Fá bætur eftir að þau týndust í sjö tíma í vélsleðaferð á Langjökli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. mars 2019 22:00 Á annað hundrað manns tóku þátt í leit að hjónunum á Langjökli í janúar 2017. Kristinn Ólafsson Rekstrarfélag ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmt til að greiða áströlsku hjónunum Gain og David Wilson tæpar 700 þúsund krónur í skaða- og miskabætur. Hjónin höfðuðu mál gegn Mountaineers of Iceland eftir að þau týndust í sjö tíma vélsleðaferð á vegum fyrirtækisins í janúar 2017. Þau urðu viðskila við hóp sinn í ferðinni en enginn tók eftir því þegar það gerðist. Lagt hafði verið á jökulinn þrátt fyrir stormviðvörun. Leiðsögumennirnir töldu þó veðrið ekki vera því til fyrirstöðu að fara í ferðina. Eftir að lagt var af stað versnaði veðrið síðan til muna.Rakst í slökkvarann á sleðanum Gain og David voru aftast í hópnum á jöklinum en fyrir dómi lýsti hann því hvernig hanskar hans hefðu rekist í slökkvarann á sleðanum. Hann hefði reynt að kveikja á honum aftur en ekkert gerðist. Þá veifaði hann til eins af leiðsögumönnunum, sem voru alls fjórir, en hann hafi komið í áttina til þeirra, snúið við og hópurinn farið. Kvaðst David fyrir dómi ekki hafa trúað sínum eigin augum. Allt í einu voru þau ein á jöklinum.Aðstæður við leitina voru erfiðar, bæði vegna veðurs og myrkurs.Kristinn ÓlafssonÍskalt og hvítt allt í kring Atburðarásinni lýsti David síðan á þennan veg fyrir dómnum en hann er A og kona hans B í dómi héraðsdóms: „[A] sagði veðrið þarna hafa verið orðið hræðilegt. Það hafi verið ískalt, hvítt allt í kring og vindurinn orðið mikill. Þarna hafi klukkuna vantað stundarfjórðung í tvö og konan hans hafi byrjað að gráta. [A] kvaðst hafa sagt henni að hafa ekki áhyggjur þar sem leiðsögufólkið myndi koma. Síðan hafi tíminn liðið og þau beðið og konan hans bent á klukkuna sem hafi þá verið orðin þrjú. Þau hefðu þá teygt úr sér og hreinsað sleðann. Í skýrslu sinni sagði [A] að hjónin hefðu í kjölfarið fært vélsleðann um einn metra í senn þannig að þau myndu ekki verða föst. Síðan var klukkan orðin 16:30. Það var farið að dimma og þau orðin óttaslegin en þá voru tæplega þrjár klukkustundir liðnar frá því að þau urðu viðskila við hópinn. [A] sagði þau ekki hafa á þessum tíma vitað hvar þau væru. Þau hafi verið hrædd um að þau hefðu gleymst og að samferðafólk þeirra væri bara farið á jeppanum. [A] kvaðst hafa talið að þau myndu deyja ef þau gerðu ekki eitthvað. Hann hafi hugsað til þess að í Ástralíu þá sé leit hætt að ferðafólki eftir klukkan níu á kvöldin. Þá hafi þau kveikt á sleðanum og það hafi komið ljós og þau séð slóðina sem þau voru viss um að væri rétt leið. Þau hafi þá farið löturhægt áfram og fylgt slóðinni af mikilli nákvæmni en síðan týnt henni við slóðanum. Að sögn [A] grófu þau í kjölfarið holu í snjóinn þar sem þau bjuggust við að þurfa að hafast við þarna um nóttina. Kvaðst [A] hafa grafið í tvo tíma en holan hafi fyllst jafnóðum af snjó. Þau hafi síðan komið sér ofan í holuna og haldið utan um hvort annað, en það hafi verið kalt og linsur sem hann hafi verið með í augunum hafi frostið. Þau hefðu hreyft sig á 15 mínútna fresti og [A] hvatt [B] áfram sem hafi þarna verið orðin þreytt en þá hafi klukkan verið orðin 8:30 um kvöldið. Þá hafi það gerst að [B] hafi sagt við hann að hún héldi að hún sæi ljós. Fyrst hefði litið svo út að ljósið væri að fara í hina áttina en síðan hafi það komið að þeim og þau áttað sig á því að það væri verið að bjarga þeim.“Sögðu hjónin hafa gert leitina erfiðari því þau færðu sig úr stað Mountaineers of Iceland kröfðust sýknu af öllum kröfum hjónanna og byggðu meðal annars á því að þau hefðu fært sig úr stað á jöklinum þrátt fyrir reglur og leiðbeiningar um annað. Þetta hafi gert leit eftir GPS-hnitum erfiðari. Hjónin mótmæltu þessu og bentu á að þau hefðu haldið kyrru fyrir í klukkustund. Enginn kom hins vegar til þeirra og því hafi þau ákveðið að færa sleðann áfram öðru hvoru.Verulegt gáleysi starfsmanna fyrirtækisins Er það mat héraðsdóms að starfsmenn Mountaineers of Iceland hafi sýnt af sér gáleysi sem varðað geti skaðabótaábyrgð þegar haldið var í vélsleðaferðina á jökulinn. Segir svo í dómi héraðsdóms: „Við mat á gáleysi starfsmanna stefndu verður ekki dregin fjöður yfir það að stefndi hefur um árabil selt erlendum ferðamönnum skipulagðar ferðir um hálendi Íslands. Þá liggur einnig fyrir að starfsmenn stefnda sem fóru með stefnendum í þessa ferð höfðu áralanga reynslu af leiðsögn og handleiðslu ferðamanna í slíkum ferðum. Mátti þeim því vera fulljóst hvaða hætta stefnendum gat verið búin miðað við þær aðstæður sem uppi voru í málinu. Að mati dómsins var gáleysi þeirra að þessu leyti verulegt. Þá verður það ekki talið stefnendum til eigin sakar að þau hafi keyrt vélsleða sinn áfram þegar liðið var á þriðju klukkustund frá því að þau urðu viðskila við hópinn eins og þau hafa sjálf viðurkennt. Telja verður að í ljósi þess að þau voru í óvæntum og erfiðum aðstæðum, auk þess sem tekið var að rökkva, verði þau ekki látin gjalda þess að sjálfsbargarviðleitni þeirra hafi tekið völdin á þessum tímapunkti.“Dóminn í heild sinni má sjá hér. Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Stefna ferðaþjónustufyrirtæki eftir að hafa týnst í sjö tíma í vélsleðaferð á Langjökli Mountaineers of Iceland hafna bótaskyldu í málinu og fara fram á sýknu. 23. janúar 2019 22:40 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Rekstrarfélag ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmt til að greiða áströlsku hjónunum Gain og David Wilson tæpar 700 þúsund krónur í skaða- og miskabætur. Hjónin höfðuðu mál gegn Mountaineers of Iceland eftir að þau týndust í sjö tíma vélsleðaferð á vegum fyrirtækisins í janúar 2017. Þau urðu viðskila við hóp sinn í ferðinni en enginn tók eftir því þegar það gerðist. Lagt hafði verið á jökulinn þrátt fyrir stormviðvörun. Leiðsögumennirnir töldu þó veðrið ekki vera því til fyrirstöðu að fara í ferðina. Eftir að lagt var af stað versnaði veðrið síðan til muna.Rakst í slökkvarann á sleðanum Gain og David voru aftast í hópnum á jöklinum en fyrir dómi lýsti hann því hvernig hanskar hans hefðu rekist í slökkvarann á sleðanum. Hann hefði reynt að kveikja á honum aftur en ekkert gerðist. Þá veifaði hann til eins af leiðsögumönnunum, sem voru alls fjórir, en hann hafi komið í áttina til þeirra, snúið við og hópurinn farið. Kvaðst David fyrir dómi ekki hafa trúað sínum eigin augum. Allt í einu voru þau ein á jöklinum.Aðstæður við leitina voru erfiðar, bæði vegna veðurs og myrkurs.Kristinn ÓlafssonÍskalt og hvítt allt í kring Atburðarásinni lýsti David síðan á þennan veg fyrir dómnum en hann er A og kona hans B í dómi héraðsdóms: „[A] sagði veðrið þarna hafa verið orðið hræðilegt. Það hafi verið ískalt, hvítt allt í kring og vindurinn orðið mikill. Þarna hafi klukkuna vantað stundarfjórðung í tvö og konan hans hafi byrjað að gráta. [A] kvaðst hafa sagt henni að hafa ekki áhyggjur þar sem leiðsögufólkið myndi koma. Síðan hafi tíminn liðið og þau beðið og konan hans bent á klukkuna sem hafi þá verið orðin þrjú. Þau hefðu þá teygt úr sér og hreinsað sleðann. Í skýrslu sinni sagði [A] að hjónin hefðu í kjölfarið fært vélsleðann um einn metra í senn þannig að þau myndu ekki verða föst. Síðan var klukkan orðin 16:30. Það var farið að dimma og þau orðin óttaslegin en þá voru tæplega þrjár klukkustundir liðnar frá því að þau urðu viðskila við hópinn. [A] sagði þau ekki hafa á þessum tíma vitað hvar þau væru. Þau hafi verið hrædd um að þau hefðu gleymst og að samferðafólk þeirra væri bara farið á jeppanum. [A] kvaðst hafa talið að þau myndu deyja ef þau gerðu ekki eitthvað. Hann hafi hugsað til þess að í Ástralíu þá sé leit hætt að ferðafólki eftir klukkan níu á kvöldin. Þá hafi þau kveikt á sleðanum og það hafi komið ljós og þau séð slóðina sem þau voru viss um að væri rétt leið. Þau hafi þá farið löturhægt áfram og fylgt slóðinni af mikilli nákvæmni en síðan týnt henni við slóðanum. Að sögn [A] grófu þau í kjölfarið holu í snjóinn þar sem þau bjuggust við að þurfa að hafast við þarna um nóttina. Kvaðst [A] hafa grafið í tvo tíma en holan hafi fyllst jafnóðum af snjó. Þau hafi síðan komið sér ofan í holuna og haldið utan um hvort annað, en það hafi verið kalt og linsur sem hann hafi verið með í augunum hafi frostið. Þau hefðu hreyft sig á 15 mínútna fresti og [A] hvatt [B] áfram sem hafi þarna verið orðin þreytt en þá hafi klukkan verið orðin 8:30 um kvöldið. Þá hafi það gerst að [B] hafi sagt við hann að hún héldi að hún sæi ljós. Fyrst hefði litið svo út að ljósið væri að fara í hina áttina en síðan hafi það komið að þeim og þau áttað sig á því að það væri verið að bjarga þeim.“Sögðu hjónin hafa gert leitina erfiðari því þau færðu sig úr stað Mountaineers of Iceland kröfðust sýknu af öllum kröfum hjónanna og byggðu meðal annars á því að þau hefðu fært sig úr stað á jöklinum þrátt fyrir reglur og leiðbeiningar um annað. Þetta hafi gert leit eftir GPS-hnitum erfiðari. Hjónin mótmæltu þessu og bentu á að þau hefðu haldið kyrru fyrir í klukkustund. Enginn kom hins vegar til þeirra og því hafi þau ákveðið að færa sleðann áfram öðru hvoru.Verulegt gáleysi starfsmanna fyrirtækisins Er það mat héraðsdóms að starfsmenn Mountaineers of Iceland hafi sýnt af sér gáleysi sem varðað geti skaðabótaábyrgð þegar haldið var í vélsleðaferðina á jökulinn. Segir svo í dómi héraðsdóms: „Við mat á gáleysi starfsmanna stefndu verður ekki dregin fjöður yfir það að stefndi hefur um árabil selt erlendum ferðamönnum skipulagðar ferðir um hálendi Íslands. Þá liggur einnig fyrir að starfsmenn stefnda sem fóru með stefnendum í þessa ferð höfðu áralanga reynslu af leiðsögn og handleiðslu ferðamanna í slíkum ferðum. Mátti þeim því vera fulljóst hvaða hætta stefnendum gat verið búin miðað við þær aðstæður sem uppi voru í málinu. Að mati dómsins var gáleysi þeirra að þessu leyti verulegt. Þá verður það ekki talið stefnendum til eigin sakar að þau hafi keyrt vélsleða sinn áfram þegar liðið var á þriðju klukkustund frá því að þau urðu viðskila við hópinn eins og þau hafa sjálf viðurkennt. Telja verður að í ljósi þess að þau voru í óvæntum og erfiðum aðstæðum, auk þess sem tekið var að rökkva, verði þau ekki látin gjalda þess að sjálfsbargarviðleitni þeirra hafi tekið völdin á þessum tímapunkti.“Dóminn í heild sinni má sjá hér.
Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Stefna ferðaþjónustufyrirtæki eftir að hafa týnst í sjö tíma í vélsleðaferð á Langjökli Mountaineers of Iceland hafna bótaskyldu í málinu og fara fram á sýknu. 23. janúar 2019 22:40 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Stefna ferðaþjónustufyrirtæki eftir að hafa týnst í sjö tíma í vélsleðaferð á Langjökli Mountaineers of Iceland hafna bótaskyldu í málinu og fara fram á sýknu. 23. janúar 2019 22:40