Heima í 2-3 vikur vegna mislingasmits á leikskólanum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. mars 2019 20:00 Sonja Dís ásamt foreldrum sínum, Björk og Borgþóri. Vísir/Baldur Foreldrar barns á ungbarnaleikskólanum Hnoðrakoti, sem nú eru með sautján mánaða dóttur sína heima í sóttkví, segja leikskólann hafa brugðist hárrétt við þegar mislingasmit kom upp. Þeir setja aftur á móti spurningamerki við viðbrögð heilbrigðisyfirvalda og segja foreldra verulega áhyggjufulla um að börn þeirra hafi smitast af mislingum. Fjórir hafa greinst með mislinga hér á landi undanfarna daga og vikur, tveir fullorðnir og tvö börn. Annað barnanna sem hafa greinst var á leikskólanum Hnoðrakoti í Garðabæ en tuttugu börnum á leikskólanum, sem eru óbólusett vegna aldurs eða af öðrum ástæðum, hefur verið gert að vera heima í rúmar tvær vikur. Þeirra á meðal er Sonja Dís sem er rétt rúmlega sautján mánaða en foreldrar hennar segja leikskólann hafa brugðist hárrétt við en þau segjast skynja áhyggjur meðal foreldra. „Þetta er náttúrlega bara yndislegt fólk sem að vinnur þarna og fagmenn og gerðu þetta bara mjög vel og fallega og var held ég bara ekkert síður brugðið heldur en foreldrunum,“ segir Björk Baldvinsdóttir, móðir Sonju Dísar. Nokkur óvissa ríki meðal foreldra. „Við þekkjum ekki einkennin nógu vel og er svona óöruggur með þetta allt saman,“ segir Borgþór Grétarsson, faðir Sonju Dísar. Þau og fleiri foreldrar barna á leikskólanum sem fréttastofa hefur rætt við í dag telja að heilbrigðisyfirvöld hefðu getað brugðist við með skýrari hætti.Sjá einnig: Segir foreldrana hafa fengið staðfest að barnið væri ekki með mislinga„Almennt heyrir maður það í kringum sig að fólk sem er með ung börn í kringum sig er bara svolítið slegið og með mikið af spurningum þannig að maður er vissulega mjög áhyggjufullur yfir þessu. Þetta er náttúrlega mjög alvarlegt að þetta sé komið upp aftur,“ segir Björk. „Auðvitað vonum við bara það besta og að þetta sleppi til í þetta sinnið og að nú skapist tilefni til að bæta og breyta ferlum sem fara í gang þegar svona kemur upp því þetta eru orðnar raunverulegar aðstæður. Einhversstaðar í ferlinu klikkar eitthvað sem verður til þess að þessar aðstæður skapast en maður hélt hreinlega að þetta ætti ekki að geta gerst.“ Móðir 11 mánaða drengs sem fréttastofa ræddi við í dag segir það grafalvarlegt ef foreldrar barnsins sem veiktist hafi fengið rangar upplýsingar frá heilbrigðisstarfsfólki, en í samtali við fréttastofu fyrr í dag sagði framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar að foreldrar barnsins sem greindist með mislinga hafi fengið staðfest að barnið hefði ekki smitast. Þess vegna hafi foreldrarnir farið með barnið á leikskólann, þvert á ráðleggingar sem landlæknisembættið gefur út þegar um mögulegt smit er að ræða. „Það sem að ég set stóra spurningamerkið við, alveg frá A til Ö, er það hver hleypti barninu í leikskólann? Ef að foreldrar fengu þessar upplýsingar þá þarf að finna út hver gaf þessar upplýsingar. Vegna þess að það er bara eitthvað sem þarf að fara til Landlæknis ef að heilbrigðisstarfsmaður fer gegn tilmælum Landlæknis um svona smit,“ segir móðirin sem kaus að koma ekki fram undir nafni. Barn á öðrum leikskóla heima Þótt aðeins sé vitað um smit á Hnoðrakoti eru líka uppi áhyggjur á ungbarnaleikskólanum Ársól í Grafarvogi. „Það er barn hjá okkur sem var í samneyti með börnum af leikskólanum í Hnoðraholti síðastliðinn sunnudag. Þannig að það er visst ferli í gangi hjá okkur núna varðandi það,“ segir Berglind Grétarsdóttir, skólastjóri ungbarnaleikskólans Ársólar í Grafarvogi. Sóttvarnalæknir var látinn vita strax en Berglind kveðst vongóð um að smit hafi ekki átt sér stað. Engin áhætta verði þó tekin og er barnið því heima sem stendur. „Fólk er áhyggjufullt. Við erum með í kringum 24 börn sem eru undir 18 mánaða og hafa ekki fengið bólusetningu en einhverjir foreldrar hafa haft samband og eru að fara með börnin sín í bólusetningu í dag,“ segir Berglind. Berglind Grétarsdóttir, leikskólastjóri ungbarnaleikskólans Ársólar í Grafarvogi.Vísir/Baldur Bólusetningar Garðabær Heilbrigðismál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Foreldrar barns á ungbarnaleikskólanum Hnoðrakoti, sem nú eru með sautján mánaða dóttur sína heima í sóttkví, segja leikskólann hafa brugðist hárrétt við þegar mislingasmit kom upp. Þeir setja aftur á móti spurningamerki við viðbrögð heilbrigðisyfirvalda og segja foreldra verulega áhyggjufulla um að börn þeirra hafi smitast af mislingum. Fjórir hafa greinst með mislinga hér á landi undanfarna daga og vikur, tveir fullorðnir og tvö börn. Annað barnanna sem hafa greinst var á leikskólanum Hnoðrakoti í Garðabæ en tuttugu börnum á leikskólanum, sem eru óbólusett vegna aldurs eða af öðrum ástæðum, hefur verið gert að vera heima í rúmar tvær vikur. Þeirra á meðal er Sonja Dís sem er rétt rúmlega sautján mánaða en foreldrar hennar segja leikskólann hafa brugðist hárrétt við en þau segjast skynja áhyggjur meðal foreldra. „Þetta er náttúrlega bara yndislegt fólk sem að vinnur þarna og fagmenn og gerðu þetta bara mjög vel og fallega og var held ég bara ekkert síður brugðið heldur en foreldrunum,“ segir Björk Baldvinsdóttir, móðir Sonju Dísar. Nokkur óvissa ríki meðal foreldra. „Við þekkjum ekki einkennin nógu vel og er svona óöruggur með þetta allt saman,“ segir Borgþór Grétarsson, faðir Sonju Dísar. Þau og fleiri foreldrar barna á leikskólanum sem fréttastofa hefur rætt við í dag telja að heilbrigðisyfirvöld hefðu getað brugðist við með skýrari hætti.Sjá einnig: Segir foreldrana hafa fengið staðfest að barnið væri ekki með mislinga„Almennt heyrir maður það í kringum sig að fólk sem er með ung börn í kringum sig er bara svolítið slegið og með mikið af spurningum þannig að maður er vissulega mjög áhyggjufullur yfir þessu. Þetta er náttúrlega mjög alvarlegt að þetta sé komið upp aftur,“ segir Björk. „Auðvitað vonum við bara það besta og að þetta sleppi til í þetta sinnið og að nú skapist tilefni til að bæta og breyta ferlum sem fara í gang þegar svona kemur upp því þetta eru orðnar raunverulegar aðstæður. Einhversstaðar í ferlinu klikkar eitthvað sem verður til þess að þessar aðstæður skapast en maður hélt hreinlega að þetta ætti ekki að geta gerst.“ Móðir 11 mánaða drengs sem fréttastofa ræddi við í dag segir það grafalvarlegt ef foreldrar barnsins sem veiktist hafi fengið rangar upplýsingar frá heilbrigðisstarfsfólki, en í samtali við fréttastofu fyrr í dag sagði framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar að foreldrar barnsins sem greindist með mislinga hafi fengið staðfest að barnið hefði ekki smitast. Þess vegna hafi foreldrarnir farið með barnið á leikskólann, þvert á ráðleggingar sem landlæknisembættið gefur út þegar um mögulegt smit er að ræða. „Það sem að ég set stóra spurningamerkið við, alveg frá A til Ö, er það hver hleypti barninu í leikskólann? Ef að foreldrar fengu þessar upplýsingar þá þarf að finna út hver gaf þessar upplýsingar. Vegna þess að það er bara eitthvað sem þarf að fara til Landlæknis ef að heilbrigðisstarfsmaður fer gegn tilmælum Landlæknis um svona smit,“ segir móðirin sem kaus að koma ekki fram undir nafni. Barn á öðrum leikskóla heima Þótt aðeins sé vitað um smit á Hnoðrakoti eru líka uppi áhyggjur á ungbarnaleikskólanum Ársól í Grafarvogi. „Það er barn hjá okkur sem var í samneyti með börnum af leikskólanum í Hnoðraholti síðastliðinn sunnudag. Þannig að það er visst ferli í gangi hjá okkur núna varðandi það,“ segir Berglind Grétarsdóttir, skólastjóri ungbarnaleikskólans Ársólar í Grafarvogi. Sóttvarnalæknir var látinn vita strax en Berglind kveðst vongóð um að smit hafi ekki átt sér stað. Engin áhætta verði þó tekin og er barnið því heima sem stendur. „Fólk er áhyggjufullt. Við erum með í kringum 24 börn sem eru undir 18 mánaða og hafa ekki fengið bólusetningu en einhverjir foreldrar hafa haft samband og eru að fara með börnin sín í bólusetningu í dag,“ segir Berglind. Berglind Grétarsdóttir, leikskólastjóri ungbarnaleikskólans Ársólar í Grafarvogi.Vísir/Baldur
Bólusetningar Garðabær Heilbrigðismál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira