Tekjurnar jukust lítillega Kristinn Ingi Jónsson skrifar 27. febrúar 2019 08:45 Orri Hauksson, forstjóri Símans. Fréttablaðið/Anton Brink Síminn tapaði 2.436 milljónum króna á fjórða fjórðungi síðasta árs borið saman við 607 milljóna króna hagnað á sama fjórðungi árið 2017, að því er fram kemur í fjórðungsuppgjöri sem fjarskiptafélagið birti eftir lokun markaða í gær. Tapið skýrist af gjaldfærslu á viðskiptavild hjá dótturfélaginu Mílu upp á 2.990 milljónir króna en ef ekki hefði komið til gjaldfærslunnar hefði hagnaður samstæðunnar numið 554 milljónum króna á fjórðungnum. Tekjur Símans námu 7.544 milljónum króna á fjórða fjórðungi síðasta árs en leiðrétt fyrir seldri starfsemi jukust þær um 85 milljónir króna á milli ára. EBITDA – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – var jákvæð um 1.908 milljónir króna á síðustu þremur mánuðum 2018 borið saman við 1.930 milljónir króna á sama tímabili árið áður. Nam lækkunin á milli ára þannig 1,1 prósenti. Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir í tilkynningu að rekstur samstæðunnar hafi verið sterkur í fyrra. Heildartekjur hafi aukist lítillega en ólíkt árunum á undan hafi myndarlegur vöxtur verið í smásölutekjum. Fjölgun viðskiptavina sé meginástæða þessa vaxtar. Hann nefnir að félagið sé ágætlega búið undir átök á vinnumarkaði. „Verkföll eru skeinuhættari margri annarri starfsemi á Íslandi en þeirri sem Síminn og dótturfélög reka, en að sjálfsögðu óæskileg okkur sem öðrum, sérstaklega ef þau dragast á langinn.“ Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Síminn tapaði 2.436 milljónum króna á fjórða fjórðungi síðasta árs borið saman við 607 milljóna króna hagnað á sama fjórðungi árið 2017, að því er fram kemur í fjórðungsuppgjöri sem fjarskiptafélagið birti eftir lokun markaða í gær. Tapið skýrist af gjaldfærslu á viðskiptavild hjá dótturfélaginu Mílu upp á 2.990 milljónir króna en ef ekki hefði komið til gjaldfærslunnar hefði hagnaður samstæðunnar numið 554 milljónum króna á fjórðungnum. Tekjur Símans námu 7.544 milljónum króna á fjórða fjórðungi síðasta árs en leiðrétt fyrir seldri starfsemi jukust þær um 85 milljónir króna á milli ára. EBITDA – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – var jákvæð um 1.908 milljónir króna á síðustu þremur mánuðum 2018 borið saman við 1.930 milljónir króna á sama tímabili árið áður. Nam lækkunin á milli ára þannig 1,1 prósenti. Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir í tilkynningu að rekstur samstæðunnar hafi verið sterkur í fyrra. Heildartekjur hafi aukist lítillega en ólíkt árunum á undan hafi myndarlegur vöxtur verið í smásölutekjum. Fjölgun viðskiptavina sé meginástæða þessa vaxtar. Hann nefnir að félagið sé ágætlega búið undir átök á vinnumarkaði. „Verkföll eru skeinuhættari margri annarri starfsemi á Íslandi en þeirri sem Síminn og dótturfélög reka, en að sjálfsögðu óæskileg okkur sem öðrum, sérstaklega ef þau dragast á langinn.“
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira