#Metoo málað á styttu af kossinum sögufræga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. febrúar 2019 11:14 Styttan er staðsett í Sarasota í Flórída-ríki Bandaríkjanna. Mynd/Lögreglan í Sarasota Aðeins degi efir að Bandaríkjamaðurinn George Mendonsa lést voru unnin skemmdarverk á styttu af honum og Gretu Zimmer Friedman. Styttan endurskapaði eina sögufrægustu ljósmynd allra tíma. #Metoo var málað með rauðu á styttuna. Mendonsa lést á mánudaginn, 95 ára að aldri, en hann birtist á einni frægustu ljósmynd sögunnar frá árinu 1945 þar sem sést til hans smella rembingskossi á Friedman á Times-torgi í New York eftir að fréttir bárust af uppgjöf Japana í síðari heimsstyrjöldinni. Myndin hefur alla jafna þótt vera merki um þá miklu gleði sem braust út eftir að í ljós kom að seinni heimstyrjöldin væri á enda en tugir þúsunda komu saman á Times-torgi til að fagna tíðindunum þann 14. ágúst 1945.Ljósmyndin sögufræga.GettyÁ undanförnum árum hafa þó ýmsir bent á að á myndinni megi sjá skýrt dæmi um kynferðislegt ofbeldi þar sem Mendoza hafi ekki haft leyfi til að kyssa hana.Í viðtali árið 2005 sagði Friedman frá því að Mendonsa hafi gripið hana og að það hafi ekki verið hennar val að verða kysst á þessu augnabliki. Kossinn hafi þó verið einhvers konar gleðiathöfn. Þá hefur sonur hennar sagt að Friedman hafi aldrei litið á kossinn í neikvæðu ljósi.Ætla má að þeir sem frömdu skemmdarverkin hafi með því að mála #Metoo á styttuna, sem staðsett er í Sarasota í Flórída-ríki, ætlað sér að beina athyglinni að kynferðislegri áreitni og ofbeldi. Myllumerkið hefur verið notað frá árinu 2017 þegar fjölmargar konur, íslenskar og erlendar, stigu fram og sögðu frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í gegnum tíðina. Bandaríkin MeToo Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Maðurinn á kossamyndinni frægu frá 1945 er látinn Bandaríkjamaðurinn George Mendonsa er látinn, 95 ára að aldri. 18. febrúar 2019 23:55 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Aðeins degi efir að Bandaríkjamaðurinn George Mendonsa lést voru unnin skemmdarverk á styttu af honum og Gretu Zimmer Friedman. Styttan endurskapaði eina sögufrægustu ljósmynd allra tíma. #Metoo var málað með rauðu á styttuna. Mendonsa lést á mánudaginn, 95 ára að aldri, en hann birtist á einni frægustu ljósmynd sögunnar frá árinu 1945 þar sem sést til hans smella rembingskossi á Friedman á Times-torgi í New York eftir að fréttir bárust af uppgjöf Japana í síðari heimsstyrjöldinni. Myndin hefur alla jafna þótt vera merki um þá miklu gleði sem braust út eftir að í ljós kom að seinni heimstyrjöldin væri á enda en tugir þúsunda komu saman á Times-torgi til að fagna tíðindunum þann 14. ágúst 1945.Ljósmyndin sögufræga.GettyÁ undanförnum árum hafa þó ýmsir bent á að á myndinni megi sjá skýrt dæmi um kynferðislegt ofbeldi þar sem Mendoza hafi ekki haft leyfi til að kyssa hana.Í viðtali árið 2005 sagði Friedman frá því að Mendonsa hafi gripið hana og að það hafi ekki verið hennar val að verða kysst á þessu augnabliki. Kossinn hafi þó verið einhvers konar gleðiathöfn. Þá hefur sonur hennar sagt að Friedman hafi aldrei litið á kossinn í neikvæðu ljósi.Ætla má að þeir sem frömdu skemmdarverkin hafi með því að mála #Metoo á styttuna, sem staðsett er í Sarasota í Flórída-ríki, ætlað sér að beina athyglinni að kynferðislegri áreitni og ofbeldi. Myllumerkið hefur verið notað frá árinu 2017 þegar fjölmargar konur, íslenskar og erlendar, stigu fram og sögðu frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í gegnum tíðina.
Bandaríkin MeToo Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Maðurinn á kossamyndinni frægu frá 1945 er látinn Bandaríkjamaðurinn George Mendonsa er látinn, 95 ára að aldri. 18. febrúar 2019 23:55 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Maðurinn á kossamyndinni frægu frá 1945 er látinn Bandaríkjamaðurinn George Mendonsa er látinn, 95 ára að aldri. 18. febrúar 2019 23:55
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent