Draga fyrirhugaðar hækkanir á leigu til baka Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. febrúar 2019 17:18 Fulltrúar VR og Almenna leigufélagsins hafa fundað undanfarna daga. Mynd/VR Almenna leigufélagið mun draga til baka fyrirhugaðar hækkanir leigu sem áttu að koma til framkvæmda á næstu mánuðum og mun nú hefja viðræður við VR hvernig tryggja megi betur stöðu leigjenda.Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu Almenna leigufélagsins og VR en forsvarsmenn félaganna hafa fundað að undanförnu eftir harða gagnrýni VR á hinar fyrirhuguð hækkanir.Almenna leigufélagið sendi tilteknum hópi leigjenda sinna tilkynningu um hækkun á leigu á húsnæði félagsins þann 7. febrúar síðastliðinn. Var leigjendunum gefinn fjögurra daga umhugsunarfrestur, eða til 11. febrúar, til að ákveða hvort þeir hygðust endurnýja samninginn.Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku.Skömmu síðar gerði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, kröfu um að Kvika banki drægi til baka ákvörðun Almenna leigufélagsins um að hækka leiguverð. Ragnar stóð í þeirri trú að Kvika ætti Gamma þegar hann setti kröfuna fram en hótaði því að taka allt fé stéttarfélagsins úr eignastýringu hjá bankanum, um 4,2 milljarða króna, yrði Kvika ekki við kröfunni.Kaup Kviku á Gamma ganga þó ekki í gegn fyrr en grænt ljós fæst frá eftirlitinu. Þegar Ármann Þorvaldsson forstjóri Kviku benti á þetta setti Ragnar fram nýja kröfu um að Kvika myndi rifta fyrirhuguðum kaupum á Gamma, ellegar drægi VR áðurnefnda 4,2 milljarða úr eignastýringu bankans. Eftir fund Ragnars og Ármanns var þó ákveðið að milljarðarnir yrðu ekki dregnir úr eignastýringu Kviku.Í síðustu viku baðst Almenna leigufélagið svo leigjendur afsökunar á hinum stutta fyrirvara sem gefinn var, var sá fyrirvari rakinn til mannlegra mistaka. Undanfarna daga hafa svo forsvarsmenn VR og Almenna leigufélagsins fundað vegna málsins og í sameiginlegri yfirlýsingu segir að þær viðræður hafi verið uppbyggilegar.„Almenna leigufélagið lýsir því yfir að það muni draga til baka fyrirhugaðar hækkanir leigu sem áttu að koma til framkvæmda á næstu þremur mánuðum. Auk þess að vinna að breytingum á leigusamningum félagsins með það að markmiði að bjóða samninga til lengri tíma en þekkst hefur á almenna markaðnum, þar sem tryggt er húsnæðisöryggi og stöðugra leiguverð. Lengri leigusamningar verða kynntir sérstaklega í byrjun mars á þessu ári,“ segir í yfirlýsingunni sem lesa má í heild sinni hér. Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Vonast til að eiga „uppbyggilegar samræður“ við Ragnar Þór á morgun María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins hefur þegið fundarboð Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR vegna hækkunar á leigu á húsnæði félagsins. 21. febrúar 2019 16:17 Framtíð Kvikumilljarða VR ræðst á fundi með Almenna leigufélaginu Milljarðarnir sem VR hefur hótað að taka úr eignastýringu hjá Kviku eru vinnudeilusjóður félagsins en framhaldið veltur á viðbrögðum Almenna leigufélagsins. 21. febrúar 2019 14:07 VR hreyfir ekki sjóði sína úr Kviku í bili Formaður VR segir jákvætt að á sé komið samtal milli VR og Almenna leigufélagsins. 22. febrúar 2019 18:58 Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Almenna leigufélagið mun draga til baka fyrirhugaðar hækkanir leigu sem áttu að koma til framkvæmda á næstu mánuðum og mun nú hefja viðræður við VR hvernig tryggja megi betur stöðu leigjenda.Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu Almenna leigufélagsins og VR en forsvarsmenn félaganna hafa fundað að undanförnu eftir harða gagnrýni VR á hinar fyrirhuguð hækkanir.Almenna leigufélagið sendi tilteknum hópi leigjenda sinna tilkynningu um hækkun á leigu á húsnæði félagsins þann 7. febrúar síðastliðinn. Var leigjendunum gefinn fjögurra daga umhugsunarfrestur, eða til 11. febrúar, til að ákveða hvort þeir hygðust endurnýja samninginn.Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku.Skömmu síðar gerði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, kröfu um að Kvika banki drægi til baka ákvörðun Almenna leigufélagsins um að hækka leiguverð. Ragnar stóð í þeirri trú að Kvika ætti Gamma þegar hann setti kröfuna fram en hótaði því að taka allt fé stéttarfélagsins úr eignastýringu hjá bankanum, um 4,2 milljarða króna, yrði Kvika ekki við kröfunni.Kaup Kviku á Gamma ganga þó ekki í gegn fyrr en grænt ljós fæst frá eftirlitinu. Þegar Ármann Þorvaldsson forstjóri Kviku benti á þetta setti Ragnar fram nýja kröfu um að Kvika myndi rifta fyrirhuguðum kaupum á Gamma, ellegar drægi VR áðurnefnda 4,2 milljarða úr eignastýringu bankans. Eftir fund Ragnars og Ármanns var þó ákveðið að milljarðarnir yrðu ekki dregnir úr eignastýringu Kviku.Í síðustu viku baðst Almenna leigufélagið svo leigjendur afsökunar á hinum stutta fyrirvara sem gefinn var, var sá fyrirvari rakinn til mannlegra mistaka. Undanfarna daga hafa svo forsvarsmenn VR og Almenna leigufélagsins fundað vegna málsins og í sameiginlegri yfirlýsingu segir að þær viðræður hafi verið uppbyggilegar.„Almenna leigufélagið lýsir því yfir að það muni draga til baka fyrirhugaðar hækkanir leigu sem áttu að koma til framkvæmda á næstu þremur mánuðum. Auk þess að vinna að breytingum á leigusamningum félagsins með það að markmiði að bjóða samninga til lengri tíma en þekkst hefur á almenna markaðnum, þar sem tryggt er húsnæðisöryggi og stöðugra leiguverð. Lengri leigusamningar verða kynntir sérstaklega í byrjun mars á þessu ári,“ segir í yfirlýsingunni sem lesa má í heild sinni hér.
Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Vonast til að eiga „uppbyggilegar samræður“ við Ragnar Þór á morgun María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins hefur þegið fundarboð Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR vegna hækkunar á leigu á húsnæði félagsins. 21. febrúar 2019 16:17 Framtíð Kvikumilljarða VR ræðst á fundi með Almenna leigufélaginu Milljarðarnir sem VR hefur hótað að taka úr eignastýringu hjá Kviku eru vinnudeilusjóður félagsins en framhaldið veltur á viðbrögðum Almenna leigufélagsins. 21. febrúar 2019 14:07 VR hreyfir ekki sjóði sína úr Kviku í bili Formaður VR segir jákvætt að á sé komið samtal milli VR og Almenna leigufélagsins. 22. febrúar 2019 18:58 Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Vonast til að eiga „uppbyggilegar samræður“ við Ragnar Þór á morgun María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins hefur þegið fundarboð Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR vegna hækkunar á leigu á húsnæði félagsins. 21. febrúar 2019 16:17
Framtíð Kvikumilljarða VR ræðst á fundi með Almenna leigufélaginu Milljarðarnir sem VR hefur hótað að taka úr eignastýringu hjá Kviku eru vinnudeilusjóður félagsins en framhaldið veltur á viðbrögðum Almenna leigufélagsins. 21. febrúar 2019 14:07
VR hreyfir ekki sjóði sína úr Kviku í bili Formaður VR segir jákvætt að á sé komið samtal milli VR og Almenna leigufélagsins. 22. febrúar 2019 18:58