Fölsuð málverk Stórvals næstum boðin upp Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 19:37 Stefán frá Möðrudal, betur þekktur sem Stórval, er þekktastur fyrir málverk sín af Herðubreið. Héraðssaksóknari rannsakar nú hvort málverk eftir listamanninn Stefán frá Möðrudal, betur þekktur sem Stórval, sem til stóð að bjóða upp á uppboði í Gallerí Fold á mánudag, séu fölsuð. Greint var frá málinu í kvöldfréttum RÚV en þar fullyrti forvörður hjá Listasafni Íslands að um fölsuð verk væri að ræða. Stórval lést árið 1994 og var þekktastur fyrir myndir sínar af Herðubreið. Í kvöldfréttum RÚV kom fram að verð á myndum eftir hann sé nú á bilinu 200-300 þúsund krónur. Til hafi staðið að bjóða upp tvær myndir Stórvals á mánudag í Gallerí Fold en þá hafi grunur vaknað um að verkin væru fölsuð. Forsvarsmaður gallerísins segir að einstaklingur, sem komi reglulega með verk til uppboðs, hafi komið með umræddar myndir. Sá hafi fengið myndirnar hjá Rammamiðstöðinni í Síðumúla. Eigandi fyrirtækisins kvaðst ekki muna eftir þeim og hafði jafnframt engar upplýsingar um eigendasögu þeirra, að því er fram kom í frétt RÚV um málið í kvöld.Rannsakað á sviði efnahagsbrotadeildarÓlafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari.Vísir/GVAÓlafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir í samtali við Vísi að málið hafi komið á borð embættisins í gær. Hann segir að ekki liggi fyrir kæra í málinu en það sé til skoðunar. Aðspurður segir Ólafur að á þessum tímapunkti einskorðist málið við umræddar tvær myndir. „Nei, þetta er voða svipað og kemur fram í fréttinni. Þetta eru tvær myndir sem eru teknar út af söluskrá rétt fyrir uppboð vegna gruns uppboðshússins að þær séu falsaðar,“ segir Ólafur. „Og við erum í raun og veru að sjá hvernig það lítur allt saman út.“ Inntur eftir því hvort lögregla rannsaki málið vísar Ólafur í sambærileg mál sem komu upp fyrir nokkuð löngu síðan. „Þá var þetta rannsakað á sviði efnahagsbrotadeildar og rannsókn efnahagsbrota er í dag hjá okkur.“ Haft var eftir Ólafi Inga Jónssyni forverði hjá Listasafni Íslands í frétt RÚV um málið að undirskrift Stórvals á umræddum málverkum væri greinilega ekki með eðlilegum hætti. Slíkt benti til að myndirnar væru falsaðar. Þá væru falsanirnar jafnframt mjög nýlegar. Myndlist Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Sjá meira
Héraðssaksóknari rannsakar nú hvort málverk eftir listamanninn Stefán frá Möðrudal, betur þekktur sem Stórval, sem til stóð að bjóða upp á uppboði í Gallerí Fold á mánudag, séu fölsuð. Greint var frá málinu í kvöldfréttum RÚV en þar fullyrti forvörður hjá Listasafni Íslands að um fölsuð verk væri að ræða. Stórval lést árið 1994 og var þekktastur fyrir myndir sínar af Herðubreið. Í kvöldfréttum RÚV kom fram að verð á myndum eftir hann sé nú á bilinu 200-300 þúsund krónur. Til hafi staðið að bjóða upp tvær myndir Stórvals á mánudag í Gallerí Fold en þá hafi grunur vaknað um að verkin væru fölsuð. Forsvarsmaður gallerísins segir að einstaklingur, sem komi reglulega með verk til uppboðs, hafi komið með umræddar myndir. Sá hafi fengið myndirnar hjá Rammamiðstöðinni í Síðumúla. Eigandi fyrirtækisins kvaðst ekki muna eftir þeim og hafði jafnframt engar upplýsingar um eigendasögu þeirra, að því er fram kom í frétt RÚV um málið í kvöld.Rannsakað á sviði efnahagsbrotadeildarÓlafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari.Vísir/GVAÓlafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir í samtali við Vísi að málið hafi komið á borð embættisins í gær. Hann segir að ekki liggi fyrir kæra í málinu en það sé til skoðunar. Aðspurður segir Ólafur að á þessum tímapunkti einskorðist málið við umræddar tvær myndir. „Nei, þetta er voða svipað og kemur fram í fréttinni. Þetta eru tvær myndir sem eru teknar út af söluskrá rétt fyrir uppboð vegna gruns uppboðshússins að þær séu falsaðar,“ segir Ólafur. „Og við erum í raun og veru að sjá hvernig það lítur allt saman út.“ Inntur eftir því hvort lögregla rannsaki málið vísar Ólafur í sambærileg mál sem komu upp fyrir nokkuð löngu síðan. „Þá var þetta rannsakað á sviði efnahagsbrotadeildar og rannsókn efnahagsbrota er í dag hjá okkur.“ Haft var eftir Ólafi Inga Jónssyni forverði hjá Listasafni Íslands í frétt RÚV um málið að undirskrift Stórvals á umræddum málverkum væri greinilega ekki með eðlilegum hætti. Slíkt benti til að myndirnar væru falsaðar. Þá væru falsanirnar jafnframt mjög nýlegar.
Myndlist Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Sjá meira