Byggingarfélag Hótels Varmalands í 350 milljóna þrot Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. mars 2019 11:45 Félagið hélt utan um framkvæmdir við Húsmæðraskólann á Varmalandi, sem breytt var í hótel. Vísir/Hanna Ekkert fékkst upp í rúmlega 350 milljóna kröfur í þrotabú byggingafélagsins Lava-Hótel Varmaland, sem skömmu fyrir gjaldþrotið tók upp heitið L.H.V. ehf. Félagið hafði haldið utan um umfangsmiklar breytingar á Húsmæðraskólanum á Varmalandi, sem seldur var undir hótelstarfsemi árið 2015. Framkvæmdir við hótelið stöðvuðust hins vegar síðastliðið sumar og var ekki framhaldið fyrr en skipt var um eigendur um haustið. Kaupandinn var Meiriháttar ehf. sem er í eigu þeirra Þóris Garðarssonar og Sigurdórs Sigurðssonar sem í dag stýra fólksflutningafyrirtækinu Gray Line, í gegnum félagið Varmaland ehf. Þórir sagði í samtali við Morgunblaðið síðasta haust að þeir Sigurdór hefðu keypt hótelið á Varmalandi af fyrirtæki Benedikts Kristinssonar, eiganda ferðaskrifstofunnar Vulkan Resor í Svíþjóð. Meiriháttar ehf. átti 27,8 prósent hlut í hinu gjaldþrota L.H.V. á móti 72,2 prósentum Iceland Incoming ehf. Síðarnefnda félagið átti hæsta boðið í húsnæði Húsmæðraskólans árið 2015, en tilboð félagsins hljóðaði upp á 210 milljónir króna. Félagið var jafnframt eitt þeirra sem tók þátt í fjárfestingarleið Seðlabankans, sem ætlað var að laða erlent fjármagn inn í landið og hleypa um leið aflandskrónum úr landinu. Eigendum erlends gjaldeyris var þannig gert kleift að kaupa krónur á betra verði en opinbert gengi Seðlabankans sagði til um, en krónuafslátturinn umræddi var að meðaltali í kringum tuttugu prósent. Samkvæmt úttekt Markaðarins nam þátttaka Iceland Incoming í fjárfestingarleiðinni um 718 milljónum króna. Þrátt fyrir fyrrnefnt gjaldþrot stendur til að opna hótel Varmaland í byrjun júní. Fasteignin var seld út úr L.H.V. fyrir gjaldþrotið, auk þess sem hið nýja félag tók yfir áhvílandi veðskuldir. Skiptastjóri bús L.H.V. segir í samtalið við Fréttablaðið að kröfuhafarnir hafi einkum verið verktakar og birgjar sem komu að uppbyggingu hótelsins. Borgarbyggð Ferðamennska á Íslandi Gjaldþrot Tengdar fréttir Milljón manns í 300 íbúa þorpi Tvö hundruð hótelherbergi bætast við framboðið í Vík í Mýrdal þar sem þegar er hægt að hýsa eitt þúsund næturgesti að sögn sveitarstjórans. Íbúar í Vík eru þrjú hundruð. Ný stór verslunarmiðstöð er í byggingu. 3. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Ekkert fékkst upp í rúmlega 350 milljóna kröfur í þrotabú byggingafélagsins Lava-Hótel Varmaland, sem skömmu fyrir gjaldþrotið tók upp heitið L.H.V. ehf. Félagið hafði haldið utan um umfangsmiklar breytingar á Húsmæðraskólanum á Varmalandi, sem seldur var undir hótelstarfsemi árið 2015. Framkvæmdir við hótelið stöðvuðust hins vegar síðastliðið sumar og var ekki framhaldið fyrr en skipt var um eigendur um haustið. Kaupandinn var Meiriháttar ehf. sem er í eigu þeirra Þóris Garðarssonar og Sigurdórs Sigurðssonar sem í dag stýra fólksflutningafyrirtækinu Gray Line, í gegnum félagið Varmaland ehf. Þórir sagði í samtali við Morgunblaðið síðasta haust að þeir Sigurdór hefðu keypt hótelið á Varmalandi af fyrirtæki Benedikts Kristinssonar, eiganda ferðaskrifstofunnar Vulkan Resor í Svíþjóð. Meiriháttar ehf. átti 27,8 prósent hlut í hinu gjaldþrota L.H.V. á móti 72,2 prósentum Iceland Incoming ehf. Síðarnefnda félagið átti hæsta boðið í húsnæði Húsmæðraskólans árið 2015, en tilboð félagsins hljóðaði upp á 210 milljónir króna. Félagið var jafnframt eitt þeirra sem tók þátt í fjárfestingarleið Seðlabankans, sem ætlað var að laða erlent fjármagn inn í landið og hleypa um leið aflandskrónum úr landinu. Eigendum erlends gjaldeyris var þannig gert kleift að kaupa krónur á betra verði en opinbert gengi Seðlabankans sagði til um, en krónuafslátturinn umræddi var að meðaltali í kringum tuttugu prósent. Samkvæmt úttekt Markaðarins nam þátttaka Iceland Incoming í fjárfestingarleiðinni um 718 milljónum króna. Þrátt fyrir fyrrnefnt gjaldþrot stendur til að opna hótel Varmaland í byrjun júní. Fasteignin var seld út úr L.H.V. fyrir gjaldþrotið, auk þess sem hið nýja félag tók yfir áhvílandi veðskuldir. Skiptastjóri bús L.H.V. segir í samtalið við Fréttablaðið að kröfuhafarnir hafi einkum verið verktakar og birgjar sem komu að uppbyggingu hótelsins.
Borgarbyggð Ferðamennska á Íslandi Gjaldþrot Tengdar fréttir Milljón manns í 300 íbúa þorpi Tvö hundruð hótelherbergi bætast við framboðið í Vík í Mýrdal þar sem þegar er hægt að hýsa eitt þúsund næturgesti að sögn sveitarstjórans. Íbúar í Vík eru þrjú hundruð. Ný stór verslunarmiðstöð er í byggingu. 3. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Milljón manns í 300 íbúa þorpi Tvö hundruð hótelherbergi bætast við framboðið í Vík í Mýrdal þar sem þegar er hægt að hýsa eitt þúsund næturgesti að sögn sveitarstjórans. Íbúar í Vík eru þrjú hundruð. Ný stór verslunarmiðstöð er í byggingu. 3. febrúar 2017 07:00