Herþotum grandað Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. febrúar 2019 06:00 Pakistanski herinn birti þessa mynd af flugvél sem skotin var niður. Stjórnvöld í Pakistan sögðust í gær hafa grandað tveimur indverskum herflugvélum og handtekið einn flugmann. Árásin fylgir í kjölfar þess að Indverjar sögðust hafa gert loftárás á þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtakanna JeM sem eru í Pakistan. Pakistanar sögðu þá frásögn reyndar skáldskap, til þess gerðan að auka fylgi ríkisstjórnar Narendras Modi í aðdraganda kosninga. Togstreitan á milli kjarnorkuveldanna tveggja hefur aukist gríðarlega frá því JeM-liði felldi fjörutíu Indverja í Pulwama í indverska hluta Kasmír fyrir tveimur vikum. Indverjar áfellast Pakistana, segja að þeir ættu að hafa upprætt starfsemi JeM fyrir löngu. Síðan þá hafa Indverjar sagst hafa gert fyrrnefnda árás, hermenn skotið hvorir á aðra á hinum eiginlegu landamærum í Kasmír og Pakistanar sagst hafa gert loftárásir á indverska hluta Kasmír. Rauður þráður í þessu orðaskaki er að annað ríkið fullyrðir eitthvað um árás sem hitt ríkið segir svo ósatt. Pakistanar sögðu Indverja ekki hafa fellt neina í þjálfunarbúðaárásinni, Indverjar segja Pakistana hafa verið hrakta á brott áður en þeir náðu að gera loftárás og segja þá hafa skotið niður eina flugvél, ekki tvær. „Aðgerðin í dag var gerð í sjálfsvarnarskyni. Við ætlum ekki að lýsa henni sem neins konar sigri. Við völdum skotmark okkar og tryggðum að enginn annar yrði fyrir skaða. Þrátt fyrir mikla hæfni okkar og hernaðarstyrk viljum við sækja í átt að friði,“ sagði Asif Ghafoor, upplýsingafulltrúi pakistanska hersins, um árás gærdagsins.Sjá einnig: Dökkar horfur vegna Kasmírárásar Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans og krikketgoðsögn, sagði pakistönsk stjórnvöld hafa boðið Indverjum aðstoð sína eftir Pulwama-árásina. „Við högnumst ekki á starfsemi hryðjuverkasamtaka innan landamæranna. En ég óttaðist samt á þeim tíma að Indverjar myndu hundsa boðið og grípa til aðgerða […] Þegar Indverjar gerðu árás í gærmorgun ræddi ég við herforingja. Við ákváðum að flýta okkur ekki um of heldur lögðum mat á stöðuna til að forðast mannfall almennra borgara,“ sagði Khan. Indverjar kröfðust þess í gær að Pakistanar leystu herflugmanninn úr haldi í snatri og mótmæltu dreifingu ljósmynda af fanganum. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneytinu sagði að slíkt væri brot gegn alþjóðalögum og Genfarsáttmálanum. Undir þetta tók Arup Raha, fyrrverandi hershöfðingi í indverska flughernum. „Við fylgjum alþjóðalögum um stríðsfanga. En andstæðingar okkar fylgja Genfarsáttmálanum ekki alfarið. Ég hélt að þeir myndu ekki sýna slíka heimsku á meðan alþjóðasamfélagið fylgist allt með.“ Rajnath Singh, innanríkisráðherra Indlands, sagði að Pakistanar hefðu um langt skeið reynt að koma á óreiðuástandi á Indlandi. Þeir væru nú að reyna að rægja indversk stjórnvöld. ESB, Bandaríkin, Kína, Þýskaland og fleiri hafa lýst yfir áhyggjum af togstreitunni á milli kjarnorkuveldanna. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, lét í sér heyra í gær og kallaði eftir því að bæði ríkin reyndu að forðast frekari stigmögnun. „Við eigum í reglulegu sambandi við bæði ríkin og hvetjum til þess að þau ræðist við,“ sagði May. Birtist í Fréttablaðinu Indland Pakistan Tengdar fréttir Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00 Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40 Dökkar horfur vegna Kasmírárásar Indverjar segjast hafa ráðist á þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtakanna JeM í Pakistan og fellt 350 eftir árás JeM í Pulwama. Pakistanar segja það tilbúning og hyggjast svara árásinni. 27. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Stjórnvöld í Pakistan sögðust í gær hafa grandað tveimur indverskum herflugvélum og handtekið einn flugmann. Árásin fylgir í kjölfar þess að Indverjar sögðust hafa gert loftárás á þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtakanna JeM sem eru í Pakistan. Pakistanar sögðu þá frásögn reyndar skáldskap, til þess gerðan að auka fylgi ríkisstjórnar Narendras Modi í aðdraganda kosninga. Togstreitan á milli kjarnorkuveldanna tveggja hefur aukist gríðarlega frá því JeM-liði felldi fjörutíu Indverja í Pulwama í indverska hluta Kasmír fyrir tveimur vikum. Indverjar áfellast Pakistana, segja að þeir ættu að hafa upprætt starfsemi JeM fyrir löngu. Síðan þá hafa Indverjar sagst hafa gert fyrrnefnda árás, hermenn skotið hvorir á aðra á hinum eiginlegu landamærum í Kasmír og Pakistanar sagst hafa gert loftárásir á indverska hluta Kasmír. Rauður þráður í þessu orðaskaki er að annað ríkið fullyrðir eitthvað um árás sem hitt ríkið segir svo ósatt. Pakistanar sögðu Indverja ekki hafa fellt neina í þjálfunarbúðaárásinni, Indverjar segja Pakistana hafa verið hrakta á brott áður en þeir náðu að gera loftárás og segja þá hafa skotið niður eina flugvél, ekki tvær. „Aðgerðin í dag var gerð í sjálfsvarnarskyni. Við ætlum ekki að lýsa henni sem neins konar sigri. Við völdum skotmark okkar og tryggðum að enginn annar yrði fyrir skaða. Þrátt fyrir mikla hæfni okkar og hernaðarstyrk viljum við sækja í átt að friði,“ sagði Asif Ghafoor, upplýsingafulltrúi pakistanska hersins, um árás gærdagsins.Sjá einnig: Dökkar horfur vegna Kasmírárásar Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans og krikketgoðsögn, sagði pakistönsk stjórnvöld hafa boðið Indverjum aðstoð sína eftir Pulwama-árásina. „Við högnumst ekki á starfsemi hryðjuverkasamtaka innan landamæranna. En ég óttaðist samt á þeim tíma að Indverjar myndu hundsa boðið og grípa til aðgerða […] Þegar Indverjar gerðu árás í gærmorgun ræddi ég við herforingja. Við ákváðum að flýta okkur ekki um of heldur lögðum mat á stöðuna til að forðast mannfall almennra borgara,“ sagði Khan. Indverjar kröfðust þess í gær að Pakistanar leystu herflugmanninn úr haldi í snatri og mótmæltu dreifingu ljósmynda af fanganum. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneytinu sagði að slíkt væri brot gegn alþjóðalögum og Genfarsáttmálanum. Undir þetta tók Arup Raha, fyrrverandi hershöfðingi í indverska flughernum. „Við fylgjum alþjóðalögum um stríðsfanga. En andstæðingar okkar fylgja Genfarsáttmálanum ekki alfarið. Ég hélt að þeir myndu ekki sýna slíka heimsku á meðan alþjóðasamfélagið fylgist allt með.“ Rajnath Singh, innanríkisráðherra Indlands, sagði að Pakistanar hefðu um langt skeið reynt að koma á óreiðuástandi á Indlandi. Þeir væru nú að reyna að rægja indversk stjórnvöld. ESB, Bandaríkin, Kína, Þýskaland og fleiri hafa lýst yfir áhyggjum af togstreitunni á milli kjarnorkuveldanna. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, lét í sér heyra í gær og kallaði eftir því að bæði ríkin reyndu að forðast frekari stigmögnun. „Við eigum í reglulegu sambandi við bæði ríkin og hvetjum til þess að þau ræðist við,“ sagði May.
Birtist í Fréttablaðinu Indland Pakistan Tengdar fréttir Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00 Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40 Dökkar horfur vegna Kasmírárásar Indverjar segjast hafa ráðist á þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtakanna JeM í Pakistan og fellt 350 eftir árás JeM í Pulwama. Pakistanar segja það tilbúning og hyggjast svara árásinni. 27. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00
Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40
Dökkar horfur vegna Kasmírárásar Indverjar segjast hafa ráðist á þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtakanna JeM í Pakistan og fellt 350 eftir árás JeM í Pulwama. Pakistanar segja það tilbúning og hyggjast svara árásinni. 27. febrúar 2019 06:45