Strákarnir í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport fóru vel yfir málið í þætti gærkvöldsins.
„Í fyrsta lagi þarf náttúrulega bara KA heimilið og KA menn að ganga í skugga um að það sé leikhæf klukka í gangi. Það er vandræðalegt að bjóða upp á leik í efstu deild þar sem þarf að bíða eftir því að það sé slegið inn í tölvuna,“ sagði Logi Geirsson.
„Svo má líka nefna eftirlitsdómarann. Það eiga alltaf að vera eftirlitsdómarar,“ sagði Logi en vegna manneklu var ekki eftirlitsdómari á þessum leik.
„Starfsmenn á ritaraborðinu eiga náttúrulega ekkert að skipta sér af þjálfurum. Ekki á neinn hátt. Þeir stjórna ekki leiknum, þeir eru starfsmenn, dómarar eiga að sjá um öll samskipti. Þetta var bara mjög óheppilegt.“
Logi tók þó fram að hann væri ekki að taka undir hegðun Rúnars, heldur væri hann að tala um framkvæmd leiksins.
„Þetta er vandræðalegt. Frá a til ö.“
„Það afsakar ekkert hegðun Rúnars,“ tók Sebastian Alexandersson undir.
„Ef honum hefur verið ögrað, þá skiptir það samt engu máli, hann á að fá einhverskonar áminningu frá aganefnd.“
Alla umræðuna má sjá hér að neðan.