Pakistanar heita því að bregðast við árásum Indverja Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2019 15:49 Íbúar yfirgefa heimagert sprengjuskýli í Chakoti nærri landamærum Pakistan og Indlands í Kasmír. AP/Abdul Razaq Indverjar hafa gert loftárásir gegn hryðjuverkasamtökum sem lýst hefur yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás þar sem 40 indverskir hermenn féllu fyrr í þessum mánuði. Um er að ræða fyrstu árásirnar sem gerðar hafa verið yfir landamæri ríkjanna í Kasmír frá því Indland og Pakistan voru í stríði 1971. Yfirvöld Pakistan segja sprengjurnar hafa lent á óbyggðu svæði en heita því að bregðast við árásinni. Mikil spenna er nú á milli ríkjanna. Ríkisstjórn Indlands segir Pakistana leyfa hryðjuverkasamtökum eins og Jaish-e-Mohammad, JeM, sem hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni, að starfa innan landamæra Pakistan. Indverjar segja einnig að öryggissveitir Pakistan hafi komið að árásinni með einhverjum hætti.BBC hefur eftir Vijay Gokhale, utanríkisráðherra Indlands, að fjöldi vígamanna hafi fallið í árásinni og enginn almennur borgari hafi látið lífið. Þá sagði hann að upplýsingar hefðu borist um að JeM-liðar væru að skipuleggja frekari árásir í Indlandi. Því hefði verið nauðsynlegt að ráðast gegn þeim.Forsvarsmenn herafla Pakistan segja hins vegar að enginn hafi fallið í árásunum. Herþotur hafi verið sendar gegn herþotum Indlands og flugmenn þeirra hafi þurft að losa sig við sprengjurnar til að komast á brott. Í kjölfar loftárásanna segja Indverjar að pakistanskir hermenn hafi varpað sprengjum yfir landamæri ríkjanna í Kasmír. Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, kallaði öryggisráð landsins saman og fordæmdi árásir Indverja. Hann segir Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hafa fyrirskipað árásirnar til að auka vinsældir sínar í aðdraganda kosninga í maí. Vitni sem BBC ræddi við segjast hafa vaknað við háværar sprengingar klukkan 3:00 í nótt, að staðartíma. Einn bóndi sem rætt var við segir fjögur eða fimm hús hafa orðið fyrir skemmdum í árásunum.AP fréttaveitan segir her Pakistan hafa lokað svæðið af og engum sé hleypt nærri staðnum þar sem sprengjurnar féllu. Því hefur ekki verið hægt að sannreyna hvor aðilinn sé að segja rétt frá, ef einhver er að því.Hér má sjá stutt myndband frá Economist þar sem deilan um Kasmír er útskýrð. Indland Pakistan Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Indverjar hafa gert loftárásir gegn hryðjuverkasamtökum sem lýst hefur yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás þar sem 40 indverskir hermenn féllu fyrr í þessum mánuði. Um er að ræða fyrstu árásirnar sem gerðar hafa verið yfir landamæri ríkjanna í Kasmír frá því Indland og Pakistan voru í stríði 1971. Yfirvöld Pakistan segja sprengjurnar hafa lent á óbyggðu svæði en heita því að bregðast við árásinni. Mikil spenna er nú á milli ríkjanna. Ríkisstjórn Indlands segir Pakistana leyfa hryðjuverkasamtökum eins og Jaish-e-Mohammad, JeM, sem hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni, að starfa innan landamæra Pakistan. Indverjar segja einnig að öryggissveitir Pakistan hafi komið að árásinni með einhverjum hætti.BBC hefur eftir Vijay Gokhale, utanríkisráðherra Indlands, að fjöldi vígamanna hafi fallið í árásinni og enginn almennur borgari hafi látið lífið. Þá sagði hann að upplýsingar hefðu borist um að JeM-liðar væru að skipuleggja frekari árásir í Indlandi. Því hefði verið nauðsynlegt að ráðast gegn þeim.Forsvarsmenn herafla Pakistan segja hins vegar að enginn hafi fallið í árásunum. Herþotur hafi verið sendar gegn herþotum Indlands og flugmenn þeirra hafi þurft að losa sig við sprengjurnar til að komast á brott. Í kjölfar loftárásanna segja Indverjar að pakistanskir hermenn hafi varpað sprengjum yfir landamæri ríkjanna í Kasmír. Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, kallaði öryggisráð landsins saman og fordæmdi árásir Indverja. Hann segir Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hafa fyrirskipað árásirnar til að auka vinsældir sínar í aðdraganda kosninga í maí. Vitni sem BBC ræddi við segjast hafa vaknað við háværar sprengingar klukkan 3:00 í nótt, að staðartíma. Einn bóndi sem rætt var við segir fjögur eða fimm hús hafa orðið fyrir skemmdum í árásunum.AP fréttaveitan segir her Pakistan hafa lokað svæðið af og engum sé hleypt nærri staðnum þar sem sprengjurnar féllu. Því hefur ekki verið hægt að sannreyna hvor aðilinn sé að segja rétt frá, ef einhver er að því.Hér má sjá stutt myndband frá Economist þar sem deilan um Kasmír er útskýrð.
Indland Pakistan Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira