Borgarbyggð

Kosningar í september
Skorradalshreppur óskaði snemma á yfirstandandi kjörtímabili eftir samtali við Borgarbyggð með það að markmiði að skoða tækifæri sveitarfélaganna til sameiningar.

Loka Bröttubrekku í tvo daga
Vegagerðin hefur gefið heimild fyrir að Vestfjarðarvegur um Bröttubrekku verði lokaður á miðvikudag og fimmtudag, ef veður leyfir. Malbika á veginn.

Jökulhlaupið í rénun
Jökulhlaupið úr Hafrafellslóni vestan Langjökuls er gengið yfir að mestu. Áin reis fyrir helgi rétt fyrir ofan Húsafell en vöxturinn var sagður mun hægari en í síðasta stóra hlaupi á svæðinu árið 2020. Áfram verður fylgst með svæðinu.

Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt
Vatnshæð í Hvítá hefur lækkað nokkuð eftir töluverða hækkun vegna jökulhlaupsins í nótt. Hlaupið úr Hafrafellslóni hófst á föstudag og Veðurstofan fylgist grannt með þróuninni.

Jökulhlaupið í hægum vexti
Jökulhlaup sem hófst í gær úr Hafrafellslóni vestan Langjökuls er enn í gangi, og enn mælist vöxtur á vatnshæð. Áin virðist enn vera rísa rétt fyrir ofan Húsafell en en vöxturinn er mun hægari en í síðasta stóra hlaupi á svæðinu árið 2020.

Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær
Jökulhlaup hófst í gær úr Hafrafellslóni vestan Langjökuls. Hlaupið rennur í farveg Svartár og þaðan í Hvítá í Borgarfirði. Elísabet Pálmadóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir litlar breytingar á hlaupinu frá því snemma í gærkvöldi. Ekki er mikil úrkoma á svæðinu en það bætir í hana í kvöld.

Hlaup hafið úr Hafrafellslóni
Jökullhlaup er hafið úr Hafrafellslóni vestan Langjökuls. Vatnsstaða lónsins er sögð virðast hærri nokkru sinni fyrr.

Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september
Allir íbúar Borgarbyggðar og Skorradalshrepps sem hafa náð 16 ára aldri þann 20. september munu geta greitt atkvæðu um sameiningu sveitarfélaganna í íbúakosningu sem fer fram á tímabilinu 5. til 20. september næstkomandi. Formlegar viðræður um sameiningu hófust í fyrra.

Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“
Þrátt fyrir að tæplega tveir mánuðir séu liðnir frá fyrstu húsleit sést enn ekki fyrir endann á fíkniefnamálinu umfangsmikla á Raufarhöfn. Einn útlendingur er í varðhaldi og verður honum að öllum líkindum vísað til Albaníu. Aftur á móti er málið enn ekki komið til ákærusviðs.

Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja
Hið svokallaða fyrsta bankarán á Íslandi árið 1975 sem fjallað var um í dag vegna þess að ræninginn gaf sig fram við lögregluna á liðnu sumri, reynist ekki vera fyrsta bankarán landsins. Hið raunverulega fyrsta bankarán landsins gæti hafa verið framið í nóvember ársins 1972 af óprúttnum tíu ára húsvarðarsyni.

Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos
Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur er gagnrýndur af öðrum vísindamanni, Haraldi Sigurðssyni eldfjallafræðingi, fyrir að spá því að ekki sé langt í eldgos í Ljósufjallakerfinu á Snæfellsnesi.

Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn
Filippus prins ætlaði sér að eiga náðuga daga, renna fyrir lax og sjá eitthvað af náttúru þessarar forvitnilegu en fámennu eyjar lengst norður af Bretlandseyjum. Þar bjuggu bara 187 þúsund manns, í stærsta bænum Reykjavík bara 77 þúsund, en mannmergðin sem mætti honum, hvert sem hann fór, var hins vegar líkari því sem búast hefði mátt við í milljónaborg.

Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð
Það iðar allt af lífi og fjöri í Reykholti í Borgarfirði um helgina því þar fer fram Reykholtshátíð með fjölbreyttum tónleikum og fleiri viðburðum.

„Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur
Viðskiptavinur skyndibitastaðarins Subway í Borgarnesi uppgötvaði á dögunum að hann hafði verið rukkaður um 1969 krónur fyrir tólf tommu bát með engu á. Rekstrarstjóri Subway segir ekki um mistök að ræða.

Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi
Einum þeirra sem handteknir voru í tengslum við umfangsmikla rannsókn á fíkniefnaframleiðslu á Norðurlandi og víðar hefur verið vísað úr landi til Albaníu. Þrír eru enn í gæsluvarðhaldi.

Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum
Jepplingur tók fram úr öðrum bíl við Holtavörðuheiði um hádegisleytið í gær þar sem er óbrotin lína á veginum. Litlu munaði á að jepplingurinn endaði á bíl sem ók úr gagnstæðri átt. Rétt áður en bílarnir lentu saman tókst ökumanni jepplingsins að koma ökutæki sínu aftur á réttan vegarhelming.

Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu
Lögreglan á Norðurlandi eystra fer í dag fram á áframhaldandi gæsluvarðhald eins þeirra fimm sem voru handteknir í aðgerðum þeirra þann 18. júní vegna umfangsmikillar rannsóknar á fíkniefnaframleiðslu víða um land. Tveimur þessara fimm hefur verið sleppt úr haldi en einn handtekinn til viðbótar.

Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50 prósent af tekjum landbúnaðar á svæðinu
Sögu laxveiða í Borgarfirði eru gerð góð skil á nýrri sýningu á Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri. Sýningarstjórinn segir að Borgarfjörður sé vagga laxveiða á Íslandi en tekjur af laxveiði eru til dæmis rúmlega 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu.

Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna mótorhjólaslyssí Staðarsveit á sunnanverðu Snæfellsnesi upp úr hádegi í dag. Ökumaður hjólsins var fluttur með þyrlu en óljóst er hversu alvarlega ákverka sá hlaut.

Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi
Lögreglan handtók tvo í gær eftir húsleit við Austurbrún í Laugardal í Reykjavík annars vegar og í Kópavogi hins vegar. Alls eru fimm í haldi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri glæpastarfsemi.

Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð
Það eru fleiri kostir en ókostir við hugsanlega sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps í eitt sveitarfélag að mati samstarfsnefndar. Íbúar kjósa um sameiningu í haust.

„Þetta er svona hús sem er alltaf verið að flytja í og úr“
Íbúar í Borgarnesi vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar sérsveit réðst í húsleit þar á bæ í tengslum við rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi sem talin er tengjast fíkniefnaframleiðslu. Enginn sem fréttastofa ræddi við vissi hverjir bjuggu í húsinu.

Þorgerður brák grafin úr gleymsku
Í tilefni af Brákarhátíð, árlegri sumarhátíð Borgarbyggðar, hefur Jónný Hekla Hjaltadóttir gert stutta myndasögu í japönskum manga-stíl sem fjallar um Þorgerði brák, írskan þræl og fóstru Egils Skallagrímssonar, sem hátíðin heitir eftir.

Fleiri handteknir í Borgarnesi
Sérsveitin og lögreglan réðust í síðustu viku í húsleit og handtökur í Borgarnesi í tengslum við umfangsmikla rannsókn á fíknefnaframleiðslu. Rannsóknin teygir anga sína frá Reykjavík að Raufarhöfn, en íbúi á Raufarhöfn lýsir grunsamlegri umferð á næturnar við hús sem lögregla hefur haft til rannsóknar.

Meðal stærstu skjálfta í Ljósufjallakerfi
Jörð skelfur enn á Mýrum en klukkan 18:05 mældist jarðskjálfti að stærð 3,7 við Grjótárvatn. Það er meðal stærstu skjálfta sem mælst hafa á svæðinu þar til virkni hófst þar árið 2021.

Sofnaði undir stýri og svipt bílprófinu í hálft ár
Bandarísk kona, sem sofnaði undir stýri og olli alvarlegu umferðarslysi í Borgarfirði árið 2023, var dæmd í þrjátíu daga fangelsi auk þess að vera svipt ökuréttidum í sex mánuði í Héraðsdómi Vesturlands. Var það mat dómara að konan hefði gerst sek um stórkostlegt gáleysi við akstur bifreiðarinnar.

VG skoðar samstarf við aðra flokka fyrir kosningar næsta vor
Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir víða um land rætt um mögulegt samstarf í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga sem fara fram næsta vor. Hún vill ekki segja til um hvaða flokka sé að ræða en nefnir í þessu samhengi Kópavog, Árborg og Ísafjörð.

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna göngumanns
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna göngumanns á Hafnarfjalli sem slasaði sig.

Gimbur borin með svart hjarta á bakinu
Á Ferjubakka í Borgarfirði var gimbur borin í dag með svart hjarta í ullinni. Bóndinn segist ekki hafa séð annað eins á ferlinum en tekur undir með blaðamanni að þetta hljóti að boða gott sumar.

SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna
Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur miklar áhyggjur af mikilli hækkun á kostnaði vegna fjárhagsaðstoðar við flóttamenn og áhrif þess á fjárhag sveitarfélagsins. Mikill fjöldi þeirra 180 flóttamanna sem býr á Bifröst þiggur fjárhagsaðstoð og fellur kostnaðurinn á sveitarfélagið í fyrsta sinn í ár.