Vinnufriður Eyþór Arnalds skrifar 25. febrúar 2019 07:00 Stærsti flokkurinn í borginni er í minnihluta ásamt þremur nýjum flokkum í borgarstjórn. Á fyrsta ári höfum við lagt fram tugi tillagna en jafnframt haft jákvæð áhrif til breytinga. Má nefna stöðu heimilislausra, aukna áherslu á sköpun í skólastarfi og einfaldara velferðarkerfi. Það er hlutverk okkar að benda á það sem betur má gera í borginni. Frá kosningum hefur mikill fjöldi úrskurða, dóma og álita fallið borginni í óhag. Hæstiréttur staðfesti að borgin snuðaði öryrkja um bætur. Héraðsdómur felldi dóm um störf skrifstofustjóra borgarstjórans. Umboðsmaður Alþingis benti á brot borgarinnar í húsnæðismálum Félagsbústaða. Ólögleg var ráðning borgarlögmanns að mati Jafnréttisstofu. Svört skýrsla borgarskjalasafns um skjalamál borgarinnar á síðasta ári. Niðurstaða innri endurskoðunar um óheimila framúrkeyrslu Félagsbústaða leiddi til þess að framkvæmdastjórinn sagði starfi sínu lausu. Skýrsla innri endurskoðunar um braggamálið. Og svo álit Persónuverndar um að borgin hafi brotið persónuverndarlög í aðdraganda kosninganna. Þessi samfelldi áfellisdómur er einstakur í sögu borgarinnar. Hann er ekki frá okkur kominn. Hann er einfaldlega staðreynd. Undanfarna daga hafa embættismenn beðið um vinnufrið. Um hann er þetta að segja: Við munum áfram styðja við góð mál og styðja starfsmenn í sínum störfum. Okkur ber hins vegar að skoða þau mál þar sem brotin eru lög og reglur. Það er einfaldlega okkar lögbundna hlutverk. Það kann að hafa áhrif á starfsandann að æðsti embættismaður borgarinnar sem jafnframt er borgarfulltrúi kannist ekki við ábyrgð á því sem aflaga fer. Ítrekað varpar borgarstjórinn ábyrgð sinni yfir á undirmenn með því að segjast ekkert hafa vitað, ekkert hafa sagt, ekkert skrifað og ekkert gert. Það er sannkallað ábyrgðarleysi. Ef störfin eru í lagi verður góður vinnufriður. Við erum kosin sem fulltrúar fólksins í borginni. Við berum ábyrgð á að vel sé farið með fé og farið sé að lögum. Vinur er sá er til vamms segir. Borgin okkar getur gert betur. Stöndum saman um það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Eyþór Arnalds Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Stærsti flokkurinn í borginni er í minnihluta ásamt þremur nýjum flokkum í borgarstjórn. Á fyrsta ári höfum við lagt fram tugi tillagna en jafnframt haft jákvæð áhrif til breytinga. Má nefna stöðu heimilislausra, aukna áherslu á sköpun í skólastarfi og einfaldara velferðarkerfi. Það er hlutverk okkar að benda á það sem betur má gera í borginni. Frá kosningum hefur mikill fjöldi úrskurða, dóma og álita fallið borginni í óhag. Hæstiréttur staðfesti að borgin snuðaði öryrkja um bætur. Héraðsdómur felldi dóm um störf skrifstofustjóra borgarstjórans. Umboðsmaður Alþingis benti á brot borgarinnar í húsnæðismálum Félagsbústaða. Ólögleg var ráðning borgarlögmanns að mati Jafnréttisstofu. Svört skýrsla borgarskjalasafns um skjalamál borgarinnar á síðasta ári. Niðurstaða innri endurskoðunar um óheimila framúrkeyrslu Félagsbústaða leiddi til þess að framkvæmdastjórinn sagði starfi sínu lausu. Skýrsla innri endurskoðunar um braggamálið. Og svo álit Persónuverndar um að borgin hafi brotið persónuverndarlög í aðdraganda kosninganna. Þessi samfelldi áfellisdómur er einstakur í sögu borgarinnar. Hann er ekki frá okkur kominn. Hann er einfaldlega staðreynd. Undanfarna daga hafa embættismenn beðið um vinnufrið. Um hann er þetta að segja: Við munum áfram styðja við góð mál og styðja starfsmenn í sínum störfum. Okkur ber hins vegar að skoða þau mál þar sem brotin eru lög og reglur. Það er einfaldlega okkar lögbundna hlutverk. Það kann að hafa áhrif á starfsandann að æðsti embættismaður borgarinnar sem jafnframt er borgarfulltrúi kannist ekki við ábyrgð á því sem aflaga fer. Ítrekað varpar borgarstjórinn ábyrgð sinni yfir á undirmenn með því að segjast ekkert hafa vitað, ekkert hafa sagt, ekkert skrifað og ekkert gert. Það er sannkallað ábyrgðarleysi. Ef störfin eru í lagi verður góður vinnufriður. Við erum kosin sem fulltrúar fólksins í borginni. Við berum ábyrgð á að vel sé farið með fé og farið sé að lögum. Vinur er sá er til vamms segir. Borgin okkar getur gert betur. Stöndum saman um það.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun