Sjáðu beinu CrossFit útsendinguna frá Perlunni í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2019 12:00 Annie Mist Þórisdóttir og Evert Víglundsson í Perlunni í nótt. Skjámynd/Fésbókin Það var mikið um að vera í Perlunni í nótt þegar CrossFit samtökin voru með beina útsendingu frá kynningu á þriðju æfingunni í CrossFit Games Open. Fyrir þá sem misstu af fjörinu þá er hægt að horfa aftur á þessa fróðlegu útsendingu. Stórt alþjóðlegt mót í CrossFit fer fram í Reykjavík í byrjun maí og í tengslum við það var þriðja æfingin í CrossFit Games Open hluta heimsleikanna gerð opinber í Perlunni í nótt. Tvær af fimm æfingum hafa verið kynntar og framkvæmdar og sem stendur er Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir efst, Annie Mist Þórisdóttir í sjötta sæti og Katrín Tanja Davíðsdóttir í fjórtánda sæti í kvennaflokki. Ísland er eitt af risunum í CrossFit heiminum eftir frábæra frammistöðu íslensku keppendanna á síðustu árum. Einkum eru það CrossFit dæturnar sem hafa aukið hróður landsins með því að vinna heimsleikana fjórum sinnum, Annie Mist Þórisdóttir tvisvar og Katrín Tanja Davíðsdóttir tvisvar. Á síðasta ári var líka ein af æfingunum það árið opinberuð á Íslandi og var það í fyrsta skipti sem það var gert. Þá kepptu dæturnar þrjár, Katrín Tanja, Annie Mist og Ragnheiður Sara, sín á milli í húsakynnum CrossFit Reykjavík og horfðu 3,2 milljónir manna á beina útsendingu á netinu. Að þessu sinni var komið að þeim Björgvini Karli Guðmundssyni og Frederik Aegidius að reyna sig við æfinguna á snúningsgólfinu á efstu hæð í Perlunni. Það var mjög vel mætt á viðburðinn og fullt hús í Perlunni þrátt fyrir að hann færi fram klukkan eitt eftir miðnætti. Ástæðan fyrir tímasetningunni var að þetta var allt sent út í beinni til Bandaríkjanna. Íslenska CrossFit drottningin Annie Mist Þórisdóttir var í aðalhlutverki í útsendingunni og byrjaði hana á að bjóða upp á skemmtilega landkynningu þar sem jökklarnir og eldfjöllin á Íslandi fengu flotta kynningu. Annie Mist viðurkenndi þó að geta ekki svarað algengustu spurningunni sem hún fær erlendis því hún hafi ekki hugmynd um hvað sé í vatninu á Íslandi. Annie Mist Þórisdóttir kynnti síðan æfinguna ásamt Evert Víglundssyni sem er yfirþjálfari hjá CrossFit Reykjavík. Annie Mist og Evert sendu svo boltann yfir á Björgvin Karl Guðmundsson og Frederik Aegidius sem reyndu við æfinguna. Það var reyndar mikið hlegið í Perlunni þegar Annie Mist leiðrétti Evert um að Frederik Aegidius væri bara kærasti hennar en ekki unnusti. Björgvin Karl Guðmundsson hefur verið að ná frábærum árangri í CrossFit og hann kláraði æfinguna á undan Frederik Aegidius. Hér fyrir neðan má sjá útsendinguna frá Perlunni í nótt. CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Það var mikið um að vera í Perlunni í nótt þegar CrossFit samtökin voru með beina útsendingu frá kynningu á þriðju æfingunni í CrossFit Games Open. Fyrir þá sem misstu af fjörinu þá er hægt að horfa aftur á þessa fróðlegu útsendingu. Stórt alþjóðlegt mót í CrossFit fer fram í Reykjavík í byrjun maí og í tengslum við það var þriðja æfingin í CrossFit Games Open hluta heimsleikanna gerð opinber í Perlunni í nótt. Tvær af fimm æfingum hafa verið kynntar og framkvæmdar og sem stendur er Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir efst, Annie Mist Þórisdóttir í sjötta sæti og Katrín Tanja Davíðsdóttir í fjórtánda sæti í kvennaflokki. Ísland er eitt af risunum í CrossFit heiminum eftir frábæra frammistöðu íslensku keppendanna á síðustu árum. Einkum eru það CrossFit dæturnar sem hafa aukið hróður landsins með því að vinna heimsleikana fjórum sinnum, Annie Mist Þórisdóttir tvisvar og Katrín Tanja Davíðsdóttir tvisvar. Á síðasta ári var líka ein af æfingunum það árið opinberuð á Íslandi og var það í fyrsta skipti sem það var gert. Þá kepptu dæturnar þrjár, Katrín Tanja, Annie Mist og Ragnheiður Sara, sín á milli í húsakynnum CrossFit Reykjavík og horfðu 3,2 milljónir manna á beina útsendingu á netinu. Að þessu sinni var komið að þeim Björgvini Karli Guðmundssyni og Frederik Aegidius að reyna sig við æfinguna á snúningsgólfinu á efstu hæð í Perlunni. Það var mjög vel mætt á viðburðinn og fullt hús í Perlunni þrátt fyrir að hann færi fram klukkan eitt eftir miðnætti. Ástæðan fyrir tímasetningunni var að þetta var allt sent út í beinni til Bandaríkjanna. Íslenska CrossFit drottningin Annie Mist Þórisdóttir var í aðalhlutverki í útsendingunni og byrjaði hana á að bjóða upp á skemmtilega landkynningu þar sem jökklarnir og eldfjöllin á Íslandi fengu flotta kynningu. Annie Mist viðurkenndi þó að geta ekki svarað algengustu spurningunni sem hún fær erlendis því hún hafi ekki hugmynd um hvað sé í vatninu á Íslandi. Annie Mist Þórisdóttir kynnti síðan æfinguna ásamt Evert Víglundssyni sem er yfirþjálfari hjá CrossFit Reykjavík. Annie Mist og Evert sendu svo boltann yfir á Björgvin Karl Guðmundsson og Frederik Aegidius sem reyndu við æfinguna. Það var reyndar mikið hlegið í Perlunni þegar Annie Mist leiðrétti Evert um að Frederik Aegidius væri bara kærasti hennar en ekki unnusti. Björgvin Karl Guðmundsson hefur verið að ná frábærum árangri í CrossFit og hann kláraði æfinguna á undan Frederik Aegidius. Hér fyrir neðan má sjá útsendinguna frá Perlunni í nótt.
CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira