Vilja nafngreina vændiskaupendur: „Eins og að kaupa pítsu að panta vændi“ Birgir Olgeirsson skrifar 6. mars 2019 18:25 Bjarkey og Rósa Björk vilja að nöfn vændiskaupenda verði birt í dómum. Vísir/Vilhelm/Stefán Tveir af þingmönnum Vinstri grænna vilja að vændiskaupendur verði nafngreindir hér á landi ríkir nafnleynd í dómum sem varða einstaklinga sem hafa gerst sekir um kaup á vændi. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi fyrr í dag að henni hefði ekki staðið á sama þegar hún horfði á fréttaskýringu Kveiks um vændi hér á landi. Þar var talað um að framboð á vændi hér á landi sé yfirdrifið og það sé jafn auðvelt að kaupa vændi eins og að panta mat. „Varla viljum við hafa samfélagið með þessum hætti, að það sé bara eins og að kaupa pítsu að panta vændi,“ sagði Bjarkey. Hún segir sænsku leiðina hafa verið tekna upp hér á landi árið 2009 þannig að sala á vændi er lögleg en kaupin ólögleg. Þar að auki er vændi skilgreint sem ofbeldi í lögunum. „Refsingar við vændi eru þó allt of vægar hér á landi að mínu mati og enn ríkir nafnleynd í slíkum dómum ólíkt því sem tíðkast hjá frændum okkar í Svíþjóð þar sem vændiskaupendur eru nafngreindir. Maður skyldi ætla að nafngreining myndi hafa áhrif á þá sem velta fyrir sér þessum fyrirlitlegu viðskiptum og það finnst mér að við eigum að taka upp,“ sagði Bjarkey. Að mati hennar er aðgerða þörf til að minnka eftirspurn eftir vændi á Íslandi.Bjarkey Olsen lét þessa skoðun sína í ljós á þingi í dag.Vísir/vilhelm„Þó að til séu þeir einstaklingar sem skilgreina sig sem hamingjusömu hóruna eru fleiri sem glíma við alvarlegar afleiðingar þess að hafa starfað við vændi. Þá getur reynst gríðarlega erfitt fyrir fólk að losna úr vændi og málaflokkurinn er flókinn viðureignar fyrir lögreglu eins og endurspeglast m.a. í þeim stóra hópi þolenda vændis sem hafa leitað sér aðstoðar hjá Bjarkarhlíð,“ sagði Bjarkey. Hún sagði að mögulega ætti ekkert af þessu að koma þingmönnum á óvart. „Ef litið er til þess að einn staðurinn sem var til umfjöllunar í gærkvöldi er steinsnar frá Alþingi og Héraðsdómi Reykjavíkur, rétt hinum megin við Austurvöll. Göngum við mörg hver daglega þar fram hjá á leið okkar til og frá vinnu, sjáum hvað þar fer fram. Vændi er kynferðisofbeldi og það á að afgreiða það í dómskerfinu sem slíkt. Og til að það sé sagt þá skulum við aldrei tala öðruvísi en þannig að ábyrgðin liggur hjá þeim sem kaupa vændi. Ábyrgðin liggur þar og þar á hún að vera,“ sagði Bjarkey. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tekur undir þetta sjónarmið en hún sagði á Facebook-síðu sinni fyrr í dag að birta ætti nöfn vændiskaupenda og hækka sektir. „Hert viðurlög við því að kaupa aðgang að líkama annarrar manneskju. Til þess þarf pólitískan vilja. Ég er meira en til í það.“ Alþingi Dómsmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir „Þessar elskur“ eru virðulegir þjóðfélagsþegnar í dag Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Tveir af þingmönnum Vinstri grænna vilja að vændiskaupendur verði nafngreindir hér á landi ríkir nafnleynd í dómum sem varða einstaklinga sem hafa gerst sekir um kaup á vændi. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi fyrr í dag að henni hefði ekki staðið á sama þegar hún horfði á fréttaskýringu Kveiks um vændi hér á landi. Þar var talað um að framboð á vændi hér á landi sé yfirdrifið og það sé jafn auðvelt að kaupa vændi eins og að panta mat. „Varla viljum við hafa samfélagið með þessum hætti, að það sé bara eins og að kaupa pítsu að panta vændi,“ sagði Bjarkey. Hún segir sænsku leiðina hafa verið tekna upp hér á landi árið 2009 þannig að sala á vændi er lögleg en kaupin ólögleg. Þar að auki er vændi skilgreint sem ofbeldi í lögunum. „Refsingar við vændi eru þó allt of vægar hér á landi að mínu mati og enn ríkir nafnleynd í slíkum dómum ólíkt því sem tíðkast hjá frændum okkar í Svíþjóð þar sem vændiskaupendur eru nafngreindir. Maður skyldi ætla að nafngreining myndi hafa áhrif á þá sem velta fyrir sér þessum fyrirlitlegu viðskiptum og það finnst mér að við eigum að taka upp,“ sagði Bjarkey. Að mati hennar er aðgerða þörf til að minnka eftirspurn eftir vændi á Íslandi.Bjarkey Olsen lét þessa skoðun sína í ljós á þingi í dag.Vísir/vilhelm„Þó að til séu þeir einstaklingar sem skilgreina sig sem hamingjusömu hóruna eru fleiri sem glíma við alvarlegar afleiðingar þess að hafa starfað við vændi. Þá getur reynst gríðarlega erfitt fyrir fólk að losna úr vændi og málaflokkurinn er flókinn viðureignar fyrir lögreglu eins og endurspeglast m.a. í þeim stóra hópi þolenda vændis sem hafa leitað sér aðstoðar hjá Bjarkarhlíð,“ sagði Bjarkey. Hún sagði að mögulega ætti ekkert af þessu að koma þingmönnum á óvart. „Ef litið er til þess að einn staðurinn sem var til umfjöllunar í gærkvöldi er steinsnar frá Alþingi og Héraðsdómi Reykjavíkur, rétt hinum megin við Austurvöll. Göngum við mörg hver daglega þar fram hjá á leið okkar til og frá vinnu, sjáum hvað þar fer fram. Vændi er kynferðisofbeldi og það á að afgreiða það í dómskerfinu sem slíkt. Og til að það sé sagt þá skulum við aldrei tala öðruvísi en þannig að ábyrgðin liggur hjá þeim sem kaupa vændi. Ábyrgðin liggur þar og þar á hún að vera,“ sagði Bjarkey. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tekur undir þetta sjónarmið en hún sagði á Facebook-síðu sinni fyrr í dag að birta ætti nöfn vændiskaupenda og hækka sektir. „Hert viðurlög við því að kaupa aðgang að líkama annarrar manneskju. Til þess þarf pólitískan vilja. Ég er meira en til í það.“
Alþingi Dómsmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir „Þessar elskur“ eru virðulegir þjóðfélagsþegnar í dag Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira