Líkamsárásin á Shooters: Gengu fram af mikilli heift að mati dómara Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. febrúar 2019 15:22 Artur Pawel í dómsal. Við hlið hans situr Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi hans. Vísir/Vilhelm Artur Pawel Wisocki og David Kornacki, gengu fram af mikilli heift er réðust að tveimur dyravörðum fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í ágúst síðastliðnum að mati dómara í málinu. Á þetta ekki síst við um framgöngu Arturs en annar dyravarðanna lamaðist í árásinni. Þetta kemur fram í dómi héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í dag en Artur var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir sérlega hættulega líkamsárás. David hlaut sex mánaða dóm fyrir að hafa tekið þátt í annari líkamsárás á dyravörð ásamt Arturi og tveimur öðrum óþekktum mönnum. Í dóminum segir að meðal gagna séu upptökur úr öryggismyndavélum þar sem sjáist hvar Artur og David komi að skemmtistaðnum þar sem þeir ráðist umsvifalaust á dyraverðina tvo. Einnig megi sjá hvernig Artur nái dyraverðinum eftir að hann hafi hörfað inn á skemmtistaðinn. Á myndbandinu sjáist einnig hvernig Artur hrindi dyraverðinum sem í framhaldinu steypist fram fyrir sig og ofan í tröppur sem liggja að útidyrum staðarins. Fyrir dómi neitaði Artur að hafa hrint dyraverðinum en héraðsdómi þótti með myndbandsupptökunum sannað að hann hafi hrint dyraverðinum, líkt og hann var ákærður fyrir.Dyraverðir sýndu mikla samstöðu í kjölfar árásarinnar og komu meðal annars saman fyrir utan Shooters og lögðu hanska sína á tröppurnar fyrir framan næturklúbbinn.VísirSamkvæmt áverkavottorðum sem liggja fyrir og framburði lækna í dómsmálinu getur fall af þessu tagi orsakað þær líkamsmeiðingar sem dyravörðurinn varð fyrir en hlaut margþætt brot á fimmta hálshryggjarlið, mænuáverka og meðfylgjandi lömun fyrir neðan háls. „Þegar myndbönd af árás ákærðu og félaga þeirra á brotaþola eru skoðuð þá sést að ákærðu, ekki síst ákærði Artur, gengur fram af mikilli heift. Það er niðurstaða dómsins að ætlun ákærða hafi verið að skaða brotaþola og að honum hafi ekki getað dulist að afleiðingar af atlögu hans gætu orðið alvarlegar,“ segir í dómi héraðsdóms. Talið er að víst að dyravörðurinn muni þurfa aðstoð ævilangt en afar ólíklegt sé að hann nái nokkrum bata sem hafi áhrif á hans getu. Voru honum dæmdar sex milljónir í bætur vegna árásarinnar.Dóm Héraðsdóms má lesa hér. Dómsmál Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Fimm ára fangelsi fyrir líkamsárásina á Shooters Artur Pawel Visocki hefur verið dæmdur í fimm ára fanelsi fyrir að hafa ráðist á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í ágúst á síðasta ári. 20. febrúar 2019 11:45 „Heimskulegasta sem ég hef gert á ævinni“ Artur Pawel Wisocki, 29 ára karlmaður sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás fyrir utan næturklúbbinn Shooters aðfaranótt 26. ágúst síðastliðinn, segir að dyraverðir og starfsfólk á Shooters hafi komið illa fram við sig og aðra Pólverja á staðnum umrætt kvöld. 11. janúar 2019 10:17 Áttaði sig á alvarleika málsins þegar dyravörðurinn bað hann um að færa fæturna Yfirdyravörður á English Pub lýsti því við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur hvernig hann hefði séð að minnsta kosti fjóra hettuklædda menn hlaupa upp tröppurnar á Shooters og ráðast á dyraverði þar. 11. janúar 2019 14:21 „Geturðu hjálpað mér því ég er að deyja“ Dyravörður sem varð fyrir árás fjögurra manna fyrir utan Shooters aðfaranótt 26. ágúst segir það hafa verið mikið áfall að sjá kollega sinn liggjandi á gólfinu inni á staðnum eftir slagsmál við hóp manna sem hafði flestum verið vísað af staðnum um hálftíma fyrr. 11. janúar 2019 11:19 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Artur Pawel Wisocki og David Kornacki, gengu fram af mikilli heift er réðust að tveimur dyravörðum fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í ágúst síðastliðnum að mati dómara í málinu. Á þetta ekki síst við um framgöngu Arturs en annar dyravarðanna lamaðist í árásinni. Þetta kemur fram í dómi héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í dag en Artur var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir sérlega hættulega líkamsárás. David hlaut sex mánaða dóm fyrir að hafa tekið þátt í annari líkamsárás á dyravörð ásamt Arturi og tveimur öðrum óþekktum mönnum. Í dóminum segir að meðal gagna séu upptökur úr öryggismyndavélum þar sem sjáist hvar Artur og David komi að skemmtistaðnum þar sem þeir ráðist umsvifalaust á dyraverðina tvo. Einnig megi sjá hvernig Artur nái dyraverðinum eftir að hann hafi hörfað inn á skemmtistaðinn. Á myndbandinu sjáist einnig hvernig Artur hrindi dyraverðinum sem í framhaldinu steypist fram fyrir sig og ofan í tröppur sem liggja að útidyrum staðarins. Fyrir dómi neitaði Artur að hafa hrint dyraverðinum en héraðsdómi þótti með myndbandsupptökunum sannað að hann hafi hrint dyraverðinum, líkt og hann var ákærður fyrir.Dyraverðir sýndu mikla samstöðu í kjölfar árásarinnar og komu meðal annars saman fyrir utan Shooters og lögðu hanska sína á tröppurnar fyrir framan næturklúbbinn.VísirSamkvæmt áverkavottorðum sem liggja fyrir og framburði lækna í dómsmálinu getur fall af þessu tagi orsakað þær líkamsmeiðingar sem dyravörðurinn varð fyrir en hlaut margþætt brot á fimmta hálshryggjarlið, mænuáverka og meðfylgjandi lömun fyrir neðan háls. „Þegar myndbönd af árás ákærðu og félaga þeirra á brotaþola eru skoðuð þá sést að ákærðu, ekki síst ákærði Artur, gengur fram af mikilli heift. Það er niðurstaða dómsins að ætlun ákærða hafi verið að skaða brotaþola og að honum hafi ekki getað dulist að afleiðingar af atlögu hans gætu orðið alvarlegar,“ segir í dómi héraðsdóms. Talið er að víst að dyravörðurinn muni þurfa aðstoð ævilangt en afar ólíklegt sé að hann nái nokkrum bata sem hafi áhrif á hans getu. Voru honum dæmdar sex milljónir í bætur vegna árásarinnar.Dóm Héraðsdóms má lesa hér.
Dómsmál Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Fimm ára fangelsi fyrir líkamsárásina á Shooters Artur Pawel Visocki hefur verið dæmdur í fimm ára fanelsi fyrir að hafa ráðist á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í ágúst á síðasta ári. 20. febrúar 2019 11:45 „Heimskulegasta sem ég hef gert á ævinni“ Artur Pawel Wisocki, 29 ára karlmaður sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás fyrir utan næturklúbbinn Shooters aðfaranótt 26. ágúst síðastliðinn, segir að dyraverðir og starfsfólk á Shooters hafi komið illa fram við sig og aðra Pólverja á staðnum umrætt kvöld. 11. janúar 2019 10:17 Áttaði sig á alvarleika málsins þegar dyravörðurinn bað hann um að færa fæturna Yfirdyravörður á English Pub lýsti því við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur hvernig hann hefði séð að minnsta kosti fjóra hettuklædda menn hlaupa upp tröppurnar á Shooters og ráðast á dyraverði þar. 11. janúar 2019 14:21 „Geturðu hjálpað mér því ég er að deyja“ Dyravörður sem varð fyrir árás fjögurra manna fyrir utan Shooters aðfaranótt 26. ágúst segir það hafa verið mikið áfall að sjá kollega sinn liggjandi á gólfinu inni á staðnum eftir slagsmál við hóp manna sem hafði flestum verið vísað af staðnum um hálftíma fyrr. 11. janúar 2019 11:19 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Fimm ára fangelsi fyrir líkamsárásina á Shooters Artur Pawel Visocki hefur verið dæmdur í fimm ára fanelsi fyrir að hafa ráðist á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í ágúst á síðasta ári. 20. febrúar 2019 11:45
„Heimskulegasta sem ég hef gert á ævinni“ Artur Pawel Wisocki, 29 ára karlmaður sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás fyrir utan næturklúbbinn Shooters aðfaranótt 26. ágúst síðastliðinn, segir að dyraverðir og starfsfólk á Shooters hafi komið illa fram við sig og aðra Pólverja á staðnum umrætt kvöld. 11. janúar 2019 10:17
Áttaði sig á alvarleika málsins þegar dyravörðurinn bað hann um að færa fæturna Yfirdyravörður á English Pub lýsti því við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur hvernig hann hefði séð að minnsta kosti fjóra hettuklædda menn hlaupa upp tröppurnar á Shooters og ráðast á dyraverði þar. 11. janúar 2019 14:21
„Geturðu hjálpað mér því ég er að deyja“ Dyravörður sem varð fyrir árás fjögurra manna fyrir utan Shooters aðfaranótt 26. ágúst segir það hafa verið mikið áfall að sjá kollega sinn liggjandi á gólfinu inni á staðnum eftir slagsmál við hóp manna sem hafði flestum verið vísað af staðnum um hálftíma fyrr. 11. janúar 2019 11:19