Sendi mynd af fyrrverandi í kynlífsathöfn á fjölskylduna og nýjan kærasta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. mars 2019 08:00 Karlmaðurinn hótaði konunni að dreifa myndum af henni í kynlífsathöfn víðar. Getty Images Karlmaður játaði í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að hafa brotið gegn blygðunarsemi og haft í hótunum og haft uppi stórfelldar ærumeiðingar gegn fyrrverandi eiginkonu sinni. Maðurinn neitaði sök við þingfestingu málsins en breytti afstöðu sinni þegar málið var tekið til aðalmeðferðar í gær. Í ákæru á hendur manninum kemur fram að karlmaðurinn hafi í lok febrúar árið 2016 í gegnum Messenger samskiptaforritið sent foreldrum og systrum eiginkonunnar fyrrverandi mynd af konunni í kynlífsathöfn. Myndinni fylgdu skilaboð sem fólu í sér hótanir um að myndinni og kynlífstengdum myndböndum af konunni yrði dreift að því er segir í ákæru. Karlinn hótaði að birta myndböndin á eigin Facebook-síðu eða senda þau víðar. Sama dag sendi karlmaðurinn unnusta konunnar sömu mynd af henni í kynlífsathöfn og skilaboð sem fólu í sér hótanir um að myndinni yrði dreift til fjölskyldu hans. „Með háttsemi sinni særði ákærðu blygðunarsemi [konunnar], mógðaði hana og smánaði auk þess sem hann olli hjá henni ótta um velferð sína,“ segir í ákæru. Brotin varða við 209. grein, 233. grein og 233. gr. b. almennra hegningarlaga. Þá fór konan fram á eina milljón króna í miskabætur. Dómur verður upp kveðinn innan fjögurra vikna og líklega enn fyrr í ljósi þess að játning liggur fyrir. Reikna má með nokkurra mánaða fangelsisdómi sé horft til dóma í málum af svipuðum toga. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Sjá meira
Karlmaður játaði í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að hafa brotið gegn blygðunarsemi og haft í hótunum og haft uppi stórfelldar ærumeiðingar gegn fyrrverandi eiginkonu sinni. Maðurinn neitaði sök við þingfestingu málsins en breytti afstöðu sinni þegar málið var tekið til aðalmeðferðar í gær. Í ákæru á hendur manninum kemur fram að karlmaðurinn hafi í lok febrúar árið 2016 í gegnum Messenger samskiptaforritið sent foreldrum og systrum eiginkonunnar fyrrverandi mynd af konunni í kynlífsathöfn. Myndinni fylgdu skilaboð sem fólu í sér hótanir um að myndinni og kynlífstengdum myndböndum af konunni yrði dreift að því er segir í ákæru. Karlinn hótaði að birta myndböndin á eigin Facebook-síðu eða senda þau víðar. Sama dag sendi karlmaðurinn unnusta konunnar sömu mynd af henni í kynlífsathöfn og skilaboð sem fólu í sér hótanir um að myndinni yrði dreift til fjölskyldu hans. „Með háttsemi sinni særði ákærðu blygðunarsemi [konunnar], mógðaði hana og smánaði auk þess sem hann olli hjá henni ótta um velferð sína,“ segir í ákæru. Brotin varða við 209. grein, 233. grein og 233. gr. b. almennra hegningarlaga. Þá fór konan fram á eina milljón króna í miskabætur. Dómur verður upp kveðinn innan fjögurra vikna og líklega enn fyrr í ljósi þess að játning liggur fyrir. Reikna má með nokkurra mánaða fangelsisdómi sé horft til dóma í málum af svipuðum toga.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Sjá meira