Ríkið sýknað af skaðabótakröfu Ástu Kristínar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. mars 2019 10:23 Ásta Kristín var sýknuð af ákæru ríkissaksóknara í málinu gegn henni. Hún krafðist skaðabóta vegna málsóknarinnar. Vísir/Vilhelm. Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið af fjögurra milljóna króna skaðabótakröfu hjúkrunafræðings sem var sýknuð af ákæru um gáleysi í starfi sem leiddi til dauða sjúklings. Árið 2015 var Ásta Kristín Andrésdóttir ákærð fyrir manndráp af gáleysi og fyrir brot á hjúkrunarlögum á þeim grundelli að hún hefði gleymt að tæma loft úr kraga barkaraufarrennu þegar hún tók sjúkling úr öndunarvél 3. október 2012. Ásta var sýknuð af ákærunni og fór hún fram á miskabætur vegna málsins. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ríki hins vegar af miskabótakröfu Ástu. Landsréttur staðfesti þann dóm 28. september síðastliðinn. Hæstiréttur samþykkti málskotsbeiðni Ástu og áfrýjaði hún því málinu til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Ásta Kristín Andrésdóttir í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir að sýknudómurinn lá fyrir árið 2015.Fréttablaðið/Stefán Í umfjöllun um málið á vef Hæstaréttar segir að útgáfa ákæru og höfðun sakamáls gæti ekki leitt til bótaskyldu á grundvelli hlutlægrar bótaábyrgða. Þeir einir ættu rétt á bótum er sætt hefðu nánar tilgreindum rannsóknaraðgerðum svo sem símahlustun, handtöku eða gæsluvarðhaldi. Ásta sætti hins vegar ekki slíkum aðgerðum var kröfu hennar um bætur á grundvelli hlutlægrar bótaábyrgða því hafnað. Þá var ekki talið að færðar hefðu verið sönnur á að íslenska ríkið hefði með saknæmum og ólögmætum hætti brotið gegn frelsi, friði, æru eða persónu hennar í skilningi skaðabótalaga. Var íslenska ríkið því sýknað af kröfu konunnar. Í viðtali við fréttastofu eftir að dómur Landsréttar féll á síðasta ári sagði Ásta að niðurstaðan væri mikið áfall. Rannsóknin hefði haft gríðarleg áhrif á mannorð hennar og einkalíf fjölskyldu hennar.„Þetta hefur haft rosaleg áhrif á mig og fjölskyldu mína. Barnið mitt sem er unglingur þurfti að fullorðnast þegar ég sagði henni frá þessu og það hefur áhrif á okkar samskipti og hvernig henni og mér líður,“ sagði Ásta. Dóm Hæstaréttar má lesa hér. Dómsmál Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Tengdar fréttir Bótamál hjúkrunarfræðings fer til Hæstaréttar Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni Ástu Kristínar Andrésdóttur um áfrýjun dóms Landsréttar sem hafnaði kröfu hennar um skaðabætur frá ríkinu. 16. nóvember 2018 07:00 „Þetta hefur haft rosaleg áhrif á mig og fjölskyldu mína“ Ásta Kristín segir niðurstöðuna áfall og ætlar að áfrýja dómnum. 29. september 2018 20:00 Fjögurra milljóna króna bótakröfu Ástu Kristínar hafnað Var sýknuð af ákæru um manndráp af gáleysi. 28. september 2018 15:37 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið af fjögurra milljóna króna skaðabótakröfu hjúkrunafræðings sem var sýknuð af ákæru um gáleysi í starfi sem leiddi til dauða sjúklings. Árið 2015 var Ásta Kristín Andrésdóttir ákærð fyrir manndráp af gáleysi og fyrir brot á hjúkrunarlögum á þeim grundelli að hún hefði gleymt að tæma loft úr kraga barkaraufarrennu þegar hún tók sjúkling úr öndunarvél 3. október 2012. Ásta var sýknuð af ákærunni og fór hún fram á miskabætur vegna málsins. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ríki hins vegar af miskabótakröfu Ástu. Landsréttur staðfesti þann dóm 28. september síðastliðinn. Hæstiréttur samþykkti málskotsbeiðni Ástu og áfrýjaði hún því málinu til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Ásta Kristín Andrésdóttir í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir að sýknudómurinn lá fyrir árið 2015.Fréttablaðið/Stefán Í umfjöllun um málið á vef Hæstaréttar segir að útgáfa ákæru og höfðun sakamáls gæti ekki leitt til bótaskyldu á grundvelli hlutlægrar bótaábyrgða. Þeir einir ættu rétt á bótum er sætt hefðu nánar tilgreindum rannsóknaraðgerðum svo sem símahlustun, handtöku eða gæsluvarðhaldi. Ásta sætti hins vegar ekki slíkum aðgerðum var kröfu hennar um bætur á grundvelli hlutlægrar bótaábyrgða því hafnað. Þá var ekki talið að færðar hefðu verið sönnur á að íslenska ríkið hefði með saknæmum og ólögmætum hætti brotið gegn frelsi, friði, æru eða persónu hennar í skilningi skaðabótalaga. Var íslenska ríkið því sýknað af kröfu konunnar. Í viðtali við fréttastofu eftir að dómur Landsréttar féll á síðasta ári sagði Ásta að niðurstaðan væri mikið áfall. Rannsóknin hefði haft gríðarleg áhrif á mannorð hennar og einkalíf fjölskyldu hennar.„Þetta hefur haft rosaleg áhrif á mig og fjölskyldu mína. Barnið mitt sem er unglingur þurfti að fullorðnast þegar ég sagði henni frá þessu og það hefur áhrif á okkar samskipti og hvernig henni og mér líður,“ sagði Ásta. Dóm Hæstaréttar má lesa hér.
Dómsmál Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Tengdar fréttir Bótamál hjúkrunarfræðings fer til Hæstaréttar Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni Ástu Kristínar Andrésdóttur um áfrýjun dóms Landsréttar sem hafnaði kröfu hennar um skaðabætur frá ríkinu. 16. nóvember 2018 07:00 „Þetta hefur haft rosaleg áhrif á mig og fjölskyldu mína“ Ásta Kristín segir niðurstöðuna áfall og ætlar að áfrýja dómnum. 29. september 2018 20:00 Fjögurra milljóna króna bótakröfu Ástu Kristínar hafnað Var sýknuð af ákæru um manndráp af gáleysi. 28. september 2018 15:37 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Bótamál hjúkrunarfræðings fer til Hæstaréttar Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni Ástu Kristínar Andrésdóttur um áfrýjun dóms Landsréttar sem hafnaði kröfu hennar um skaðabætur frá ríkinu. 16. nóvember 2018 07:00
„Þetta hefur haft rosaleg áhrif á mig og fjölskyldu mína“ Ásta Kristín segir niðurstöðuna áfall og ætlar að áfrýja dómnum. 29. september 2018 20:00
Fjögurra milljóna króna bótakröfu Ástu Kristínar hafnað Var sýknuð af ákæru um manndráp af gáleysi. 28. september 2018 15:37