Líkti kynferðisofbeldi gegn börnum við mannfórnir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. febrúar 2019 19:46 Frans páfi. Vatíkanið/Getty Frans páfi hefur heitið því að kaþólska kirkjan muni taka hart á hvers kyns kynferðisofbeldi gegn börnum sem viðgengist hefur innan kirkjunnar. Hann segir kynferðisbrotamenn innan klerkastéttarinnar vera „verkfæri djöfulsins“ og lofar því að kirkjan muni skoða hvert barnaníðsmál af fullri alvöru. Páfinn hélt tölu í lok ráðstefnu rómansk-kaþólsku kirkjunnar gegn barnaníði þar sem þessi orð, meðal annarra, voru látin falla. „Ég minnist þeirra grimmilegu trúarhátta sem eitt sinn voru við lýði víðs vegar í mörgum menningarsamfélögum, þar sem manneskjum var fórnað, og þá gjarnan börnum,“ sagði páfinn í ræðu sinni sem sló botninn í ráðstefnuna sem staðið hefur yfir síðastliðna fjóra daga. „Grimmd þessa heimslæga verknaðar verður jafnvel enn alvarlegri og smánarlegri innan kirkjunnar, því hann fer þvert gegn því siðferðislega fordæmi og trúverðugleika sem kirkjan hefur. Hin heilaga persóna, kosin af Guði til þess að leiða sálir til frelsunar, gefur sig eigin breyskleika og sjúkdómi á vald, og verður þannig verkfæri djöfulsins,“ sagði páfinn í ræðunni. Hann bætti þá við að fórnarlömb kynferðisofbeldis yrðu gerð að forgangsatriði innan kirkjunnar og lofaði að binda endi á hvers kyns yfirhylmingu með slíkum málum og að gerendur myndu fá að gjalda fyrir glæpi sína. Páfinn sá sig þá einnig knúinn til þess að leggja áherslu á að kynferðisleg misnotkun á börnum væri „útbreitt fyrirbrigði í allri menningu og samfélögum.“ Páfagarður MeToo Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Páfinn veitir leyfi fyrir rannsókn á kynlífshneyksli Frans páfi hefur gefið leyfi fyrir "ítarlegri rannsókn“ á skjölum Vatíkansins, en henni er ætlað að varpa ljósi á hvernig Theodore McCarrick, háttsettum bandarískum kardinála, tókst að klífa metorðastiga kaþólsku kirkjunnar þrátt fyrir ítrekaðar ásakanir á hendur honum um að hafa þrýst á guðfræðistúdenta og unga presta til þess að sofa hjá sér. 6. október 2018 14:16 Frans páfi vill efla baráttu gegn ofbeldi Páfinn tjáði sig um ofbeldi gagnvart konur en reitti um leið þolendur misnotkunar til reiði með orðum sínum. 21. janúar 2018 10:31 Réttað yfir friðhelgum diplómata í barnaníðsmáli í Páfagarði Réttað verður yfir preláta, sem er sakaður um varðveislu og dreifingu barnakláms, í Páfagarði en ekki Bandaríkjunum eins og þarlend stjórnvöld óskuðu eftir. 9. júní 2018 15:11 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fleiri fréttir Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Sjá meira
Frans páfi hefur heitið því að kaþólska kirkjan muni taka hart á hvers kyns kynferðisofbeldi gegn börnum sem viðgengist hefur innan kirkjunnar. Hann segir kynferðisbrotamenn innan klerkastéttarinnar vera „verkfæri djöfulsins“ og lofar því að kirkjan muni skoða hvert barnaníðsmál af fullri alvöru. Páfinn hélt tölu í lok ráðstefnu rómansk-kaþólsku kirkjunnar gegn barnaníði þar sem þessi orð, meðal annarra, voru látin falla. „Ég minnist þeirra grimmilegu trúarhátta sem eitt sinn voru við lýði víðs vegar í mörgum menningarsamfélögum, þar sem manneskjum var fórnað, og þá gjarnan börnum,“ sagði páfinn í ræðu sinni sem sló botninn í ráðstefnuna sem staðið hefur yfir síðastliðna fjóra daga. „Grimmd þessa heimslæga verknaðar verður jafnvel enn alvarlegri og smánarlegri innan kirkjunnar, því hann fer þvert gegn því siðferðislega fordæmi og trúverðugleika sem kirkjan hefur. Hin heilaga persóna, kosin af Guði til þess að leiða sálir til frelsunar, gefur sig eigin breyskleika og sjúkdómi á vald, og verður þannig verkfæri djöfulsins,“ sagði páfinn í ræðunni. Hann bætti þá við að fórnarlömb kynferðisofbeldis yrðu gerð að forgangsatriði innan kirkjunnar og lofaði að binda endi á hvers kyns yfirhylmingu með slíkum málum og að gerendur myndu fá að gjalda fyrir glæpi sína. Páfinn sá sig þá einnig knúinn til þess að leggja áherslu á að kynferðisleg misnotkun á börnum væri „útbreitt fyrirbrigði í allri menningu og samfélögum.“
Páfagarður MeToo Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Páfinn veitir leyfi fyrir rannsókn á kynlífshneyksli Frans páfi hefur gefið leyfi fyrir "ítarlegri rannsókn“ á skjölum Vatíkansins, en henni er ætlað að varpa ljósi á hvernig Theodore McCarrick, háttsettum bandarískum kardinála, tókst að klífa metorðastiga kaþólsku kirkjunnar þrátt fyrir ítrekaðar ásakanir á hendur honum um að hafa þrýst á guðfræðistúdenta og unga presta til þess að sofa hjá sér. 6. október 2018 14:16 Frans páfi vill efla baráttu gegn ofbeldi Páfinn tjáði sig um ofbeldi gagnvart konur en reitti um leið þolendur misnotkunar til reiði með orðum sínum. 21. janúar 2018 10:31 Réttað yfir friðhelgum diplómata í barnaníðsmáli í Páfagarði Réttað verður yfir preláta, sem er sakaður um varðveislu og dreifingu barnakláms, í Páfagarði en ekki Bandaríkjunum eins og þarlend stjórnvöld óskuðu eftir. 9. júní 2018 15:11 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fleiri fréttir Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Sjá meira
Páfinn veitir leyfi fyrir rannsókn á kynlífshneyksli Frans páfi hefur gefið leyfi fyrir "ítarlegri rannsókn“ á skjölum Vatíkansins, en henni er ætlað að varpa ljósi á hvernig Theodore McCarrick, háttsettum bandarískum kardinála, tókst að klífa metorðastiga kaþólsku kirkjunnar þrátt fyrir ítrekaðar ásakanir á hendur honum um að hafa þrýst á guðfræðistúdenta og unga presta til þess að sofa hjá sér. 6. október 2018 14:16
Frans páfi vill efla baráttu gegn ofbeldi Páfinn tjáði sig um ofbeldi gagnvart konur en reitti um leið þolendur misnotkunar til reiði með orðum sínum. 21. janúar 2018 10:31
Réttað yfir friðhelgum diplómata í barnaníðsmáli í Páfagarði Réttað verður yfir preláta, sem er sakaður um varðveislu og dreifingu barnakláms, í Páfagarði en ekki Bandaríkjunum eins og þarlend stjórnvöld óskuðu eftir. 9. júní 2018 15:11