„Svo lengi sem ég lifi mun ég óttast þá“ Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2019 08:54 Þúsundir manna hafa flúið frá síðasta yfirráðasvæði ISIS í Sýrlandi. AP/Felipe Dana Hinni tuttugu ára gömlu Faryal tókst nýverið að flýja úr langvarandi þrældómi innan kalífadæmis Íslamska ríkisins. Hún hafði fjórum sinnum áður reynt að flýja úr þrælahaldi ISIS-liða í Sýrlandi. Eftir tæp fimm ár í þrældómi tókst henni og ungum syni hennar loks að flýja en þó með hjálp ráðþrota ISIS-liða. Faryal, sem tilheyrir minnihlutahópi Jasída, sagði blaðamanni Washington Post frá hrakningum sínum og hvernig hún hefði verið í eigu sex mismunandi vígamanna Íslamska ríkisins. Hún lýsir þeim sem „skrímslum“ sem hafi komið fram við hana og son hennar Hoshyar eins og dýr.Vígamenn Íslamska ríkisins réðst gegn Jasídum um sumarið 2014. Þeir rændu þúsundum kvenna og barna og tóku fjölda manna og drengja af lífi. Konur og börn voru hneppt í kynlífsþrælkun en Sameinuðu þjóðirnar hafa skilgreint árásir ISIS-liða á Jasída sem þjóðarmorð.Sjá einnig: Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrmingFaryal bjó ásamt eiginmanni sínum og Hoshyal, sem þá var ungabarn, í þorpinu Tel Banat nærri Sinjarfjalli í Írak þegar vígamenn ISIS bar að garði. Þau höfðu heyrt orðróm um að þeir væru á svæðinu en hún segir íbúa ekki hafa áttað sig á hættunni. Þegar hún og fjölskylda hennar ákváðu að flýja komust þau þó ekki langt. Skömmu seinna voru Faryal og sonur hennar á einum af fjölmörgum þrælamörkuðum ISIS. Ódæði ISIS-liða gegn Jasídum spilaði stóra rullu í þeirri ákvörðun Bandaríkjanna og annarra ríkja að hefja loftárásir gegn Íslamska ríkinu og svo seinna meir frekari hernaðaraðgerðir gegn hryðjuverkasamtökunum. Nú hefur kalífadæmi ISIS að mestu verið sigrað.Notuðu hana sem skjöld Flótti Faryal byrjaði á því að vígamaður ISIS frá Úsbekistan og aðrir hafi ákveðið að nota hana til að reyna að flýja. Hann, fjölskylda hans og fleiri vígamenn fóru frá Baghouz, síðasta vígi ISIS-liða í Sýrlandi, og tóku Faryal með sér. Tveimur dögum seinna, þegar sýrlenskir Kúrdar umkringdu þau, sagði vígamaðurinn frá Úsbekistan að hann hefði flúið til að bjarga Faryal og bað um miskunn. Kúrdarnir trúðu honum þó ekki og handsömuðu hann og hina vígamennina. Faryal og Hoshyar trúðu því ekki að þau væru sloppin fyrr en þremur dögum seinna. Þau óttuðust áfram að vera elt uppi af ISIS-liðum. Á undanförnum árum hefur þúsundum Jasída tekist að flýja úr þrælahaldi ISIS-liða. Margar þeirra sem hnepptar voru í þrældóm frömdu þó sjálfsvíg á fyrstu mánuðum þrælahaldsins og aðrar skáru sig svo ISIS-liðar myndu ekki vilja nauðga þeim. Faryal reyndi fjórum sinnum að flýja með Hoshyar en var ávallt gómuð áður en það tókst. Við hverja tilraun sætti hún strangari refsingu og hún var sannfærð um að hún og Hoshyar yrðu myrt ef hún myndi reyna í fimmta sinn. Þau hafa bæði þurft að sæta ýmiskonar misnotkun og segir hún vígamennina hafa misþyrmt Hoshyar ítrekað. Hann hafi verið barinn illa og jafnvel brenndur af vígamönnum „Hann var svo smár en einhverra hluta vegna hötuðu þeir hann. Ég gat aldrei útskýrt fyrir honum af hverju það væri,“ segir Faryal. Þrátt fyrir það að vera laus úr haldi óttast hún enn að enda aftur sem fangi vígamanna. „Svo lengi sem ég lifi mun ég óttast þá,“ segir hún. Írak Sýrland Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Hinni tuttugu ára gömlu Faryal tókst nýverið að flýja úr langvarandi þrældómi innan kalífadæmis Íslamska ríkisins. Hún hafði fjórum sinnum áður reynt að flýja úr þrælahaldi ISIS-liða í Sýrlandi. Eftir tæp fimm ár í þrældómi tókst henni og ungum syni hennar loks að flýja en þó með hjálp ráðþrota ISIS-liða. Faryal, sem tilheyrir minnihlutahópi Jasída, sagði blaðamanni Washington Post frá hrakningum sínum og hvernig hún hefði verið í eigu sex mismunandi vígamanna Íslamska ríkisins. Hún lýsir þeim sem „skrímslum“ sem hafi komið fram við hana og son hennar Hoshyar eins og dýr.Vígamenn Íslamska ríkisins réðst gegn Jasídum um sumarið 2014. Þeir rændu þúsundum kvenna og barna og tóku fjölda manna og drengja af lífi. Konur og börn voru hneppt í kynlífsþrælkun en Sameinuðu þjóðirnar hafa skilgreint árásir ISIS-liða á Jasída sem þjóðarmorð.Sjá einnig: Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrmingFaryal bjó ásamt eiginmanni sínum og Hoshyal, sem þá var ungabarn, í þorpinu Tel Banat nærri Sinjarfjalli í Írak þegar vígamenn ISIS bar að garði. Þau höfðu heyrt orðróm um að þeir væru á svæðinu en hún segir íbúa ekki hafa áttað sig á hættunni. Þegar hún og fjölskylda hennar ákváðu að flýja komust þau þó ekki langt. Skömmu seinna voru Faryal og sonur hennar á einum af fjölmörgum þrælamörkuðum ISIS. Ódæði ISIS-liða gegn Jasídum spilaði stóra rullu í þeirri ákvörðun Bandaríkjanna og annarra ríkja að hefja loftárásir gegn Íslamska ríkinu og svo seinna meir frekari hernaðaraðgerðir gegn hryðjuverkasamtökunum. Nú hefur kalífadæmi ISIS að mestu verið sigrað.Notuðu hana sem skjöld Flótti Faryal byrjaði á því að vígamaður ISIS frá Úsbekistan og aðrir hafi ákveðið að nota hana til að reyna að flýja. Hann, fjölskylda hans og fleiri vígamenn fóru frá Baghouz, síðasta vígi ISIS-liða í Sýrlandi, og tóku Faryal með sér. Tveimur dögum seinna, þegar sýrlenskir Kúrdar umkringdu þau, sagði vígamaðurinn frá Úsbekistan að hann hefði flúið til að bjarga Faryal og bað um miskunn. Kúrdarnir trúðu honum þó ekki og handsömuðu hann og hina vígamennina. Faryal og Hoshyar trúðu því ekki að þau væru sloppin fyrr en þremur dögum seinna. Þau óttuðust áfram að vera elt uppi af ISIS-liðum. Á undanförnum árum hefur þúsundum Jasída tekist að flýja úr þrælahaldi ISIS-liða. Margar þeirra sem hnepptar voru í þrældóm frömdu þó sjálfsvíg á fyrstu mánuðum þrælahaldsins og aðrar skáru sig svo ISIS-liðar myndu ekki vilja nauðga þeim. Faryal reyndi fjórum sinnum að flýja með Hoshyar en var ávallt gómuð áður en það tókst. Við hverja tilraun sætti hún strangari refsingu og hún var sannfærð um að hún og Hoshyar yrðu myrt ef hún myndi reyna í fimmta sinn. Þau hafa bæði þurft að sæta ýmiskonar misnotkun og segir hún vígamennina hafa misþyrmt Hoshyar ítrekað. Hann hafi verið barinn illa og jafnvel brenndur af vígamönnum „Hann var svo smár en einhverra hluta vegna hötuðu þeir hann. Ég gat aldrei útskýrt fyrir honum af hverju það væri,“ segir Faryal. Þrátt fyrir það að vera laus úr haldi óttast hún enn að enda aftur sem fangi vígamanna. „Svo lengi sem ég lifi mun ég óttast þá,“ segir hún.
Írak Sýrland Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira