Kane skaut Tottenham áfram 5. mars 2019 21:45 Tottenham er komið áfram vísir/getty Harry Kane sendi Tottenham áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu með eina marki leiks Tottenham og Borussia Dortmund. Tottenham var í mjög vænlegri stöðu fyrir leikinn eftir frábæran seinni hálfleik á Wembley í fyrri leiknum, þeir hvítu leiddu einvígið 3-0 fyrir leikinn í kvöld. Kane skoraði snemma í seinni hálfleik þegar hann slapp inn fyrir varnarlínu Dortmund og kláraði færið snyrtilega í markið. Dortmund var með mikla yfirburði í leiknum en náði ekki að nýta sér færin sín og þegar útivallarmarkið var komið frá Kane var ljóst að Dortmund þyrfti að skora fimm mörk og það var of ærið verkefni. Tottenham er því komið í 8-liða úrslitin í fyrsta skipti síðan árið 2011. Meistaradeild Evrópu
Harry Kane sendi Tottenham áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu með eina marki leiks Tottenham og Borussia Dortmund. Tottenham var í mjög vænlegri stöðu fyrir leikinn eftir frábæran seinni hálfleik á Wembley í fyrri leiknum, þeir hvítu leiddu einvígið 3-0 fyrir leikinn í kvöld. Kane skoraði snemma í seinni hálfleik þegar hann slapp inn fyrir varnarlínu Dortmund og kláraði færið snyrtilega í markið. Dortmund var með mikla yfirburði í leiknum en náði ekki að nýta sér færin sín og þegar útivallarmarkið var komið frá Kane var ljóst að Dortmund þyrfti að skora fimm mörk og það var of ærið verkefni. Tottenham er því komið í 8-liða úrslitin í fyrsta skipti síðan árið 2011.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti