Barnsmóðir Jóns Þrastar ræðir um hvarfið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. mars 2019 21:00 Jón Þröstur hvarf í Dyflinni fyrir mánuði síðan. Í dag er mánuður síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf um miðjan dag í Dyflinni á Írlandi. Í morgun stöðvaði írska lögreglan umferð við gatnamótin þar sem Jón sást síðast í þeim tilgangi að spyrja ökumenn hvort þeir hafi verið varir við ferðir hans. Barnsmóðir Jóns Þrastar segir dætur þeirra hræddar en vongóðar um að hann finnist. Jón Þröstur fór til Dyflinnar ásamt unnustu sinni fyrir mánuði síðan til að taka þátt í pókermóti og skoða kastala. Hann labbaði út af hótelinu um miðjan dag án síma, veskis og vegabréfs og hefur ekki sést síðan. Fjölskyldumeðlimir, vinir, lögreglan í Dyflinni, björgunarsveitir og almenningur hafa leitað hans síðan. Þá hefur málið vakið mikla athygli í Dyflinni þar sem fjölskyldan hefur verið dugleg að ræða við fjölmiðla. Barnsmóðir og mágkona Jóns Þrastar segja fjölmargar ábendingar hafa borist írsku lögreglunni vegna hvarfsins. Leitin hafi þó enn engan árangur borið. „Lögreglan er enn að fara í gegnum restina af ábendingunum. Við töluðum við þá í gær og þeir eru eiginlega búnir með ábendingarnar úr leitinni sjálfri. Ekkert af þessu hjálpar okkur. Þeir eru búnir að fara í gegnum myndavélar í einkaeigu og flestar þeirra ná ekki út á götuna, sem hann hverfur af, líkt og við héldum að þær mydnu gera,“ sagði Katrín Björk Birgisdóttir, mágkona Jóns Þrastar. Í dag vinnur írska lögreglan að því að stöðva umferð við gatnamótin þar sem Jón Þröstur sást síðast, í þeim tilgangi að spyrja ökumenn hvort þeir hafi verið varir við ferðir hans. Barnsmóðir Jóns segir hvarfið taka á börn þeirra sem fá nú andlegan stuðning hjá Rauða krossinum. „Þetta er bara búið að vera mjög erfitt fyrir þær. Þetta er búið að vera mikið á samfélagsmiðlum sem tók á fyrst. En þær eru mjög glaðar að vita að það sé einhver þarna úti að leita, en jú þetta tekur á,“ sagði Nína Hildur Oddsdóttir, barnsmóðir Jóns Þrastar. Þrátt fyrir litlar sem engar nothæfar vísbendingar verður leit haldið áfram þar til Jón Þröstur finnst. „Nei við gefumst ekki upp, það er alveg á hreinu. Hvort sem það verður stór leit eða lítil leit. Einn eða tíu úti þá erum við ekki að fara að hætta fyrr en við finnum hann því við erum ekki að fara að hvílast fyrr en við finnum hann,“ sagði Katrín Björk. Í kvöld fer fram pókermót til styrktar fjölskyldu Jóns Þrastar sem leitar að honum í Dyflinni. Hægt verður að styrkja fjölskylduna fram á mánudag.Reikninganúmer: 0152-05-050935Kennitala: 280985-3259 Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Mánuður síðan Jón Þröstur hvarf í Dublin Mánuður er liðinn frá hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar. Fjölskylda, sjálfboðaliðar og björgunarsveitir hafa leitað af sér allan grun á svæðinu þar sem hann sást síðast. Bróðir Jóns segir það velta á vísbendingum lögreglu hvenær leitinni verður haldið áfram. 9. mars 2019 08:30 Stöðva umferð þar sem Jón Þröstur sást síðast Í dag er mánuður frá hvarfi Jóns í Dublin. 9. mars 2019 13:19 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Fleiri fréttir Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Sjá meira
Í dag er mánuður síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf um miðjan dag í Dyflinni á Írlandi. Í morgun stöðvaði írska lögreglan umferð við gatnamótin þar sem Jón sást síðast í þeim tilgangi að spyrja ökumenn hvort þeir hafi verið varir við ferðir hans. Barnsmóðir Jóns Þrastar segir dætur þeirra hræddar en vongóðar um að hann finnist. Jón Þröstur fór til Dyflinnar ásamt unnustu sinni fyrir mánuði síðan til að taka þátt í pókermóti og skoða kastala. Hann labbaði út af hótelinu um miðjan dag án síma, veskis og vegabréfs og hefur ekki sést síðan. Fjölskyldumeðlimir, vinir, lögreglan í Dyflinni, björgunarsveitir og almenningur hafa leitað hans síðan. Þá hefur málið vakið mikla athygli í Dyflinni þar sem fjölskyldan hefur verið dugleg að ræða við fjölmiðla. Barnsmóðir og mágkona Jóns Þrastar segja fjölmargar ábendingar hafa borist írsku lögreglunni vegna hvarfsins. Leitin hafi þó enn engan árangur borið. „Lögreglan er enn að fara í gegnum restina af ábendingunum. Við töluðum við þá í gær og þeir eru eiginlega búnir með ábendingarnar úr leitinni sjálfri. Ekkert af þessu hjálpar okkur. Þeir eru búnir að fara í gegnum myndavélar í einkaeigu og flestar þeirra ná ekki út á götuna, sem hann hverfur af, líkt og við héldum að þær mydnu gera,“ sagði Katrín Björk Birgisdóttir, mágkona Jóns Þrastar. Í dag vinnur írska lögreglan að því að stöðva umferð við gatnamótin þar sem Jón Þröstur sást síðast, í þeim tilgangi að spyrja ökumenn hvort þeir hafi verið varir við ferðir hans. Barnsmóðir Jóns segir hvarfið taka á börn þeirra sem fá nú andlegan stuðning hjá Rauða krossinum. „Þetta er bara búið að vera mjög erfitt fyrir þær. Þetta er búið að vera mikið á samfélagsmiðlum sem tók á fyrst. En þær eru mjög glaðar að vita að það sé einhver þarna úti að leita, en jú þetta tekur á,“ sagði Nína Hildur Oddsdóttir, barnsmóðir Jóns Þrastar. Þrátt fyrir litlar sem engar nothæfar vísbendingar verður leit haldið áfram þar til Jón Þröstur finnst. „Nei við gefumst ekki upp, það er alveg á hreinu. Hvort sem það verður stór leit eða lítil leit. Einn eða tíu úti þá erum við ekki að fara að hætta fyrr en við finnum hann því við erum ekki að fara að hvílast fyrr en við finnum hann,“ sagði Katrín Björk. Í kvöld fer fram pókermót til styrktar fjölskyldu Jóns Þrastar sem leitar að honum í Dyflinni. Hægt verður að styrkja fjölskylduna fram á mánudag.Reikninganúmer: 0152-05-050935Kennitala: 280985-3259
Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Mánuður síðan Jón Þröstur hvarf í Dublin Mánuður er liðinn frá hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar. Fjölskylda, sjálfboðaliðar og björgunarsveitir hafa leitað af sér allan grun á svæðinu þar sem hann sást síðast. Bróðir Jóns segir það velta á vísbendingum lögreglu hvenær leitinni verður haldið áfram. 9. mars 2019 08:30 Stöðva umferð þar sem Jón Þröstur sást síðast Í dag er mánuður frá hvarfi Jóns í Dublin. 9. mars 2019 13:19 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Fleiri fréttir Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Sjá meira
Mánuður síðan Jón Þröstur hvarf í Dublin Mánuður er liðinn frá hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar. Fjölskylda, sjálfboðaliðar og björgunarsveitir hafa leitað af sér allan grun á svæðinu þar sem hann sást síðast. Bróðir Jóns segir það velta á vísbendingum lögreglu hvenær leitinni verður haldið áfram. 9. mars 2019 08:30
Stöðva umferð þar sem Jón Þröstur sást síðast Í dag er mánuður frá hvarfi Jóns í Dublin. 9. mars 2019 13:19