Ætlar einn í hringferð Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 8. mars 2019 07:30 Utanríkisráðherra var glaðbeittur á fundi sínum með Mike Pompeo í Hörpu þótt hans væri sárt saknað annars staðar á meðan. Fréttablaðið/Eyþór „Ég er búinn að halda fundi frá því ég byrjaði í pólitík, hef alltaf ferðast um landið með fundi. Það er ekkert nýtt,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sem undirbýr nú fundi um utanríkismál víða um land. Heimildir Fréttablaðsins herma að fyrirhuguð ferðalög ráðherrans valdi nokkrum heilabrotum í flokksforystunni enda hefur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins verið á ferð og flugi að undanförnu. Ráðherra hafi ítrekað þurft að boða forföll á viðburði í fundaherferð þingflokksins en hafi gjarnan verið að funda með Sjálfstæðismönnum annars staðar á sama tíma. Þá hafi hann lítið sést í rútuferð þingflokksins en undirbúi nú eigin hringferð. Guðlaugur segist hafa farið í allar ferðir á vegum þingflokksins sem hann hafi komið við. Hins vegar sé mikið leitað eftir því að hann hitti flokksfélaga víða um land og slíkir fundir gjarnan undirbúnir með löngum fyrirvara og hafi jafnvel verið auglýstir og erfiðleikum bundið að bakka út þótt árekstrar komi upp. „Ég get því miður ekki verið á tveimur stöðum í einu, þótt ég leggi mig allan fram. Það eru bara tuttugu og fjórir tímar í mínum sólarhring eins og annarra,“ segir Guðlaugur. Hann segir einnig góðar skýringar á því hve lítið hann gat verið í rútuferð þingflokksins í kjördæmavikunni. Hann hafi bæði þurft til læknis í Reykjavík og svo átti hann fund með utanríkisráðherra Bandaríkjanna. „Ég tók fund með Mike Pompeo reyndar fram yfir þingflokkinn. Ég veit ekki hvort mönnum hefur þótt það misráðin forgangsröðun,“ segir Guðlaugur. „Við bindum ekkert alla í hópnum en hann er búinn að vera með okkur í stórum hluta prógrammsins. Það eru einhver frávik hjá honum og einhver hjá öðrum eins og gengur,“ segir Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, aðspurður um mætingu Guðlaugs. Hann segir að prógrammið hafi verið nokkuð stíft enda um 55 viðkomustaði að ræða á nokkurra vikna tímabili. Aðspurður um fyrirhugaða ferð sína um landið segir Guðlaugur að mikið hafi verið að gerast á vettvangi utanríkismála sem hann vilji ræða við flokksfélaga víða um land og auðvitað landsmenn alla. Allt frá málefnum EES-samningsins, norðurslóðum, NATO og þróunarmálum til skipulagsbreytinga í utanríkisþjónustunni. Þá þurfi að kynna breytingar sem orðið hafi á Íslandsstofu. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Utanríkismál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Ég er búinn að halda fundi frá því ég byrjaði í pólitík, hef alltaf ferðast um landið með fundi. Það er ekkert nýtt,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sem undirbýr nú fundi um utanríkismál víða um land. Heimildir Fréttablaðsins herma að fyrirhuguð ferðalög ráðherrans valdi nokkrum heilabrotum í flokksforystunni enda hefur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins verið á ferð og flugi að undanförnu. Ráðherra hafi ítrekað þurft að boða forföll á viðburði í fundaherferð þingflokksins en hafi gjarnan verið að funda með Sjálfstæðismönnum annars staðar á sama tíma. Þá hafi hann lítið sést í rútuferð þingflokksins en undirbúi nú eigin hringferð. Guðlaugur segist hafa farið í allar ferðir á vegum þingflokksins sem hann hafi komið við. Hins vegar sé mikið leitað eftir því að hann hitti flokksfélaga víða um land og slíkir fundir gjarnan undirbúnir með löngum fyrirvara og hafi jafnvel verið auglýstir og erfiðleikum bundið að bakka út þótt árekstrar komi upp. „Ég get því miður ekki verið á tveimur stöðum í einu, þótt ég leggi mig allan fram. Það eru bara tuttugu og fjórir tímar í mínum sólarhring eins og annarra,“ segir Guðlaugur. Hann segir einnig góðar skýringar á því hve lítið hann gat verið í rútuferð þingflokksins í kjördæmavikunni. Hann hafi bæði þurft til læknis í Reykjavík og svo átti hann fund með utanríkisráðherra Bandaríkjanna. „Ég tók fund með Mike Pompeo reyndar fram yfir þingflokkinn. Ég veit ekki hvort mönnum hefur þótt það misráðin forgangsröðun,“ segir Guðlaugur. „Við bindum ekkert alla í hópnum en hann er búinn að vera með okkur í stórum hluta prógrammsins. Það eru einhver frávik hjá honum og einhver hjá öðrum eins og gengur,“ segir Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, aðspurður um mætingu Guðlaugs. Hann segir að prógrammið hafi verið nokkuð stíft enda um 55 viðkomustaði að ræða á nokkurra vikna tímabili. Aðspurður um fyrirhugaða ferð sína um landið segir Guðlaugur að mikið hafi verið að gerast á vettvangi utanríkismála sem hann vilji ræða við flokksfélaga víða um land og auðvitað landsmenn alla. Allt frá málefnum EES-samningsins, norðurslóðum, NATO og þróunarmálum til skipulagsbreytinga í utanríkisþjónustunni. Þá þurfi að kynna breytingar sem orðið hafi á Íslandsstofu.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Utanríkismál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira