Ljóst að hækkunum verði velt út í verðlag Kristinn Ingi Jónsson skrifar 27. febrúar 2019 08:15 Þrýstingur hefur verið á framlegð Haga undanfarið. Fréttablaðið/Sigtryggur Hagfræðideild Landsbankans metur gengi hlutabréfa í Högum á 45,1 krónu á hlut í nýju verðmati og hefur lækkað mat sitt um ríflega 13 prósent frá síðasta verðmati í júlí í fyrra. Til samanburðar stóð gengi bréfanna í verslunarrisanum í 43,4 krónum á hlut eftir lokun markaða í gær. Mælir hagfræðideildin með því að fjárfestar haldi bréfum sínum í félaginu. Í verðmatinu, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er bent á að þrátt fyrir mikla aukningu í sölu valdi þrýstingur á framlegð Haga því að félagið hafi lækkað afkomuhorfur sínar fyrir yfirstandandi rekstrarár úr 5.000 milljónum króna í 4.600 til 4.700 milljónir króna. Samkeppnin sé því enn hörð á matvörumarkaði. Greinendur Landsbankans taka fram að fylgjast þurfi vel með framgangi sameiningar félagsins við Olís, sem gekk endanlega í gegn í lok nóvember í fyrra, á komandi mánuðum. Markaðir með eldsneyti og matvöru séu að ganga í gegnum breytingar og Hagar fái stórt smásölunet út úr viðskiptunum. „Sameiningin við Olís felur í sér ýmis tækifæri fyrir verslunarrisann en óvissa er um hver næstu skref verða hjá sameinuðu fyrirtæki í átt að aukinni hagkvæmni ásamt því að vænt samlegð á eftir að koma í ljós,“ segir í verðmati hagfræðideildarinnar. Sérfræðingar bankans gera ráð fyrir áframhaldandi vexti tekna Haga á komandi árum, bæði vegna kaupanna á Olís og einnig vegna undirliggjandi vaxtar. Telja þeir að tekjurnar aukist um 30 prósent á næsta rekstrarári, frá mars 2019 til febrúar 2020, um 4,5 prósent á rekstrarárinu þar á eftir og að framtíðarvöxtur verði 3,5 prósent. Þá telur hagfræðideildin jafnframt að minni kortavelta og einkaneysla sé „tímabundin afleiðing óvissu“. Gerir deildin ráð fyrir að framlegðarhlutfall Haga muni leita upp á við og að EBITDA-hlutfall, það er hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta sem hlutfall af tekjum, verði 6,8 prósent á næsta rekstrarári og 7,0 prósent þar á eftir. Til samanburðar var umrætt hlutfall 5,6 prósent á síðasta rekstrarári Haga. Í verðmatinu er auk þess bent á að ríflegar hækkanir lægstu launa muni hafa neikvæð áhrif á afkomu Haga en jafnframt mögulega flýta fyrir sjálfvirknivæðingu í verslunum félagsins. Við núverandi aðstæður, þar sem hlutfall launa af framlegð sé í kringum 44 prósent, sé „morgunljóst“ að launahækkunum verði velt út í verðlag að miklu leyti. Er bent á að launahlutfall félagsins hafi undanfarin ár farið úr 35 til 36 prósentum í 44 prósent. Kröfur verkalýðshreyfingarinnar séu ekki ljósar en miðað við lægstu tölur sem komið hafa frá forsvarsmönnum hennar og ýtrustu kröfur Samtaka atvinnulífsins megi gera ráð fyrir að launakostnaður Haga hækki árlega um 800 til 2.500 milljónir króna næstu þrjú árin. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Samkeppnismál Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Hagfræðideild Landsbankans metur gengi hlutabréfa í Högum á 45,1 krónu á hlut í nýju verðmati og hefur lækkað mat sitt um ríflega 13 prósent frá síðasta verðmati í júlí í fyrra. Til samanburðar stóð gengi bréfanna í verslunarrisanum í 43,4 krónum á hlut eftir lokun markaða í gær. Mælir hagfræðideildin með því að fjárfestar haldi bréfum sínum í félaginu. Í verðmatinu, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er bent á að þrátt fyrir mikla aukningu í sölu valdi þrýstingur á framlegð Haga því að félagið hafi lækkað afkomuhorfur sínar fyrir yfirstandandi rekstrarár úr 5.000 milljónum króna í 4.600 til 4.700 milljónir króna. Samkeppnin sé því enn hörð á matvörumarkaði. Greinendur Landsbankans taka fram að fylgjast þurfi vel með framgangi sameiningar félagsins við Olís, sem gekk endanlega í gegn í lok nóvember í fyrra, á komandi mánuðum. Markaðir með eldsneyti og matvöru séu að ganga í gegnum breytingar og Hagar fái stórt smásölunet út úr viðskiptunum. „Sameiningin við Olís felur í sér ýmis tækifæri fyrir verslunarrisann en óvissa er um hver næstu skref verða hjá sameinuðu fyrirtæki í átt að aukinni hagkvæmni ásamt því að vænt samlegð á eftir að koma í ljós,“ segir í verðmati hagfræðideildarinnar. Sérfræðingar bankans gera ráð fyrir áframhaldandi vexti tekna Haga á komandi árum, bæði vegna kaupanna á Olís og einnig vegna undirliggjandi vaxtar. Telja þeir að tekjurnar aukist um 30 prósent á næsta rekstrarári, frá mars 2019 til febrúar 2020, um 4,5 prósent á rekstrarárinu þar á eftir og að framtíðarvöxtur verði 3,5 prósent. Þá telur hagfræðideildin jafnframt að minni kortavelta og einkaneysla sé „tímabundin afleiðing óvissu“. Gerir deildin ráð fyrir að framlegðarhlutfall Haga muni leita upp á við og að EBITDA-hlutfall, það er hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta sem hlutfall af tekjum, verði 6,8 prósent á næsta rekstrarári og 7,0 prósent þar á eftir. Til samanburðar var umrætt hlutfall 5,6 prósent á síðasta rekstrarári Haga. Í verðmatinu er auk þess bent á að ríflegar hækkanir lægstu launa muni hafa neikvæð áhrif á afkomu Haga en jafnframt mögulega flýta fyrir sjálfvirknivæðingu í verslunum félagsins. Við núverandi aðstæður, þar sem hlutfall launa af framlegð sé í kringum 44 prósent, sé „morgunljóst“ að launahækkunum verði velt út í verðlag að miklu leyti. Er bent á að launahlutfall félagsins hafi undanfarin ár farið úr 35 til 36 prósentum í 44 prósent. Kröfur verkalýðshreyfingarinnar séu ekki ljósar en miðað við lægstu tölur sem komið hafa frá forsvarsmönnum hennar og ýtrustu kröfur Samtaka atvinnulífsins megi gera ráð fyrir að launakostnaður Haga hækki árlega um 800 til 2.500 milljónir króna næstu þrjú árin.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Samkeppnismál Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira