Domino's í Danmörku farið á hausinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. mars 2019 16:52 Frá útibúi Domino's í Glostrup. Twitter „Því miður er Domino's í Danmörku gjaldþrota og því er ekki lengur hægt að panta pizzur. Unnið er að lausn svo að það verði hægt aftur í framtíðinni.“ Þetta segir Politiken að heyrist þegar hringt er í símanúmer alþjóðlegu pizzukeðjunnar í Danmörku. Þar að auki liggur danska heimasíða Domino's niðri sem stendur. Pizzukeðjan hefur átt í vök að verjast síðastliðið hálft ár eftir afhjúpanir sjónvarpsþáttarins Operation X, sem sýndur var í september á TV2. Þar kom meðal annars fram að Domino's hafi notast við gamalt hráefni og falsaðar dagsetningar á matvælum. Þá var einnig minnst á rottugang og óþrifnað. Sjónvarpsþátturinn notaðist við flugumann sem sankaði að sér heimildum um misferli Domino's mánuðum saman. Þá var haft eftir vörumerkjasérfræðingnum Henrik Byager, sem Politiken vísar til, að augljóst væri að Domino's myndi missa traust viðskiptavina sinna. „Allir sem séð hafa sjónvarpsþáttinn og hafa í hyggju að panta sér pizzu á næstunni mun vafalaust velja eithvað annað. Það er ekki síst vegna þess að þetta er eitthvað sem við setjum í munninn sem það er gríðarlega mikilvægt fyrir keðjuna að öðlast aftur traust áður en Danir panta pizzu frá keðjunni aftur.“ Domino's hafði verið á fínu róli í Danmörku áður en sjónvarpsþátturinn var sýndur. Tekjur félagsins jukust um rúmlega fjórðung á milli ára og stefnan var sett á að opna hundraðasta útibúið í Danmörku í náinni framtíð. Danska heilbrigðiseftirlitið lét Domino's hins vegar finna til tevatnsins og lokaði sjö útibúum í nóvember síðastliðnum vegna ítrekaðra brota keðjunnar. Alls gerði eftirlitið athugasemdir við 22 útibú Domino's í Danmörku í fyrra, flestar þeirra lutu að ruglingslegum dagsetningum á matvælum. Rétt er að taka fram að engin bein eignartengsl eru milli íslenska anga Domino's og þess danska. Danmörk Veitingastaðir Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
„Því miður er Domino's í Danmörku gjaldþrota og því er ekki lengur hægt að panta pizzur. Unnið er að lausn svo að það verði hægt aftur í framtíðinni.“ Þetta segir Politiken að heyrist þegar hringt er í símanúmer alþjóðlegu pizzukeðjunnar í Danmörku. Þar að auki liggur danska heimasíða Domino's niðri sem stendur. Pizzukeðjan hefur átt í vök að verjast síðastliðið hálft ár eftir afhjúpanir sjónvarpsþáttarins Operation X, sem sýndur var í september á TV2. Þar kom meðal annars fram að Domino's hafi notast við gamalt hráefni og falsaðar dagsetningar á matvælum. Þá var einnig minnst á rottugang og óþrifnað. Sjónvarpsþátturinn notaðist við flugumann sem sankaði að sér heimildum um misferli Domino's mánuðum saman. Þá var haft eftir vörumerkjasérfræðingnum Henrik Byager, sem Politiken vísar til, að augljóst væri að Domino's myndi missa traust viðskiptavina sinna. „Allir sem séð hafa sjónvarpsþáttinn og hafa í hyggju að panta sér pizzu á næstunni mun vafalaust velja eithvað annað. Það er ekki síst vegna þess að þetta er eitthvað sem við setjum í munninn sem það er gríðarlega mikilvægt fyrir keðjuna að öðlast aftur traust áður en Danir panta pizzu frá keðjunni aftur.“ Domino's hafði verið á fínu róli í Danmörku áður en sjónvarpsþátturinn var sýndur. Tekjur félagsins jukust um rúmlega fjórðung á milli ára og stefnan var sett á að opna hundraðasta útibúið í Danmörku í náinni framtíð. Danska heilbrigðiseftirlitið lét Domino's hins vegar finna til tevatnsins og lokaði sjö útibúum í nóvember síðastliðnum vegna ítrekaðra brota keðjunnar. Alls gerði eftirlitið athugasemdir við 22 útibú Domino's í Danmörku í fyrra, flestar þeirra lutu að ruglingslegum dagsetningum á matvælum. Rétt er að taka fram að engin bein eignartengsl eru milli íslenska anga Domino's og þess danska.
Danmörk Veitingastaðir Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira