Var alltaf kvíðabarn sem leið almennt illa Stefán Árni Pálsson skrifar 21. febrúar 2019 12:30 Jakob Birgisson sló í gegn sem uppistandari fyrir áramót. vísir/vilhelm Jakob Birgisson er einn allra efnilegasti uppistandari landsins. Jakob sem er tvítugur þreytti frumraun sína í uppistandi í lok síðasta árs og fékk mikið lof fyrir frammistöðuna. Ari Eldjárn lét meðal annars hafa eftir sér að aðra eins hæfileika hefði hann ekki séð áður. „Maður hefur í gegnum tíðina verið að gantast með félögunum en þetta kannski byrjaði fyrir alvöru í MR og kannski helst síðasta árið þegar maður var að grínast á einhverjum viðburðum og svo framvegis,“ segir Jakob í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Jakob er sonur Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur fyrrverandi alþingiskonu Samfylkingarinnar og Birgis Hermannssonar, doktors í stjórnmálafræði. Í uppistandinu sem ber heitið Meistari Jakob fjallar hann töluvert lífið sitt almennt enda segir hann auðvelt að sjá skondnar hliðar heimilislífsins sem hafi að stórum hluta snúist um stjórnmál og stjórnmálaumræðu. „Móðir mín fer inn á þing í hruninu og maður varð alveg var við það. Ég sá ekki mömmu mína í fjögur ár, nema bara í sjónvarpinu eða í einhverju stresssímtali heima. Pabbi minn var svo bara voðalega mikið að greina stöðuna upp í HÍ, en það er ekkert endilega skemmtilegt. Allir vinir þeirra voru síðan alltaf að ræða bara pólitík, það er enginn vinur þeirra sem ræðir eitthvað annað en pólitík og maður var voðalega mikið í þannig umhverfi sem er vissulega frekar þreytandi til lengdar. Maður verður kannski skrýtið barn í þessu umhverfi en þetta hefur líka hjálpað mér að tala við eldra fólk.“Jakob segist hafa notað grínið til að komast í gegnum kvíðann.Jakob segist hafa glímt við kvíða sem barn en grínið nýtti hann til að komast út úr erfiðum aðstæðum. „Ég var bara kvíðabarn, alltaf kvíðinn og leið almennt illa og þá þurfti maður að grínast út úr því. Grínið byrjaði bara til að reyna flýja eitthvað, bara að flýja veruleikann með gríni. Það er ekkert þannig í dag að maður sé með einhverja grímu uppi og líði ömurlega og sé alltaf að grínast. Sem barn var ég kannski í einhverju boði og hugsaði bara, hvað er fyndið hérna.“ Jakob hefur greint fleiri en foreldra sína þegar kemur að því að semja brandara. Einn þeirra er Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, en orðauppbygging Guðna vakti athygli Jakobs. „Hann t.d. segir aldrei það er gaman. Hann notar yfirleitt ekki svona gervifrumlag. Hann segir frekar gaman er að gera þetta,“ segir Jakob og sýnir hans túlkun á Guðna Th. og einnig túlkun sína á fréttamanni Stöðvar 2 á Magnúsi Hlyni. Jakob var við nám í Háskóla Íslands fyrir áramót en hefur algjörlega einbeitt sér að uppistandinu undanfarnar vikur. Foreldrar hans, sem eru nokkuð stór hluti sýningarinnar, hafa ekki enn séð Jakob á sviði.Jakob segist líða vel með fullan sal af miðaldra fólki.„Þau búa í Bandaríkjunum en þau frétta alveg af því að það sé verið að tala um þau. Hvað eiga þau að gera? Þau verða bara að brosa.“ Eins og áður segir talaði sjálfur Ari Eldjárn um að Jakob væri mesta efni sem hann hefði séð á sviðinu fyrir áramót. „Þetta var bara mjög skrýtið en að sama skapi rosalegur heiður. Ég vaknaði bara daginn eftir og sá einhverja frétt á Vísi.“ Hann segist hrifinn af því að taka hversdagsleg dæmi fyrir og gera úr þeim brandara enda sé þannig hægt að fá sem flesta til að tengja við grínið. „Það eiga allir einhvern skrýtinn frænda og skrýtin ættmenni og tengja við það.“Hér að neðan má sjá viðtalið við Jakob. Ísland í dag Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Elskar að bera klúta Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Sjá meira
Jakob Birgisson er einn allra efnilegasti uppistandari landsins. Jakob sem er tvítugur þreytti frumraun sína í uppistandi í lok síðasta árs og fékk mikið lof fyrir frammistöðuna. Ari Eldjárn lét meðal annars hafa eftir sér að aðra eins hæfileika hefði hann ekki séð áður. „Maður hefur í gegnum tíðina verið að gantast með félögunum en þetta kannski byrjaði fyrir alvöru í MR og kannski helst síðasta árið þegar maður var að grínast á einhverjum viðburðum og svo framvegis,“ segir Jakob í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Jakob er sonur Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur fyrrverandi alþingiskonu Samfylkingarinnar og Birgis Hermannssonar, doktors í stjórnmálafræði. Í uppistandinu sem ber heitið Meistari Jakob fjallar hann töluvert lífið sitt almennt enda segir hann auðvelt að sjá skondnar hliðar heimilislífsins sem hafi að stórum hluta snúist um stjórnmál og stjórnmálaumræðu. „Móðir mín fer inn á þing í hruninu og maður varð alveg var við það. Ég sá ekki mömmu mína í fjögur ár, nema bara í sjónvarpinu eða í einhverju stresssímtali heima. Pabbi minn var svo bara voðalega mikið að greina stöðuna upp í HÍ, en það er ekkert endilega skemmtilegt. Allir vinir þeirra voru síðan alltaf að ræða bara pólitík, það er enginn vinur þeirra sem ræðir eitthvað annað en pólitík og maður var voðalega mikið í þannig umhverfi sem er vissulega frekar þreytandi til lengdar. Maður verður kannski skrýtið barn í þessu umhverfi en þetta hefur líka hjálpað mér að tala við eldra fólk.“Jakob segist hafa notað grínið til að komast í gegnum kvíðann.Jakob segist hafa glímt við kvíða sem barn en grínið nýtti hann til að komast út úr erfiðum aðstæðum. „Ég var bara kvíðabarn, alltaf kvíðinn og leið almennt illa og þá þurfti maður að grínast út úr því. Grínið byrjaði bara til að reyna flýja eitthvað, bara að flýja veruleikann með gríni. Það er ekkert þannig í dag að maður sé með einhverja grímu uppi og líði ömurlega og sé alltaf að grínast. Sem barn var ég kannski í einhverju boði og hugsaði bara, hvað er fyndið hérna.“ Jakob hefur greint fleiri en foreldra sína þegar kemur að því að semja brandara. Einn þeirra er Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, en orðauppbygging Guðna vakti athygli Jakobs. „Hann t.d. segir aldrei það er gaman. Hann notar yfirleitt ekki svona gervifrumlag. Hann segir frekar gaman er að gera þetta,“ segir Jakob og sýnir hans túlkun á Guðna Th. og einnig túlkun sína á fréttamanni Stöðvar 2 á Magnúsi Hlyni. Jakob var við nám í Háskóla Íslands fyrir áramót en hefur algjörlega einbeitt sér að uppistandinu undanfarnar vikur. Foreldrar hans, sem eru nokkuð stór hluti sýningarinnar, hafa ekki enn séð Jakob á sviði.Jakob segist líða vel með fullan sal af miðaldra fólki.„Þau búa í Bandaríkjunum en þau frétta alveg af því að það sé verið að tala um þau. Hvað eiga þau að gera? Þau verða bara að brosa.“ Eins og áður segir talaði sjálfur Ari Eldjárn um að Jakob væri mesta efni sem hann hefði séð á sviðinu fyrir áramót. „Þetta var bara mjög skrýtið en að sama skapi rosalegur heiður. Ég vaknaði bara daginn eftir og sá einhverja frétt á Vísi.“ Hann segist hrifinn af því að taka hversdagsleg dæmi fyrir og gera úr þeim brandara enda sé þannig hægt að fá sem flesta til að tengja við grínið. „Það eiga allir einhvern skrýtinn frænda og skrýtin ættmenni og tengja við það.“Hér að neðan má sjá viðtalið við Jakob.
Ísland í dag Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Elskar að bera klúta Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Sjá meira