Körfubolti

Hvað er Don Nelson að gera í dag? Reykja gras

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nelson er orðinn 78 ára gamall og í banastuði.
Nelson er orðinn 78 ára gamall og í banastuði.
Það er tæpur áratugur síðan körfuboltaþjálfarinn Don Nelson settist í helgan stein og hann er heldur betur að njóta þess að geta slakað á eftir ferilinn.

Nelson er orðinn 78 ára gamall og er kominn með sítt hár og skegg. Svolítill hippafílingur á kallinum sem viðurkennir fúslega að hann sé að nýta tímann til þess að reykja gras.





„Ég hef verið að reykja svolítið gras,“ sagði Nelson aðspurður um eftirlaunalífið á Hawaii.

„Ég reykti aldrei meðan ég spilaði og þjálfaði þannig að þetta er nýtt fyrir mér. Ég er því að reykja núna og skemmta mér. Þetta er löglegra í dag og ég er að njóta þess.“

Þetta sagði kallinn á blaðamannafundi hjá Golden State í gær en viðbrögð Stephen Jackson við því að kallinn fái sér í haus eru stórbrotin. Þessi klippa er reyndar öll stórbrotin.

Nelson lék í 14 ár í NBA-deildinni og þjálfaði síðan í 34 ár. Síðasta liðið sem hann þjálfari var Golden State Warriors en hann steig frá borði árið 2010.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×