Móðir Jóns Þrastar biðlar til Íra Baldur Guðmundsson skrifar 8. mars 2019 06:00 Hanna Björk segir að hún ætli ekki frá Írlandi án Jóns. Mynd/Virgin Media „Ekki hræðast það að stíga fram. Þið sem getið gefið okkur vísbendingar, hafið talað við hann eða hitt hann – eða vitið hvar er hann er niður kominn – ekki vera hrædd. Það er aldrei of seint. Írar eru indælt fólk. Ég bið ykkur, sem móðir.“ Þetta eru skilaboð Hönnu Bjarkar Þrastardóttur til Íra, í sjónvarpsviðtali hjá fjölmiðlinum Virgin Media. Þar ræðir hún um hvarf sonar síns, Jóns Þrastar Jónssonar, sem ekkert hefur spurst til í tæpan mánuð. Hann var í Dublin á Írlandi þegar hann hvarf. Upptökur á myndbandsupptökuvélum 7. febrúar eru það síðasta sem spurst hefur til hans. Ítarleg leit hefur engan árangur borið. Hanna segir í myndbandinu að hún hafi fengið taugaáfall þegar hún heyrði að hann væri týndur – og hefði varla trúað því. „Það gat ekki verið satt. Þetta var svo ólíkt honum – þetta bara gat ekki verið,“ segir hún um fyrstu viðbrögðin. Hanna segir að þetta sé það erfiðasta sem hún hafi tekist á við í lífi sínu. „Mér dettur ekkert verra í hug en að vita ekki hvar barnið mitt er,“ segir hún. Jón Þröstur var ekki með síma sinn eða vegabréf þegar hann gekk út af hótelinu sem hann dvaldi á með eiginkonu sinni. Í viðtalinu kemur hins vegar fram að hann hafi verið með greiðslukortin og jafnvel seðlabúnt. Hún segist í viðtalinu ekki útiloka að eitthvað slæmt hafi komið fyrir og kveðst ekki ætla frá Írlandi án sonar síns og biðlar til Íra að færa fjölskyldunni vísbendingar. Birtist í Fréttablaðinu Írland Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Tengdar fréttir Hvarf Jóns Þrastar undarlegt en ekki grunur um glæpsamlegt athæfi Michael Mulligan, yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar, segir írsku lögreglunni hafa borist margar ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar sem sást síðast í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 7. mars 2019 23:30 Vongóð um að írska björgunarsveitin hefji leit að Jóni Þresti Jónssyni Rúmar þrjár vikur eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf í Dublin. Fjölmargar ábendingar hafa borist frá almenning eftir mikla fjölmiðlaumfjöllun á Írlandi síðustu helgi að sögn bróður Jóns. Nokkrir segjast hafa séð Jón Þröst dagana eftir hvarf hans. Bróðir hans er vongóður um að írsku björgunarsveitirnar hefji leit að honum. 3. mars 2019 12:00 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
„Ekki hræðast það að stíga fram. Þið sem getið gefið okkur vísbendingar, hafið talað við hann eða hitt hann – eða vitið hvar er hann er niður kominn – ekki vera hrædd. Það er aldrei of seint. Írar eru indælt fólk. Ég bið ykkur, sem móðir.“ Þetta eru skilaboð Hönnu Bjarkar Þrastardóttur til Íra, í sjónvarpsviðtali hjá fjölmiðlinum Virgin Media. Þar ræðir hún um hvarf sonar síns, Jóns Þrastar Jónssonar, sem ekkert hefur spurst til í tæpan mánuð. Hann var í Dublin á Írlandi þegar hann hvarf. Upptökur á myndbandsupptökuvélum 7. febrúar eru það síðasta sem spurst hefur til hans. Ítarleg leit hefur engan árangur borið. Hanna segir í myndbandinu að hún hafi fengið taugaáfall þegar hún heyrði að hann væri týndur – og hefði varla trúað því. „Það gat ekki verið satt. Þetta var svo ólíkt honum – þetta bara gat ekki verið,“ segir hún um fyrstu viðbrögðin. Hanna segir að þetta sé það erfiðasta sem hún hafi tekist á við í lífi sínu. „Mér dettur ekkert verra í hug en að vita ekki hvar barnið mitt er,“ segir hún. Jón Þröstur var ekki með síma sinn eða vegabréf þegar hann gekk út af hótelinu sem hann dvaldi á með eiginkonu sinni. Í viðtalinu kemur hins vegar fram að hann hafi verið með greiðslukortin og jafnvel seðlabúnt. Hún segist í viðtalinu ekki útiloka að eitthvað slæmt hafi komið fyrir og kveðst ekki ætla frá Írlandi án sonar síns og biðlar til Íra að færa fjölskyldunni vísbendingar.
Birtist í Fréttablaðinu Írland Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Tengdar fréttir Hvarf Jóns Þrastar undarlegt en ekki grunur um glæpsamlegt athæfi Michael Mulligan, yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar, segir írsku lögreglunni hafa borist margar ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar sem sást síðast í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 7. mars 2019 23:30 Vongóð um að írska björgunarsveitin hefji leit að Jóni Þresti Jónssyni Rúmar þrjár vikur eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf í Dublin. Fjölmargar ábendingar hafa borist frá almenning eftir mikla fjölmiðlaumfjöllun á Írlandi síðustu helgi að sögn bróður Jóns. Nokkrir segjast hafa séð Jón Þröst dagana eftir hvarf hans. Bróðir hans er vongóður um að írsku björgunarsveitirnar hefji leit að honum. 3. mars 2019 12:00 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Hvarf Jóns Þrastar undarlegt en ekki grunur um glæpsamlegt athæfi Michael Mulligan, yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar, segir írsku lögreglunni hafa borist margar ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar sem sást síðast í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 7. mars 2019 23:30
Vongóð um að írska björgunarsveitin hefji leit að Jóni Þresti Jónssyni Rúmar þrjár vikur eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf í Dublin. Fjölmargar ábendingar hafa borist frá almenning eftir mikla fjölmiðlaumfjöllun á Írlandi síðustu helgi að sögn bróður Jóns. Nokkrir segjast hafa séð Jón Þröst dagana eftir hvarf hans. Bróðir hans er vongóður um að írsku björgunarsveitirnar hefji leit að honum. 3. mars 2019 12:00