Fyrrum NFL-stjarna greiddi húsaleiguna fyrir ókunnugan mann Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. febrúar 2019 23:30 Ochocinco í búningi Bengals. vísir/getty Kraftur samfélagsmiðilsins Twitter getur verið mikill og það sannaði sig heldur betur um síðustu helgi. Þá henti Chad Johnson, áður kallaður Ochocinco, út léttu tísti hvernig föstudagurinn væri að fara í fólk. Chris Olivas frá Texas var einn af þeim sem svöruðu. Hann sagði að það ætti að bera sig út úr íbúðinni sinni en annars væri hann léttur.Facing eviction but it’s Friday so? — Chris (@swordinthedark) February 22, 2019 Ochocinco, sem átti flottan feril í NFL-deildinni með Cincinnati Bengals tók þetta svar alvarlega og setti sig í samband við Olives. Eftir að hafa séð sönnun þess að það ætti að bera manninn út og staðfestingu á því að Olives skuldaði 158 þúsund krónur í leigu tók hann málin í sínar hendur. Hann lagði um 200 þúsund krónur inn á Olives sem er í tveimur störfum til þess að framfleyta sér. Það hefur þó ekki alltaf dugað honum. Olives var eðlilega óendanlega þakklátur og sagði Ochocinco hafa bjargað lífi sínu. NFL-stjarnan fyrrverandi sagði svo í tísti að næst þegar ÞEIR ættu ekki fyrir leigunni þá myndi hann spila leik í FIFA við leigusalann upp á leiguna. Ochocinco er mikill knattspyrnuáhugamaður. Spilar mikið FIFA og mætir oft á stórleiki í Evrópu og þá aðallega á Spáni.“tell your landlord next time WE fall behind on rent to play me in fifa for the balance” https://t.co/UFQhvh1ndu — Chad Johnson (@ochocinco) February 22, 2019 NFL Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Sjá meira
Kraftur samfélagsmiðilsins Twitter getur verið mikill og það sannaði sig heldur betur um síðustu helgi. Þá henti Chad Johnson, áður kallaður Ochocinco, út léttu tísti hvernig föstudagurinn væri að fara í fólk. Chris Olivas frá Texas var einn af þeim sem svöruðu. Hann sagði að það ætti að bera sig út úr íbúðinni sinni en annars væri hann léttur.Facing eviction but it’s Friday so? — Chris (@swordinthedark) February 22, 2019 Ochocinco, sem átti flottan feril í NFL-deildinni með Cincinnati Bengals tók þetta svar alvarlega og setti sig í samband við Olives. Eftir að hafa séð sönnun þess að það ætti að bera manninn út og staðfestingu á því að Olives skuldaði 158 þúsund krónur í leigu tók hann málin í sínar hendur. Hann lagði um 200 þúsund krónur inn á Olives sem er í tveimur störfum til þess að framfleyta sér. Það hefur þó ekki alltaf dugað honum. Olives var eðlilega óendanlega þakklátur og sagði Ochocinco hafa bjargað lífi sínu. NFL-stjarnan fyrrverandi sagði svo í tísti að næst þegar ÞEIR ættu ekki fyrir leigunni þá myndi hann spila leik í FIFA við leigusalann upp á leiguna. Ochocinco er mikill knattspyrnuáhugamaður. Spilar mikið FIFA og mætir oft á stórleiki í Evrópu og þá aðallega á Spáni.“tell your landlord next time WE fall behind on rent to play me in fifa for the balance” https://t.co/UFQhvh1ndu — Chad Johnson (@ochocinco) February 22, 2019
NFL Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Sjá meira