Kassagerðarafklippur mörkuðu upphafið Björk Eiðsdóttir skrifar 27. febrúar 2019 09:00 Þórir Karl Bragason Celin hefur teiknað frá því hann man eftir sér. Fréttablaðið/Ernir Grafíski hönnuðurinn og teiknarinn Þórir Karl Bragason Celin segir samstarf við aðra teiknara mikilvægt en þessa dagana má sjá afrakstur samstarfs hans við teiknarann Sölva Dún á Session Craft Bar. „Ég hef alltaf teiknað, systkini mín og móðir mín teiknuðu öll, ég var örverpið sem apaði allt eftir þeim og lærði þannig að teikna sem krakki. Það var líka frekar lítið annað í boði, pabbi kom alltaf með afklippur af pappír úr kassagerðinni og á það var teiknað,“ segir Þórir aðspurður út í upphaf teikniferilsins. Þrátt fyrir að hafa alltaf teiknað vissi Þórir ekki hvað skyldi gera við teiknihæfileikana en skellti sér í Myndlista- og handíðaskólann, nú Listaháskóli Íslands, eftir menntaskóla. „Þar var reyndar takmörkuð kennsla í teikningu, en umhverfið sem skólinn bauð upp á var skapandi og lifandi. Fyrir algera tilviljun, þá datt ég í tölvurnar og tölvugrafík um það leyti sem ég var að klára skólann. Þá var orðið vefhönnuður alveg mega töff, þannig að ég varð einhvers konar blanda af grafískum hönnuði og vefhönnuði. Það er ekki fyrr en árið 2008 þegar ég fer í tölvuleikjabransann að hæfileikar mínir sem teiknari fengu að njóta sín, en í dag vinn ég þó aðallega sem grafískur hönnuður, alla vega á daginn.“Þórir segist yfirleitt teikna með penna og það sé ákveðin hreinsun að hafa ekki vald til að stroka út eða breyta myndunum.Teiknaði alltaf hrylling „Þegar ég teikna fyrir sjálfan mig, án þess að hafa ákveðið verkefni í gangi þá hef ég alltaf teiknað hauskúpur, kolkrabba, subbulega trúða eða einhvers konar hrylling, síðustu ár hef ég þó þróað myndefnið í aðrar áttir. Ég teikna yfirleitt með penna, byrja að teikna og sjá hvert línurnar fara með mig, það er ákveðin hreinsun að hafa ekki vald til að stroka út eða breyta myndunum, heldur verð ég bara að halda áfram og klára. Vissulega tek ég í aðrar teiknigræjur þegar verkefnin krefjast þess, vatnsliti, blek, digital eða blýant.“ Þórir segist oft teikna eftir pöntun og segir skemmtilegustu verkefnin þau sem bjóða honum upp á að leika sér með stíla og tækni eða ef verkefnið býður upp á eitthvað nýtt, sem hann hefur ekki prófað. Jafnframt er Þórir í samstarfi við aðra teiknara og heldur reglulega sýningar á samvinnuverkefnunum. „Það er mjög mikilvægt að hafa reglulegt samband og samvinnu við aðra teiknara, stundum er það bara að sitja við sama borð og teikna, stundum er það að vinna að sameiginlegu verkefni. Síðasta samstarfsverkefnið mitt var með miklum snillingi sem heitir Sölvi Dúnn, hann hefur séð um að teikna fyrir veitingastaðinn Le Kock og bað mig að aðstoða sig við að teikna nokkrar myndir á nýja staðinn í Tryggvagötu, það samstarf tókst rosalega vel. Út frá því höldum við miklu teiknisambandi, ræðum teikningar og teiknum saman, erum núna með sameiginlega sýningu á Session Craft Bar og erum að undirbúa næstu sýningu.“ Þórir er jafnframt partur af nýstofnuðu félagi, Fyrirmynd – félagi myndhöfunda, sem er innan Félags íslenskra teiknara. Félagið hefur haldið nokkrar sýningar á Hönnunarmars síðustu ár og vonandi verða fleiri sýningar á vegum félagsins. Áhugasamir geta skoðað teikningar eftir Þóri á www.thorir.com og á Instagram-síðu hans: www.instagram.com/tkcelin. Birtist í Fréttablaðinu HönnunarMars Myndlist Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Grafíski hönnuðurinn og teiknarinn Þórir Karl Bragason Celin segir samstarf við aðra teiknara mikilvægt en þessa dagana má sjá afrakstur samstarfs hans við teiknarann Sölva Dún á Session Craft Bar. „Ég hef alltaf teiknað, systkini mín og móðir mín teiknuðu öll, ég var örverpið sem apaði allt eftir þeim og lærði þannig að teikna sem krakki. Það var líka frekar lítið annað í boði, pabbi kom alltaf með afklippur af pappír úr kassagerðinni og á það var teiknað,“ segir Þórir aðspurður út í upphaf teikniferilsins. Þrátt fyrir að hafa alltaf teiknað vissi Þórir ekki hvað skyldi gera við teiknihæfileikana en skellti sér í Myndlista- og handíðaskólann, nú Listaháskóli Íslands, eftir menntaskóla. „Þar var reyndar takmörkuð kennsla í teikningu, en umhverfið sem skólinn bauð upp á var skapandi og lifandi. Fyrir algera tilviljun, þá datt ég í tölvurnar og tölvugrafík um það leyti sem ég var að klára skólann. Þá var orðið vefhönnuður alveg mega töff, þannig að ég varð einhvers konar blanda af grafískum hönnuði og vefhönnuði. Það er ekki fyrr en árið 2008 þegar ég fer í tölvuleikjabransann að hæfileikar mínir sem teiknari fengu að njóta sín, en í dag vinn ég þó aðallega sem grafískur hönnuður, alla vega á daginn.“Þórir segist yfirleitt teikna með penna og það sé ákveðin hreinsun að hafa ekki vald til að stroka út eða breyta myndunum.Teiknaði alltaf hrylling „Þegar ég teikna fyrir sjálfan mig, án þess að hafa ákveðið verkefni í gangi þá hef ég alltaf teiknað hauskúpur, kolkrabba, subbulega trúða eða einhvers konar hrylling, síðustu ár hef ég þó þróað myndefnið í aðrar áttir. Ég teikna yfirleitt með penna, byrja að teikna og sjá hvert línurnar fara með mig, það er ákveðin hreinsun að hafa ekki vald til að stroka út eða breyta myndunum, heldur verð ég bara að halda áfram og klára. Vissulega tek ég í aðrar teiknigræjur þegar verkefnin krefjast þess, vatnsliti, blek, digital eða blýant.“ Þórir segist oft teikna eftir pöntun og segir skemmtilegustu verkefnin þau sem bjóða honum upp á að leika sér með stíla og tækni eða ef verkefnið býður upp á eitthvað nýtt, sem hann hefur ekki prófað. Jafnframt er Þórir í samstarfi við aðra teiknara og heldur reglulega sýningar á samvinnuverkefnunum. „Það er mjög mikilvægt að hafa reglulegt samband og samvinnu við aðra teiknara, stundum er það bara að sitja við sama borð og teikna, stundum er það að vinna að sameiginlegu verkefni. Síðasta samstarfsverkefnið mitt var með miklum snillingi sem heitir Sölvi Dúnn, hann hefur séð um að teikna fyrir veitingastaðinn Le Kock og bað mig að aðstoða sig við að teikna nokkrar myndir á nýja staðinn í Tryggvagötu, það samstarf tókst rosalega vel. Út frá því höldum við miklu teiknisambandi, ræðum teikningar og teiknum saman, erum núna með sameiginlega sýningu á Session Craft Bar og erum að undirbúa næstu sýningu.“ Þórir er jafnframt partur af nýstofnuðu félagi, Fyrirmynd – félagi myndhöfunda, sem er innan Félags íslenskra teiknara. Félagið hefur haldið nokkrar sýningar á Hönnunarmars síðustu ár og vonandi verða fleiri sýningar á vegum félagsins. Áhugasamir geta skoðað teikningar eftir Þóri á www.thorir.com og á Instagram-síðu hans: www.instagram.com/tkcelin.
Birtist í Fréttablaðinu HönnunarMars Myndlist Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira