óléttuna ekkert breyta því. Þarna eru þau hjón á leiðinni í heimsókn í Andalusian-garðinn í Marokkó.Harry og Meghan sátu glæsilegar veislur þar sem hún skartaði dýrindis hönnunarkjólum, meðal annars hjá konunginum, Mohammed VI. Einnig lá leið þeirra í barnaskóla þar sem þau heilsuðu upp á börnin og kennara þeirra. Þá heimsóttu þau þarlenda jafnréttisstofu sem berst fyrir jöfnum rétti kynjanna til náms.Hjónin voru bæði bláklædd þegar þau fóru í konunglega veislu hjá konungi Marokkó, Mohammed VI. Meghan var í kjól frá Carolina Herrera. Takið eftir bláu skónum hans sem eru í stíl við kjólinn hennar.Íbúar fögnuðu hjónunum hvar sem þau komu og veifuðu fánum. Þau virtust afslöppuð og hamingjusöm. Sautján ára gömul stúlka, Samira, gaf Meghan henna-tattú á hægri hönd til að fagna því að hún væri barnshafandi en það er siður í Marokkó. Tattúið á að færa barninu hamingju. Sumir hafa spurt hvort það sé í lagi fyrir konu komna þetta langt á leið að vera á slíku ferðalagi. Talsmaður hallarinnar segir að það sé í lagi að ferðast flugleiðis allt að 36. viku meðgöngu. Þetta er ekki fyrsta ferð Meghan á meðgöngunni því þau hjónin fóru í 16 daga konunglega ferð til Ástralíu, Nýja-Sjálands, Tonga og Fídjí í október. Þá fór Meghan til New York í síðustu viku til að hitta vinkonur sínar. Það má því með sanni segja að þetta séu annasamir dagar hjá hertogaynjunni.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Kóngafólk Marokkó Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Fleiri fréttir „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Sjá meira