Birta upptökur úr öryggismyndavélum í von um ábendingar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. febrúar 2019 23:14 Írska lögreglan birtir nýja mynd af Jóni Þresti í þeirri von um að finna Jón sem hefur verið saknað í tæpar tvær vikur. Lögreglan á Írlandi Írska lögreglan hefur birt upptökur úr öryggismyndavélum þar sem síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. Bræður Jóns voru gestir írska sjónvarpsþáttarins CrimeCall í kvöld til þess að vekja athygli á hvarfi Jóns Þrastar. Í þættinum voru meðal annars sýndar upptökur úr öryggismyndavélum þar sem sjá má Jón Þröst yfirgefa hótelið sem hann dvaldi á ásamt unnustu sinni. Jafnframt má sjá hann á gangi skammt frá hótelinu. Lögreglan hefur birt upptökurnar í von um að þær geti aðstoðað við leitina að Jóni, en lögreglan hafði áður birt skjáskot úr upptökunum. Lögreglunni hefur borist fjöldi ábendinga frá almenningi í tengslum við hvarfið en margir segjast hafa séð hann á gangi. Lögreglan vinnur hörðum höndum að því að rannsaka ábendingarnar en um helgina sagðist hún vera vongóð um að geta fundið út ferðir Jóns Þrastar Stór hluti fjölskyldu Jóns Þrastar er stödd í Dublin til þess að aðstoða við og skipuleggja leitina að honum. Jón Þröstur ferðaðist til Dublin til þess að taka þátt í pókermóti. „Við ætlum ekkert að hætta. Þetta er ekkert maður sem lætur sig hverfa. Það getur ekki verið. Við verðum að finna manninn og við verðum að komast að því hvað kom fyrir,“ sagði Jana Guðjónsdóttir, unnusta Jóns Þrastar í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Írland Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Tengdar fréttir Lögregla vongóð um að geta staðsett Jón Verið er að vinna úr vísbendingum sem hafa borist frá almenningi en engin skipulögð leit var í dag. 24. febrúar 2019 19:00 Jón Þröstur með greiðslukort á sér þegar hann hvarf Michael Mulligan, rannsóknarlögreglumaður sem stýrir rannsókninni á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar, segir að Jón hafi verið með greiðslukort á sér þegar hann hvarf og því sé það ekki útilokað að hann hafi farið úr landi. 24. febrúar 2019 14:24 Guðlaugur og Coveney funda um Jón Þröst Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundar í dag með Simon Coveney, utanríkis- og viðskiptaráðherra Írlands, vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar. 25. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Sjá meira
Írska lögreglan hefur birt upptökur úr öryggismyndavélum þar sem síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. Bræður Jóns voru gestir írska sjónvarpsþáttarins CrimeCall í kvöld til þess að vekja athygli á hvarfi Jóns Þrastar. Í þættinum voru meðal annars sýndar upptökur úr öryggismyndavélum þar sem sjá má Jón Þröst yfirgefa hótelið sem hann dvaldi á ásamt unnustu sinni. Jafnframt má sjá hann á gangi skammt frá hótelinu. Lögreglan hefur birt upptökurnar í von um að þær geti aðstoðað við leitina að Jóni, en lögreglan hafði áður birt skjáskot úr upptökunum. Lögreglunni hefur borist fjöldi ábendinga frá almenningi í tengslum við hvarfið en margir segjast hafa séð hann á gangi. Lögreglan vinnur hörðum höndum að því að rannsaka ábendingarnar en um helgina sagðist hún vera vongóð um að geta fundið út ferðir Jóns Þrastar Stór hluti fjölskyldu Jóns Þrastar er stödd í Dublin til þess að aðstoða við og skipuleggja leitina að honum. Jón Þröstur ferðaðist til Dublin til þess að taka þátt í pókermóti. „Við ætlum ekkert að hætta. Þetta er ekkert maður sem lætur sig hverfa. Það getur ekki verið. Við verðum að finna manninn og við verðum að komast að því hvað kom fyrir,“ sagði Jana Guðjónsdóttir, unnusta Jóns Þrastar í samtali við fréttastofu fyrr í dag.
Írland Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Tengdar fréttir Lögregla vongóð um að geta staðsett Jón Verið er að vinna úr vísbendingum sem hafa borist frá almenningi en engin skipulögð leit var í dag. 24. febrúar 2019 19:00 Jón Þröstur með greiðslukort á sér þegar hann hvarf Michael Mulligan, rannsóknarlögreglumaður sem stýrir rannsókninni á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar, segir að Jón hafi verið með greiðslukort á sér þegar hann hvarf og því sé það ekki útilokað að hann hafi farið úr landi. 24. febrúar 2019 14:24 Guðlaugur og Coveney funda um Jón Þröst Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundar í dag með Simon Coveney, utanríkis- og viðskiptaráðherra Írlands, vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar. 25. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Sjá meira
Lögregla vongóð um að geta staðsett Jón Verið er að vinna úr vísbendingum sem hafa borist frá almenningi en engin skipulögð leit var í dag. 24. febrúar 2019 19:00
Jón Þröstur með greiðslukort á sér þegar hann hvarf Michael Mulligan, rannsóknarlögreglumaður sem stýrir rannsókninni á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar, segir að Jón hafi verið með greiðslukort á sér þegar hann hvarf og því sé það ekki útilokað að hann hafi farið úr landi. 24. febrúar 2019 14:24
Guðlaugur og Coveney funda um Jón Þröst Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundar í dag með Simon Coveney, utanríkis- og viðskiptaráðherra Írlands, vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar. 25. febrúar 2019 06:00