Af unglingalandsmóti á stóra sviðið í Eyjum Björk Eiðsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 07:00 Guðrún Ýr fór á Þjóðhátíð í fyrsta sinn í fyrra og segist vonast eftir betra veðri í ár. FBL/Stefán Guðrún Ýr Eyfjörð upplifði sína fyrstu Þjóðhátíð í fyrra og segist full eftirvæntingar fyrir komandi verslunarmannahelgi en jafnframt vonast til að fá betra veður en síðast. „Ég fór í fyrsta skipti á Þjóðhátíð í fyrra, við vorum að spila á Bar 900 og fengum bilað veður. Fyrstu kynni mín af Þjóðhátíð voru því frekar blaut,“ segir Guðrún og hlær en hún og fleiri tónlistarmenn gistu í tjaldi í eina nótt. „Það var ansi kalt og blautt,“ viðurkennir Guðrún og býst við að gista í húsi nú í ár. „Það er virkilega spennandi að fá tækifæri til að koma fram á stóra sviðinu fyrir framan svona margt fólk.Keppti í fótbolta og frjálsum um verslunarmannahelgar Guðrún upplifði eins og fyrr segir sína fyrstu Þjóðhátíð á síðasta ári, þá sem skemmtikraftur. Fram að því segist Guðrún hafa stundað unglingalandsmótin um verslunarmannahelgina eða ferðast um landið með fjölskyldu sinni. „Á unglingsárunum var ég alltaf að keppa í fótbolta og frjálsum á Unglingalandsmótum um verslunarmannahelgina, svo hafa þetta aðallega verið ferðalög með fjölskyldunni eða Innipúkinn í bænum. Þjóðhátíð í fyrra var í raun í fyrsta sinn sem ég upplifði alvöru skrall um þessa helgi. Það var mjög mikil upplifun fyrir mig og verður örugglega bara skemmtilegra núna.“ Tilnefnd til Nordic Music Prize Plata GDRN, Hvað ef, er tilnefnd til Nordic Music Prize sem plata ársins en verðlaunin verða afhent í Ósló undir lok mánaðar. Tvær plötur íslensks tónlistarfólks eru tilnefndar en plata tónlistarkonunnar GYDA, Gyðu Valtýsdóttur, Evolution, hlaut einnig tilnefningu. Íslenska tónlistarfólkið keppir við ekki minni nöfn en Robyn og Jenny Wilson frá Svíþjóð, auk tónlistarfólks frá hinum Norðurlöndunum. „Það var eiginlega smá sjokk að frétta af þessari tilnefningu og auðvitað mikill heiður. Ég fer með flugi út á afhendinguna en ég var aðeins að gúgla hátíðina og sé að þetta er alveg „smóking fínt“,“ segir Guðrún. Þó hún sé ekki búin að ákveða hverju hún klæðist á stóra kvöldinu segir hún það „allt í vinnslu“. Forsala á Þjóðhátíð hefst í dag, miðvikudag, en fyrstu nöfnin sem tilkynnt er að komi fram á hátíðinni eru auk GDRN Herra Hnetusmjör, tónlistarmaðurinn Huginn og raftónlistartvíeykið ClubDub. Fleiri tónlistarmenn verða tilkynntir á næstu vikum en aðstandendur lofa stærstu Þjóðhátíð til þessa. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fleiri fréttir „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur heiðar hlaut gullverðlaun Konunglega fílharmóníufélagsins Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Sjá meira
Guðrún Ýr Eyfjörð upplifði sína fyrstu Þjóðhátíð í fyrra og segist full eftirvæntingar fyrir komandi verslunarmannahelgi en jafnframt vonast til að fá betra veður en síðast. „Ég fór í fyrsta skipti á Þjóðhátíð í fyrra, við vorum að spila á Bar 900 og fengum bilað veður. Fyrstu kynni mín af Þjóðhátíð voru því frekar blaut,“ segir Guðrún og hlær en hún og fleiri tónlistarmenn gistu í tjaldi í eina nótt. „Það var ansi kalt og blautt,“ viðurkennir Guðrún og býst við að gista í húsi nú í ár. „Það er virkilega spennandi að fá tækifæri til að koma fram á stóra sviðinu fyrir framan svona margt fólk.Keppti í fótbolta og frjálsum um verslunarmannahelgar Guðrún upplifði eins og fyrr segir sína fyrstu Þjóðhátíð á síðasta ári, þá sem skemmtikraftur. Fram að því segist Guðrún hafa stundað unglingalandsmótin um verslunarmannahelgina eða ferðast um landið með fjölskyldu sinni. „Á unglingsárunum var ég alltaf að keppa í fótbolta og frjálsum á Unglingalandsmótum um verslunarmannahelgina, svo hafa þetta aðallega verið ferðalög með fjölskyldunni eða Innipúkinn í bænum. Þjóðhátíð í fyrra var í raun í fyrsta sinn sem ég upplifði alvöru skrall um þessa helgi. Það var mjög mikil upplifun fyrir mig og verður örugglega bara skemmtilegra núna.“ Tilnefnd til Nordic Music Prize Plata GDRN, Hvað ef, er tilnefnd til Nordic Music Prize sem plata ársins en verðlaunin verða afhent í Ósló undir lok mánaðar. Tvær plötur íslensks tónlistarfólks eru tilnefndar en plata tónlistarkonunnar GYDA, Gyðu Valtýsdóttur, Evolution, hlaut einnig tilnefningu. Íslenska tónlistarfólkið keppir við ekki minni nöfn en Robyn og Jenny Wilson frá Svíþjóð, auk tónlistarfólks frá hinum Norðurlöndunum. „Það var eiginlega smá sjokk að frétta af þessari tilnefningu og auðvitað mikill heiður. Ég fer með flugi út á afhendinguna en ég var aðeins að gúgla hátíðina og sé að þetta er alveg „smóking fínt“,“ segir Guðrún. Þó hún sé ekki búin að ákveða hverju hún klæðist á stóra kvöldinu segir hún það „allt í vinnslu“. Forsala á Þjóðhátíð hefst í dag, miðvikudag, en fyrstu nöfnin sem tilkynnt er að komi fram á hátíðinni eru auk GDRN Herra Hnetusmjör, tónlistarmaðurinn Huginn og raftónlistartvíeykið ClubDub. Fleiri tónlistarmenn verða tilkynntir á næstu vikum en aðstandendur lofa stærstu Þjóðhátíð til þessa.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fleiri fréttir „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur heiðar hlaut gullverðlaun Konunglega fílharmóníufélagsins Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Sjá meira