Boða til verkfalls fyrir loftslagið: „Það er verið að gera okkur grikk“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 13:00 Elsa María Guðlaugs Drífudóttir er formaður LÍS. Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) og Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) boða til verkfalls fyrir loftslagið á Austurvelli næstkomandi föstudag klukkan 12. Fjöldi fólks hefur boðað komu sína á viðburðinn en Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður LÍS, segir í samtali við Vísi að hugmyndin að verkfallinu komi frá hinni 16 ára gömlu Gretu Thunberg frá Svíþjóð. „Hún hóf það að stunda skólaverkföll fyrir loftslagið í Svíþjóð. Hún vakti mjög mikla alþjóðlega athygli og fór til dæmis á loftslagsráðstefnuna í Póllandi. Hún hefur verið ötull talsmaður og er helsti frontur þessa verkfalla sem hafa svo borist frá Svíþjóð út um allan heim, meðal annars til Bretlands, Belgíu, Ástralíu og fleiri staða,“ segir Elsa. Hún segir stúdenta og nemendur fara í verkfall til þess að krefjast aukinna aðgerða til að koma megi fyrir frekari hlýnun jarðar og að hlýnuninni sé haldið innan 1,5 gráðu á heimsvísu.Stórkostlegt að sjá samstilltar aðgerðir á heimsvísu „Það er stórkostlegt að sjá svona samstilltar aðgerðir á heimsvísu og það var bara ekki spurning um það að Íslendingar þyrftu að taka þátt í þessari vitundarvakningu og þessum stórkostlegu aðgerðum og þessari samstöðu sem verður til við þetta,“ segir Elsa. Ríkisstjórnin hefur sett sér aðgerðaáætlun í loftslagsmálum þar sem kveðið er á um að stórauka fé til aðgerða í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Elsa bendir á að milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna reiknast til að verja þurfi um 2,5 prósentum af heimsframleiðslu á ári til ársins 2035 til að halda hlýnun innan 1,5 gráðu. „En eins og það lítur ekki út fyrir að það verði eytt nema 0,05 prósentum af þjóðarframleiðslu hér á landi sem er í skammarlegt,“ segir Elsa sem tekur þó fram að það sé jákvætt að fá fram aðgerðaáætlun stjórnvalda. „Í rauninni erum við glöð að sjá viðleitni frá ríkisstjórninni og þetta er jákvætt að fá svona aðgerðaáætlun og heyra að þau eru að vinna í þessu en í rauninni snýst verkfallið um að betur má ef duga skal. Framhaldsskólanemendur og stúdentar eru mjög stór hluti þeirra sem munu taka við það er verið að gera okkur grikk með því að bæta ekki í í dag. Við erum að taka þetta svolítið í okkar hendur með því að gera þetta.“ Elsa segir að allir séu velkomnir í verkfallið þó að þeir séu hvorki stúdentar né nemendur í framhaldsskóla þar sem loftslagsmál snerti vissulega alla.Nánari upplýsingar um verkfallið má nálgast hér. Loftslagsmál Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Sænsk stúlka sakaði þjóðarleiðtoga um að stela framtíð barna Greta Thunberg ávarpaði loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og sagði fulltrúum þar að þeir væru of hræddir við óvinsældir til að þora að grípa til róttækra aðgerða gegn loftslagsbreytingum. 14. desember 2018 10:10 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) og Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) boða til verkfalls fyrir loftslagið á Austurvelli næstkomandi föstudag klukkan 12. Fjöldi fólks hefur boðað komu sína á viðburðinn en Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður LÍS, segir í samtali við Vísi að hugmyndin að verkfallinu komi frá hinni 16 ára gömlu Gretu Thunberg frá Svíþjóð. „Hún hóf það að stunda skólaverkföll fyrir loftslagið í Svíþjóð. Hún vakti mjög mikla alþjóðlega athygli og fór til dæmis á loftslagsráðstefnuna í Póllandi. Hún hefur verið ötull talsmaður og er helsti frontur þessa verkfalla sem hafa svo borist frá Svíþjóð út um allan heim, meðal annars til Bretlands, Belgíu, Ástralíu og fleiri staða,“ segir Elsa. Hún segir stúdenta og nemendur fara í verkfall til þess að krefjast aukinna aðgerða til að koma megi fyrir frekari hlýnun jarðar og að hlýnuninni sé haldið innan 1,5 gráðu á heimsvísu.Stórkostlegt að sjá samstilltar aðgerðir á heimsvísu „Það er stórkostlegt að sjá svona samstilltar aðgerðir á heimsvísu og það var bara ekki spurning um það að Íslendingar þyrftu að taka þátt í þessari vitundarvakningu og þessum stórkostlegu aðgerðum og þessari samstöðu sem verður til við þetta,“ segir Elsa. Ríkisstjórnin hefur sett sér aðgerðaáætlun í loftslagsmálum þar sem kveðið er á um að stórauka fé til aðgerða í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Elsa bendir á að milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna reiknast til að verja þurfi um 2,5 prósentum af heimsframleiðslu á ári til ársins 2035 til að halda hlýnun innan 1,5 gráðu. „En eins og það lítur ekki út fyrir að það verði eytt nema 0,05 prósentum af þjóðarframleiðslu hér á landi sem er í skammarlegt,“ segir Elsa sem tekur þó fram að það sé jákvætt að fá fram aðgerðaáætlun stjórnvalda. „Í rauninni erum við glöð að sjá viðleitni frá ríkisstjórninni og þetta er jákvætt að fá svona aðgerðaáætlun og heyra að þau eru að vinna í þessu en í rauninni snýst verkfallið um að betur má ef duga skal. Framhaldsskólanemendur og stúdentar eru mjög stór hluti þeirra sem munu taka við það er verið að gera okkur grikk með því að bæta ekki í í dag. Við erum að taka þetta svolítið í okkar hendur með því að gera þetta.“ Elsa segir að allir séu velkomnir í verkfallið þó að þeir séu hvorki stúdentar né nemendur í framhaldsskóla þar sem loftslagsmál snerti vissulega alla.Nánari upplýsingar um verkfallið má nálgast hér.
Loftslagsmál Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Sænsk stúlka sakaði þjóðarleiðtoga um að stela framtíð barna Greta Thunberg ávarpaði loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og sagði fulltrúum þar að þeir væru of hræddir við óvinsældir til að þora að grípa til róttækra aðgerða gegn loftslagsbreytingum. 14. desember 2018 10:10 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Sænsk stúlka sakaði þjóðarleiðtoga um að stela framtíð barna Greta Thunberg ávarpaði loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og sagði fulltrúum þar að þeir væru of hræddir við óvinsældir til að þora að grípa til róttækra aðgerða gegn loftslagsbreytingum. 14. desember 2018 10:10