Gat ekki gengið að kröfum Kim Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. febrúar 2019 07:35 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, töluðu við blaðamenn í Hanoi eftir að fundi þeirra og sendinefndar Norður-Kóreu var slitið. Getty/bloomberg Forseti og utanríkisráðherra Bandaríkjanna voru sammála um að fundur þeirra með sendinefnd Norður-Kóreu í Hanoi hafi verið góður. Samband ríkjanna sé ennþá gott, þrátt fyrir að fundi þeirra hafi verið slitið fyrr en gert hafði verið ráðið fyrir. Leiðtogarnir hafi ákveðið í sameiningu að ganga frá samningaborðinu án þess að undirrita nýtt samkomulag. Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sagði á blaðamannafundi sínum eftir að fundi hans og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, var slitið á sjöunda tímanum að síðustu 36 klukkustundir hafi verið árangursríkar. Engu að síður hafi hann og Kim verið sammála um að „það væri ekki gott að undirrita eitthvað“ á þessum tímapunkti. Hann lýsti norður-kóreska starfsbróður sínum sem áhugaverðum einstaklingi og að samband þeirra væri ennþá sterkt. Hann hafi þannig fulla trú á að Norður-Kórea muni einn daginn verða öflugt efnahagsveldi. Hins vegar „þurfi stundum að ganga burt“, eins og Trump orðaði það. Forsetinn útskýrði að málefnalegur ágreiningur þeirra Kim hafi einfaldlega verið óyfirstíganlegur á þessari stundu. Norður-Kóreumenn hafi viljað losna undan öllum viðskiptaþvingunum, gegn því að þeir losuðu sig við þorra kjarnavopna sinna - en þó ekki öll.Trump and Pompeo being quite specific. Says Kim was ready to give up the whole Yongbyon nuclear complex in return for complete lifting of sanctions but not other parts of the nuclear programme, including covert elements, including at least one uranium enrichment plant. — Julian Borger (@julianborger) February 28, 2019 Trump sagði að bandaríska sendinefndin hafi ekki getað sætt sig við þessi skilyrði og öllum hafi því verið ljóst að engin sameiginleg niðurstaða væri í augsýn. Því hafi viðræðunum verið slitið og að viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Norður-Kóreu séu enn í gildi. „Mig dauðlangar að afnema viðskiptaþvinganirnar, ég vil sjá Norður-Kóreu eflast enda á ríkið framtíðina fyrir sér. Það var hins vegar ekki hægt í dag,“ sagði Trump. Hann tjáði blaðamönnum jafnframt að Kim hafi lofað sér að Norður-Kórea myndi ekki hefja aftur prófanir á langdrægum eldflaugum. Leiðtogarnir hafi þó ekki skipulagt aðrar viðræður. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tók undir með forsetanum og sagði fundinn hafa verið góðan þrátt fyrir að ekkert samkomulag hafi náðst. Hann sé auk þess bjartsýnn og að sendinefndir ríkjanna tveggja muni funda aftur á næstu vikum. „Ég vildi óska þess að við hefðum komist lengra en ég er engu að síður vongóður,“ sagði Pompeo. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Viðræðum Trump og Kim óvænt slitið Leiðtogafundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður Kóreu, í Víetnam sem fram fór í morgun varð mun styttri en menn höfðu gert ráð fyrir. 28. febrúar 2019 06:52 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Forseti og utanríkisráðherra Bandaríkjanna voru sammála um að fundur þeirra með sendinefnd Norður-Kóreu í Hanoi hafi verið góður. Samband ríkjanna sé ennþá gott, þrátt fyrir að fundi þeirra hafi verið slitið fyrr en gert hafði verið ráðið fyrir. Leiðtogarnir hafi ákveðið í sameiningu að ganga frá samningaborðinu án þess að undirrita nýtt samkomulag. Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sagði á blaðamannafundi sínum eftir að fundi hans og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, var slitið á sjöunda tímanum að síðustu 36 klukkustundir hafi verið árangursríkar. Engu að síður hafi hann og Kim verið sammála um að „það væri ekki gott að undirrita eitthvað“ á þessum tímapunkti. Hann lýsti norður-kóreska starfsbróður sínum sem áhugaverðum einstaklingi og að samband þeirra væri ennþá sterkt. Hann hafi þannig fulla trú á að Norður-Kórea muni einn daginn verða öflugt efnahagsveldi. Hins vegar „þurfi stundum að ganga burt“, eins og Trump orðaði það. Forsetinn útskýrði að málefnalegur ágreiningur þeirra Kim hafi einfaldlega verið óyfirstíganlegur á þessari stundu. Norður-Kóreumenn hafi viljað losna undan öllum viðskiptaþvingunum, gegn því að þeir losuðu sig við þorra kjarnavopna sinna - en þó ekki öll.Trump and Pompeo being quite specific. Says Kim was ready to give up the whole Yongbyon nuclear complex in return for complete lifting of sanctions but not other parts of the nuclear programme, including covert elements, including at least one uranium enrichment plant. — Julian Borger (@julianborger) February 28, 2019 Trump sagði að bandaríska sendinefndin hafi ekki getað sætt sig við þessi skilyrði og öllum hafi því verið ljóst að engin sameiginleg niðurstaða væri í augsýn. Því hafi viðræðunum verið slitið og að viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Norður-Kóreu séu enn í gildi. „Mig dauðlangar að afnema viðskiptaþvinganirnar, ég vil sjá Norður-Kóreu eflast enda á ríkið framtíðina fyrir sér. Það var hins vegar ekki hægt í dag,“ sagði Trump. Hann tjáði blaðamönnum jafnframt að Kim hafi lofað sér að Norður-Kórea myndi ekki hefja aftur prófanir á langdrægum eldflaugum. Leiðtogarnir hafi þó ekki skipulagt aðrar viðræður. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tók undir með forsetanum og sagði fundinn hafa verið góðan þrátt fyrir að ekkert samkomulag hafi náðst. Hann sé auk þess bjartsýnn og að sendinefndir ríkjanna tveggja muni funda aftur á næstu vikum. „Ég vildi óska þess að við hefðum komist lengra en ég er engu að síður vongóður,“ sagði Pompeo.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Viðræðum Trump og Kim óvænt slitið Leiðtogafundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður Kóreu, í Víetnam sem fram fór í morgun varð mun styttri en menn höfðu gert ráð fyrir. 28. febrúar 2019 06:52 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Viðræðum Trump og Kim óvænt slitið Leiðtogafundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður Kóreu, í Víetnam sem fram fór í morgun varð mun styttri en menn höfðu gert ráð fyrir. 28. febrúar 2019 06:52