Boðað til fundar í flokksráði Miðflokksins í mars Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. febrúar 2019 06:00 Þingflokkur Miðflokksins styrktist um tvo menn í gær þegar Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason gengu til liðs við flokkinn. Fréttablaðið/ERNIR Flokksráð Miðflokksins kemur saman 30. mars í Suðvesturkjördæmi. Það var Birgir Þórarinsson, einn þingmanna flokksins, sem óskaði eftir fundi í flokksráði í því skyni að stokka upp í skipan trúnaðarstarfa í þingflokknum. Miðflokkurinn virðist annars hafa mikinn vind í seglin þrátt fyrir að enn sé stutt liðið frá fjaðrafokinu í kringum upptökurnar á Klaustri. Unnið er að stofnun ungliðahreyfingar í flokknum, „UNGIR X-M“ og mun hreyfingin funda í fyrsta sinn um komandi helgi. Þá bættust tveir nýir þingmenn við þingflokk flokksins í gær, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason. Var þingflokkurinn áberandi í þingstörfum í gær. Röðuðu allir níu þingmenn flokksins sér á mælendaskrá í umræðu um frumvarp fjármálaráðherra um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál. Aðrir þingmenn blönduðu sér lítt í umræðuna en þó kom til snarpra orðaskipta milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Smára McCarthy, þingmanns Pírata, en sá síðarnefndi lýsti efasemdum um heilindi þingmanna Miðflokksins í umræðu um málið. Sigmundur Davíð brást illa við ummælum þingmannsins og sagði Smára fara með meiðyrði og eðlilegt væri að vísa ummælunum til siðanefndar þingsins. Þingmenn Miðflokksins voru enn að ræða frumvarpið í þingsal þegar blaðið fór í prentun. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Átta karlar og ein kona í stækkuðum þingflokki Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis las tilkynningu um stækkun þingflokks Miðflokksins upp í byrjun þingfundar í dag. 26. febrúar 2019 19:45 Sigmundi heitt í hamsi eftir spurningar Smára: „Hvers konar endemis della er þetta?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, virtist ekki vera hrifinn af spurningum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, um hagsmuni hins fyrrnefnda í tengslum við aflandskrónueigendur og vogunarsjóði á Alþingi nú síðdegis. 26. febrúar 2019 18:11 Ólafur og Karl Gauti á fyrsta þingflokksfundinum með Miðflokknum Þingmennirnir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason mættu á sinn fyrsta þingflokksfund hjá Miðflokknum í dag en þeir gengu til liðs við flokkinn fyrir helgi. 26. febrúar 2019 12:45 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Flokksráð Miðflokksins kemur saman 30. mars í Suðvesturkjördæmi. Það var Birgir Þórarinsson, einn þingmanna flokksins, sem óskaði eftir fundi í flokksráði í því skyni að stokka upp í skipan trúnaðarstarfa í þingflokknum. Miðflokkurinn virðist annars hafa mikinn vind í seglin þrátt fyrir að enn sé stutt liðið frá fjaðrafokinu í kringum upptökurnar á Klaustri. Unnið er að stofnun ungliðahreyfingar í flokknum, „UNGIR X-M“ og mun hreyfingin funda í fyrsta sinn um komandi helgi. Þá bættust tveir nýir þingmenn við þingflokk flokksins í gær, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason. Var þingflokkurinn áberandi í þingstörfum í gær. Röðuðu allir níu þingmenn flokksins sér á mælendaskrá í umræðu um frumvarp fjármálaráðherra um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál. Aðrir þingmenn blönduðu sér lítt í umræðuna en þó kom til snarpra orðaskipta milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Smára McCarthy, þingmanns Pírata, en sá síðarnefndi lýsti efasemdum um heilindi þingmanna Miðflokksins í umræðu um málið. Sigmundur Davíð brást illa við ummælum þingmannsins og sagði Smára fara með meiðyrði og eðlilegt væri að vísa ummælunum til siðanefndar þingsins. Þingmenn Miðflokksins voru enn að ræða frumvarpið í þingsal þegar blaðið fór í prentun.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Átta karlar og ein kona í stækkuðum þingflokki Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis las tilkynningu um stækkun þingflokks Miðflokksins upp í byrjun þingfundar í dag. 26. febrúar 2019 19:45 Sigmundi heitt í hamsi eftir spurningar Smára: „Hvers konar endemis della er þetta?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, virtist ekki vera hrifinn af spurningum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, um hagsmuni hins fyrrnefnda í tengslum við aflandskrónueigendur og vogunarsjóði á Alþingi nú síðdegis. 26. febrúar 2019 18:11 Ólafur og Karl Gauti á fyrsta þingflokksfundinum með Miðflokknum Þingmennirnir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason mættu á sinn fyrsta þingflokksfund hjá Miðflokknum í dag en þeir gengu til liðs við flokkinn fyrir helgi. 26. febrúar 2019 12:45 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Átta karlar og ein kona í stækkuðum þingflokki Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis las tilkynningu um stækkun þingflokks Miðflokksins upp í byrjun þingfundar í dag. 26. febrúar 2019 19:45
Sigmundi heitt í hamsi eftir spurningar Smára: „Hvers konar endemis della er þetta?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, virtist ekki vera hrifinn af spurningum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, um hagsmuni hins fyrrnefnda í tengslum við aflandskrónueigendur og vogunarsjóði á Alþingi nú síðdegis. 26. febrúar 2019 18:11
Ólafur og Karl Gauti á fyrsta þingflokksfundinum með Miðflokknum Þingmennirnir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason mættu á sinn fyrsta þingflokksfund hjá Miðflokknum í dag en þeir gengu til liðs við flokkinn fyrir helgi. 26. febrúar 2019 12:45