Telur nafnbirtingar í málum vændiskaupenda ekki vera réttu leiðina Sylvía Hall skrifar 7. mars 2019 21:47 Brynjar og Bjarkey ræddu nafnbirtingar í málum vændiskaupenda í Kastljósi kvöldsins. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera hrifinn af því að taka upp nafnbirtingar í málum vændiskaupenda þar sem oft séu fjölskyldur og börn í spilinu. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld þar sem Brynjar og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri Grænna, tókust á um nafnbirtingar í málum vændiskaupenda. Bjarkey var á öðru máli og sagði nafnbirtingar geta aukið fælingarmátt. Hún sagðist ekki skilja þá stefnu að birta ekki nöfn vændiskaupenda þar sem núverandi stefna væri augljóslega ekki að skila nægilegum árangri. „Kollegar lögreglunnar á Norðurlöndunum skilja ekki hvernig þetta hefur þróast með þessum hætti, það er að segja að við séum ekki með nafnbirtingar eins og gert er hjá þeim og það er ekki mjög margar sektir í sjálfu sér. Ég held það séu fjórar og hálf milljón sem hefur innheimst á þessu tímabili, 2007 til 2018, þannig það eitt og sér virðist skipta minna máli heldur en nafnbirtingarnar,“ sagði Bjarkey. Þá sagði hún að það mætti taka til skoðunar að tekjutengja sektir fyrir vændiskaup líkt og þekkist erlendis. Í það minnsta þyrfti að grípa til aðgerða til þess að uppræta vændiskaup hérlendis. „Þetta varðar miklu fleiri heldur en bara einhvern brotamann“ Brynjar sagðist ekki vera á þeirri skoðun að nafnbirtingar væru rétta leiðin þar sem oft væru fjölskyldur og börn sem myndu líða fyrir slíkt. „Þegar menn eru að tala um fælingarmátt þá getum við þess vegna, til þess að auka hann, haft refsingar á Lækjartorgi eða gapastokkinn eða hvað sem er,“ sagði Brynjar. Hann segist ekki vera hrifinn af því að auka refsingar meira en gert er ráð fyrir í því lagaákvæði sem brotið er gegn. Þá segist hann halda að refsingar fyrir vændiskaup séu þyngri hér á landi heldur en í nágrannalöndunum. Hann er ekki sannfærður um að sé betra að hafa vændi og vændiskaup refsiverð, það geti gert þennan heim harðari og ofbeldisfyllri. „Ég tel enga ástæðu til þess að hafa þetta refsivert, en það er önnur umræða. Ég held að það sé engum til gagns, hvorki brotaþolanum samkvæmt lögunum né gerandanum eða samfélaginu í heild.“Enginn vændiskaupandi í neyð Bjarkey sagði mikilvægt að muna að vændiskaup séu ofbeldi og ábyrgðin liggi hjá kaupandanum sjálfum. Þá sé ekki hægt að réttlæta slík kaup þar sem enginn vændiskaupandi væri í neyð. „Það er enginn vændiskaupandi í neyð. Þú getur séð um þessar þarfir þínar sjálfur, þú þarft ekki að kaupa þér þjónustu til þess að uppfylla einhverjar kynlífsþarfir,“ sagði hún og bætti við að ef eftirspurnin væri ekki til staðar þá væri framboðið ekkert. Þá sagði hún 238 mál hafa komið á borð lögreglu tengd vændi á umræddu tímabili en aðeins var greidd sekt í 73 þeirra. Breytinga sé því þörf. „Við þurfum með einhverju móti að uppræta þetta í samfélaginu.“ Dómsmál Tengdar fréttir Vilja nafngreina vændiskaupendur: „Eins og að kaupa pítsu að panta vændi“ Segjast ekki vilja samfélag þar sem framboð á vændi er yfirdrifið. 6. mars 2019 18:25 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera hrifinn af því að taka upp nafnbirtingar í málum vændiskaupenda þar sem oft séu fjölskyldur og börn í spilinu. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld þar sem Brynjar og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri Grænna, tókust á um nafnbirtingar í málum vændiskaupenda. Bjarkey var á öðru máli og sagði nafnbirtingar geta aukið fælingarmátt. Hún sagðist ekki skilja þá stefnu að birta ekki nöfn vændiskaupenda þar sem núverandi stefna væri augljóslega ekki að skila nægilegum árangri. „Kollegar lögreglunnar á Norðurlöndunum skilja ekki hvernig þetta hefur þróast með þessum hætti, það er að segja að við séum ekki með nafnbirtingar eins og gert er hjá þeim og það er ekki mjög margar sektir í sjálfu sér. Ég held það séu fjórar og hálf milljón sem hefur innheimst á þessu tímabili, 2007 til 2018, þannig það eitt og sér virðist skipta minna máli heldur en nafnbirtingarnar,“ sagði Bjarkey. Þá sagði hún að það mætti taka til skoðunar að tekjutengja sektir fyrir vændiskaup líkt og þekkist erlendis. Í það minnsta þyrfti að grípa til aðgerða til þess að uppræta vændiskaup hérlendis. „Þetta varðar miklu fleiri heldur en bara einhvern brotamann“ Brynjar sagðist ekki vera á þeirri skoðun að nafnbirtingar væru rétta leiðin þar sem oft væru fjölskyldur og börn sem myndu líða fyrir slíkt. „Þegar menn eru að tala um fælingarmátt þá getum við þess vegna, til þess að auka hann, haft refsingar á Lækjartorgi eða gapastokkinn eða hvað sem er,“ sagði Brynjar. Hann segist ekki vera hrifinn af því að auka refsingar meira en gert er ráð fyrir í því lagaákvæði sem brotið er gegn. Þá segist hann halda að refsingar fyrir vændiskaup séu þyngri hér á landi heldur en í nágrannalöndunum. Hann er ekki sannfærður um að sé betra að hafa vændi og vændiskaup refsiverð, það geti gert þennan heim harðari og ofbeldisfyllri. „Ég tel enga ástæðu til þess að hafa þetta refsivert, en það er önnur umræða. Ég held að það sé engum til gagns, hvorki brotaþolanum samkvæmt lögunum né gerandanum eða samfélaginu í heild.“Enginn vændiskaupandi í neyð Bjarkey sagði mikilvægt að muna að vændiskaup séu ofbeldi og ábyrgðin liggi hjá kaupandanum sjálfum. Þá sé ekki hægt að réttlæta slík kaup þar sem enginn vændiskaupandi væri í neyð. „Það er enginn vændiskaupandi í neyð. Þú getur séð um þessar þarfir þínar sjálfur, þú þarft ekki að kaupa þér þjónustu til þess að uppfylla einhverjar kynlífsþarfir,“ sagði hún og bætti við að ef eftirspurnin væri ekki til staðar þá væri framboðið ekkert. Þá sagði hún 238 mál hafa komið á borð lögreglu tengd vændi á umræddu tímabili en aðeins var greidd sekt í 73 þeirra. Breytinga sé því þörf. „Við þurfum með einhverju móti að uppræta þetta í samfélaginu.“
Dómsmál Tengdar fréttir Vilja nafngreina vændiskaupendur: „Eins og að kaupa pítsu að panta vændi“ Segjast ekki vilja samfélag þar sem framboð á vændi er yfirdrifið. 6. mars 2019 18:25 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Vilja nafngreina vændiskaupendur: „Eins og að kaupa pítsu að panta vændi“ Segjast ekki vilja samfélag þar sem framboð á vændi er yfirdrifið. 6. mars 2019 18:25