Lögregla vongóð um að geta staðsett Jón Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. febrúar 2019 19:00 Lögregla á Írlandi er vongóð um að geta fundið út ferðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hefur verið týndur í Dublin frá 9. febrúar. Verið er að vinna úr vísbendingum sem hafa borist frá almenningi en engin skipulögð leit var í dag. Bróðir Jóns segir hann hafa haft greiðslukort meðferðis þegar hann hvarf en engin hreyfing hefur verið á bankareikningum. Síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í Dublin þann 9. febrúar í öryggismyndavélum í fimm hundruð metra fjarlægð frá hótelinu.Mynd af Jóni úr öryggismyndavél sem birt var í dag.Lögreglan á Írlandi hélt blaðamannafund í dag þar sem kallað var eftir aðstoð frá almenningi vegna hvarfsins og birti nýja mynd af honum úr öryggismyndavél hjúkrunarheimilis við hótelið. Þá var auglýst á ný eftir honum á Facebook. „Við gáfum upp sömu upplýsingar og áður, aldur hans og hæð, hvaðan hann er og lýsing. Við höfum ekki aðrar upplýsingar, þetta er ráðgáta,“ segir Damien Hogan upplýsingafulltrúi lögreglunnar á Írlandi. „Við erum að safna saman upplýsingum frá almenningi og erum að skoða hvort við höfum nýjar vísbendingar. Við erum vongóð um að geta staðsett Jón eftir að hafa yfirfarið þær. Það er leit í gangi.“Vita ekki hversu miklu Jón tapaði umrætt kvöld Jón starfar sem leigubílstjóri og spilar póker í frístundum. Hann var ásamt unnustu sinni í Dyflinni á pókermóti þegar hann hvarf. Fjölskylda hans fær fund með lögreglunni á Írlandi á morgun.Daníel Wiium, bróðir Jóns Þrastar.Mynd/Aðsend„Þeir sögðust vera hingað og þangað vegna vísbendinga sem þeir hafa fengið,“ segir Daníel Wiium, bróðir Jóns. Jón er líklega með debetkort á sér en það hefur ekkert verið notað. Í fjölmiðlum ytra hefur komið fram að Jón sé mögulega með talsverða fjárhæð með sér. Daníel segir að það sé orðum aukið. „Eins og staðan er í dag þá vitum við ekkert hvað hann tapaði mikið þetta kvöld og ef það hefur verið eitthvað þá er það ekki stór peningur.“ Hann segir að samkvæmt upplýsingum frá mótshöldurum hafi Jón ekki látið á neinu bera þrátt fyrir tapið. „Hann er bara glaður í góðum félagsskap og að njóta lífsins.“ Daníel segir að fjölmiðlar hafi sýnt málinu mikinn áhuga síðustu daga. „Við höfum komist í öll blöðin. Það var mikið fjölmiðlafár í leitinni og tvær stærstu sjónvarpsstöðvarnar hafa tekið viðtöl við okkur.“ Þá hefur pókerheimurinn sýnt fjölskyldunni mikinn stuðning og til að mynda verður haldið mót í kvöld til að safna fyrir fjölskylduna. Daníel segir fjölskylduna afar þreytta. „Við erum að safna styrk í að undirbúa næstu skref og hvetjum lögreglu og utanríkisráðuneytið í að halda þessu gangandi.“ Írland Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Tengdar fréttir Birta mynd úr öryggismyndavél og ítreka ósk um aðstoð almennings Lögreglan á Írlandi hefur ítrekað ósk sína um að almenningur aðstoði við leitina að Jóni Þresti Jónssyni. 24. febrúar 2019 11:07 Lögregla fer yfir vísbendingar sem gætu varpað ljósi á ferðir Jóns Utanríkisráðuneytið hefur vakið máls á því við írsk yfirvöld að írskar björgunarsveitir komi að leitinni og er fjölskyldan vongóð um að af því verði. 23. febrúar 2019 20:00 Jón Þröstur með greiðslukort á sér þegar hann hvarf Michael Mulligan, rannsóknarlögreglumaður sem stýrir rannsókninni á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar, segir að Jón hafi verið með greiðslukort á sér þegar hann hvarf og því sé það ekki útilokað að hann hafi farið úr landi. 24. febrúar 2019 14:24 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Sjá meira
Lögregla á Írlandi er vongóð um að geta fundið út ferðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hefur verið týndur í Dublin frá 9. febrúar. Verið er að vinna úr vísbendingum sem hafa borist frá almenningi en engin skipulögð leit var í dag. Bróðir Jóns segir hann hafa haft greiðslukort meðferðis þegar hann hvarf en engin hreyfing hefur verið á bankareikningum. Síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í Dublin þann 9. febrúar í öryggismyndavélum í fimm hundruð metra fjarlægð frá hótelinu.Mynd af Jóni úr öryggismyndavél sem birt var í dag.Lögreglan á Írlandi hélt blaðamannafund í dag þar sem kallað var eftir aðstoð frá almenningi vegna hvarfsins og birti nýja mynd af honum úr öryggismyndavél hjúkrunarheimilis við hótelið. Þá var auglýst á ný eftir honum á Facebook. „Við gáfum upp sömu upplýsingar og áður, aldur hans og hæð, hvaðan hann er og lýsing. Við höfum ekki aðrar upplýsingar, þetta er ráðgáta,“ segir Damien Hogan upplýsingafulltrúi lögreglunnar á Írlandi. „Við erum að safna saman upplýsingum frá almenningi og erum að skoða hvort við höfum nýjar vísbendingar. Við erum vongóð um að geta staðsett Jón eftir að hafa yfirfarið þær. Það er leit í gangi.“Vita ekki hversu miklu Jón tapaði umrætt kvöld Jón starfar sem leigubílstjóri og spilar póker í frístundum. Hann var ásamt unnustu sinni í Dyflinni á pókermóti þegar hann hvarf. Fjölskylda hans fær fund með lögreglunni á Írlandi á morgun.Daníel Wiium, bróðir Jóns Þrastar.Mynd/Aðsend„Þeir sögðust vera hingað og þangað vegna vísbendinga sem þeir hafa fengið,“ segir Daníel Wiium, bróðir Jóns. Jón er líklega með debetkort á sér en það hefur ekkert verið notað. Í fjölmiðlum ytra hefur komið fram að Jón sé mögulega með talsverða fjárhæð með sér. Daníel segir að það sé orðum aukið. „Eins og staðan er í dag þá vitum við ekkert hvað hann tapaði mikið þetta kvöld og ef það hefur verið eitthvað þá er það ekki stór peningur.“ Hann segir að samkvæmt upplýsingum frá mótshöldurum hafi Jón ekki látið á neinu bera þrátt fyrir tapið. „Hann er bara glaður í góðum félagsskap og að njóta lífsins.“ Daníel segir að fjölmiðlar hafi sýnt málinu mikinn áhuga síðustu daga. „Við höfum komist í öll blöðin. Það var mikið fjölmiðlafár í leitinni og tvær stærstu sjónvarpsstöðvarnar hafa tekið viðtöl við okkur.“ Þá hefur pókerheimurinn sýnt fjölskyldunni mikinn stuðning og til að mynda verður haldið mót í kvöld til að safna fyrir fjölskylduna. Daníel segir fjölskylduna afar þreytta. „Við erum að safna styrk í að undirbúa næstu skref og hvetjum lögreglu og utanríkisráðuneytið í að halda þessu gangandi.“
Írland Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Tengdar fréttir Birta mynd úr öryggismyndavél og ítreka ósk um aðstoð almennings Lögreglan á Írlandi hefur ítrekað ósk sína um að almenningur aðstoði við leitina að Jóni Þresti Jónssyni. 24. febrúar 2019 11:07 Lögregla fer yfir vísbendingar sem gætu varpað ljósi á ferðir Jóns Utanríkisráðuneytið hefur vakið máls á því við írsk yfirvöld að írskar björgunarsveitir komi að leitinni og er fjölskyldan vongóð um að af því verði. 23. febrúar 2019 20:00 Jón Þröstur með greiðslukort á sér þegar hann hvarf Michael Mulligan, rannsóknarlögreglumaður sem stýrir rannsókninni á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar, segir að Jón hafi verið með greiðslukort á sér þegar hann hvarf og því sé það ekki útilokað að hann hafi farið úr landi. 24. febrúar 2019 14:24 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Sjá meira
Birta mynd úr öryggismyndavél og ítreka ósk um aðstoð almennings Lögreglan á Írlandi hefur ítrekað ósk sína um að almenningur aðstoði við leitina að Jóni Þresti Jónssyni. 24. febrúar 2019 11:07
Lögregla fer yfir vísbendingar sem gætu varpað ljósi á ferðir Jóns Utanríkisráðuneytið hefur vakið máls á því við írsk yfirvöld að írskar björgunarsveitir komi að leitinni og er fjölskyldan vongóð um að af því verði. 23. febrúar 2019 20:00
Jón Þröstur með greiðslukort á sér þegar hann hvarf Michael Mulligan, rannsóknarlögreglumaður sem stýrir rannsókninni á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar, segir að Jón hafi verið með greiðslukort á sér þegar hann hvarf og því sé það ekki útilokað að hann hafi farið úr landi. 24. febrúar 2019 14:24
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent