Fjórir gert tilraun til að skaða sig í fangaklefa frá áramótum: „Þá er bara allt notað til að reyna skaða sig“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. mars 2019 19:00 Frá áramótum hafa fjórir einstaklingar gert tilraun til að skaða sig í fangaklefum lögreglunnar höfuðborgarsvæðinu. Lögreglustjórinn segir fangaverði stundum neyðast til að afklæða fólk í annarlegu ástandi þar sem það noti fötin til að reyna að stytta sér aldur. Unnið sé að úrbótum. Umboðsmaður Alþingis hefur að undanförnu unnið að athugun á verklagi lögreglu í tilvikum þegar menn eru vistaðir í fangageymslu lögreglu og eru taldir í sjálfsvígshættu. Í svarbréfi ríkislögreglustjóra til umboðsmanns Alþingis frá því í janúar kemur fram að ríkislögreglustjóri leggi fyrir lögreglustjóra að einstaklingum í sjálfsvígshættu beri að færa án tafar undir læknishendur á heilbrigðisstofnun.vísir/ernirSigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, segir að raunin sé því miður önnur. Fólk í sjálfsvígshættu gisti reglulega fangageymslur og hafa fjórir gert tilraun til að skaða sig í fangaklefa lögreglunnar frá áramótum. Þetta fólk geti verið með geðrænan vanda og sé oftast einnig undir áhrifum vímuefna. „Og þau eru þá ekki í ástandi til að vera tekin inn í meðferð á geðdeild en hafa jafnvel reynt sjálfsvíg eða hættuleg sjálfum sér og öðrum þannig að það fólk getur verið í klefa hjá okkur á meðan vesta víman er að fara af þeim,“ segir Sigríður Björk. Enda séu engin önnur úrræði í boði. Í fyrrnefndu bréfi ríkislögreglustjóra kemur fram að það geti ekki talist réttlætanlegt að einstaklingar í sjálfsvígshættu eða af öðrum tilefnum séu látnir dveljast klæðalausir í fangageymslum en að sögn Sigríðar Bjarkar kemur fyrir að fangaverðir neyðist til að afklæða fólk. „Þá er bara allt notað til að reyna skaða sig. Fatnaður, teygjur úr nærfötum eða hvað sem er og þess vegna lendum við í því að þurfa að fjarlægja allt,“ segir Sigríður Björk. Hún segir að þetta snúist um mannvirðingu og því sé unnið sé að því að finna lausn á vandanum. Síðustu vikur hefur lögreglan verið í viðræðum við Landspítalann vegna málsins. Þá er dómsmálaráðuneytið einnig með málið til skoðunar. „Eitt af því er að velta fyrir sér hvort það sé til einhvers konar pappírsfatnaður sem myndi rifna við átak,“ segir Sigríður Björk. Þá sé einnig verið að skoða hvort hægt sé að fá heilbrigðisstarfsmann til lögreglunnar sem myndi sinna eftirliti með þessu fólki. Auk þess kemur til greina að stofna úrræði fyrir fólk í þessari stöðu á spítalanum sem lögreglan hefði umsjón með. Fangelsismál Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Frá áramótum hafa fjórir einstaklingar gert tilraun til að skaða sig í fangaklefum lögreglunnar höfuðborgarsvæðinu. Lögreglustjórinn segir fangaverði stundum neyðast til að afklæða fólk í annarlegu ástandi þar sem það noti fötin til að reyna að stytta sér aldur. Unnið sé að úrbótum. Umboðsmaður Alþingis hefur að undanförnu unnið að athugun á verklagi lögreglu í tilvikum þegar menn eru vistaðir í fangageymslu lögreglu og eru taldir í sjálfsvígshættu. Í svarbréfi ríkislögreglustjóra til umboðsmanns Alþingis frá því í janúar kemur fram að ríkislögreglustjóri leggi fyrir lögreglustjóra að einstaklingum í sjálfsvígshættu beri að færa án tafar undir læknishendur á heilbrigðisstofnun.vísir/ernirSigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, segir að raunin sé því miður önnur. Fólk í sjálfsvígshættu gisti reglulega fangageymslur og hafa fjórir gert tilraun til að skaða sig í fangaklefa lögreglunnar frá áramótum. Þetta fólk geti verið með geðrænan vanda og sé oftast einnig undir áhrifum vímuefna. „Og þau eru þá ekki í ástandi til að vera tekin inn í meðferð á geðdeild en hafa jafnvel reynt sjálfsvíg eða hættuleg sjálfum sér og öðrum þannig að það fólk getur verið í klefa hjá okkur á meðan vesta víman er að fara af þeim,“ segir Sigríður Björk. Enda séu engin önnur úrræði í boði. Í fyrrnefndu bréfi ríkislögreglustjóra kemur fram að það geti ekki talist réttlætanlegt að einstaklingar í sjálfsvígshættu eða af öðrum tilefnum séu látnir dveljast klæðalausir í fangageymslum en að sögn Sigríðar Bjarkar kemur fyrir að fangaverðir neyðist til að afklæða fólk. „Þá er bara allt notað til að reyna skaða sig. Fatnaður, teygjur úr nærfötum eða hvað sem er og þess vegna lendum við í því að þurfa að fjarlægja allt,“ segir Sigríður Björk. Hún segir að þetta snúist um mannvirðingu og því sé unnið sé að því að finna lausn á vandanum. Síðustu vikur hefur lögreglan verið í viðræðum við Landspítalann vegna málsins. Þá er dómsmálaráðuneytið einnig með málið til skoðunar. „Eitt af því er að velta fyrir sér hvort það sé til einhvers konar pappírsfatnaður sem myndi rifna við átak,“ segir Sigríður Björk. Þá sé einnig verið að skoða hvort hægt sé að fá heilbrigðisstarfsmann til lögreglunnar sem myndi sinna eftirliti með þessu fólki. Auk þess kemur til greina að stofna úrræði fyrir fólk í þessari stöðu á spítalanum sem lögreglan hefði umsjón með.
Fangelsismál Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira