Rashford skaut United áfram úr VAR-víti Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 6. mars 2019 22:00 Leikmönnum United tókst hið ómögulega vísir/getty Manchester United er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlega frammistöðu á Parc des Princes þar sem vítaspyrna dæmd eftir myndbandsdómgæslu réði úrslitum. Fyrir leikinn var öll heimsbyggðin búin að skrifa Paris Saint-German inn í 8-liða úrslitin fyrir utan Ole Gunnar Solskjær, leikmenn United og allra hörðustu stuðningsmennina sem þorðu að vona. PSG vann fyrri leikinn á Old Trafford 2-0 og meiðslalisti Manchester United gríðarlangur. Leikurinn byrjaði hins vegar fullkomlega fyrir gestina frá Manchester. Romelu Lukaku komst inn í slæma sendingu í vörn PSG, hljóp upp völlinn og kláraði rólega framjá Gianluigi Buffon. Heimamenn í París jöfnuðu þó metin á 12. mínútu. Eric Bailly var algjörlega úti á þekju í vörninni hjá United, hann spilaði Kylian Mbappe réttstæðan svo Frakkinn gat sett boltann fyrir þar sem Bailly skildi Juan Bernat eftir einan á fjærstönginni. Buffon gerði sig svo sekan um sjaldgæf mistök. Skot Marcus Rashford skoppaði á blautum vellinum svo Buffon náði ekki að halda boltanum, Lukaku fór í frákastið og skoraði. United komið yfir aftur og búið að jafna útivallarmörk PSG.Lukaku kom United á bragðið eftir tvær mínúturvísir/gettyStuttu eftir seinna mark Lukaku tók Solskjær Eric Bailly út af. Diogo Dalot kom inn í vörnina í hans stað og það var allt annað að sjá til varnarlínu United. Síðstu mínútur fyrri hálfleiks var mikill taugatrekkingur í liði heimamanna en staðan hélst þó óbreytt, 2-1, í hálfleik. Í seinni hálfleiknum var lítið um alvöru færi. PSG var miklu meira með boltann en de Gea þurfti lítið að gera í markinu. United fékk nokkur tækifæri til þess að byrja sóknaruppbyggingu en tókst þó aldrei að koma sér í alvöru færi. Á síðustu mínútu venjulegs leiktíma tók Diogo Dalot skot rétt fyrir utan teiginn, það fór af varnarmanni og aftur fyrir. Skomina dómari dæmdi horn en fékk svo orð í eyra að myndbandsdómararnir vildu skoða hvort United ætti að fá víti. Skotið hafði farið í hendina á Presnel Kimpembe en það þurfti að meta hvort hendin hefði verið í óeðlilegri stöðu. Eftir nokkra umhugsun benti Skomina á punktinn. Víti. Marcus Rashford steig á vítapunktinn og hamraði boltann af öryggi í netið. United komið í 3-1 og einvígið jafnt 3-3. United náði að halda út gegn pressu frá PSG á lokamínútunum og Ole Gunnar Solskjær gerði hið ótrúlega, hann kom Manchester United áfram. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Meistaradeildarinnar sem lið hefur unnið fyrri leik á útivelli 2-0 og dottið úr keppni. Meistaradeild Evrópu
Manchester United er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlega frammistöðu á Parc des Princes þar sem vítaspyrna dæmd eftir myndbandsdómgæslu réði úrslitum. Fyrir leikinn var öll heimsbyggðin búin að skrifa Paris Saint-German inn í 8-liða úrslitin fyrir utan Ole Gunnar Solskjær, leikmenn United og allra hörðustu stuðningsmennina sem þorðu að vona. PSG vann fyrri leikinn á Old Trafford 2-0 og meiðslalisti Manchester United gríðarlangur. Leikurinn byrjaði hins vegar fullkomlega fyrir gestina frá Manchester. Romelu Lukaku komst inn í slæma sendingu í vörn PSG, hljóp upp völlinn og kláraði rólega framjá Gianluigi Buffon. Heimamenn í París jöfnuðu þó metin á 12. mínútu. Eric Bailly var algjörlega úti á þekju í vörninni hjá United, hann spilaði Kylian Mbappe réttstæðan svo Frakkinn gat sett boltann fyrir þar sem Bailly skildi Juan Bernat eftir einan á fjærstönginni. Buffon gerði sig svo sekan um sjaldgæf mistök. Skot Marcus Rashford skoppaði á blautum vellinum svo Buffon náði ekki að halda boltanum, Lukaku fór í frákastið og skoraði. United komið yfir aftur og búið að jafna útivallarmörk PSG.Lukaku kom United á bragðið eftir tvær mínúturvísir/gettyStuttu eftir seinna mark Lukaku tók Solskjær Eric Bailly út af. Diogo Dalot kom inn í vörnina í hans stað og það var allt annað að sjá til varnarlínu United. Síðstu mínútur fyrri hálfleiks var mikill taugatrekkingur í liði heimamanna en staðan hélst þó óbreytt, 2-1, í hálfleik. Í seinni hálfleiknum var lítið um alvöru færi. PSG var miklu meira með boltann en de Gea þurfti lítið að gera í markinu. United fékk nokkur tækifæri til þess að byrja sóknaruppbyggingu en tókst þó aldrei að koma sér í alvöru færi. Á síðustu mínútu venjulegs leiktíma tók Diogo Dalot skot rétt fyrir utan teiginn, það fór af varnarmanni og aftur fyrir. Skomina dómari dæmdi horn en fékk svo orð í eyra að myndbandsdómararnir vildu skoða hvort United ætti að fá víti. Skotið hafði farið í hendina á Presnel Kimpembe en það þurfti að meta hvort hendin hefði verið í óeðlilegri stöðu. Eftir nokkra umhugsun benti Skomina á punktinn. Víti. Marcus Rashford steig á vítapunktinn og hamraði boltann af öryggi í netið. United komið í 3-1 og einvígið jafnt 3-3. United náði að halda út gegn pressu frá PSG á lokamínútunum og Ole Gunnar Solskjær gerði hið ótrúlega, hann kom Manchester United áfram. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Meistaradeildarinnar sem lið hefur unnið fyrri leik á útivelli 2-0 og dottið úr keppni.