Claudio Ranieri þarf líklega ekki að sækja um atvinnuleysisbætur því hann er kominn með nýtt atvinnutilboð eftir því sem heimildir Sky Sporst segja.
Ranieri var rekinn frá Fulham í síðustu viku en liðið stefnir hraðbyr aftur í Championship deildina. Hann er nú við það að taka við ítalska liðinu Roma.
Ítalinn gerði Leicester að Englandsmeisturum árið 2016 í einhverju mesta öskubuskuævintýri seinni tíma en hefur ekki náð merkum árangri síðan hann var rekinn þaðan í febrúar 2017.
Hann gæti nú snúið aftur til ítölsku höfuðborgarinnar, fæðingarstaðs hans, og tekið við Roma, liði sem hann stýrði á árunum 2009-2011.
Roma rak Eusebio di Francesco eftir að liðið féll úr leik í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag.
Ranieri að taka við Roma
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti



„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti

„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn





Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti