Bouteflika situr áfram en lofar að sitja ekki út kjörtímabilið Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. mars 2019 08:00 Mótmælendur komu saman fyrir utan stjórnlagadómstól Alsírs þar sem skila átti inn framboðum. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Lögreglumenn og öryggissveitir í Alsír hafa gripið til öflugra vatnsbyssna, táragass og barefla til að hafa hemil á mótmælendum á götum borga landsins. Samkvæmt opinberum tölum hafa 56 lögreglumenn og 45 mótmælendur særst í átökunum. Tölur um mannfall liggja ekki fyrir. Mótmælt hefur verið í borgum landsins undanfarna viku eftir að forseti landsins, hinn 82 ára gamli Abdelaziz Bouteflika, tilkynnti að hann hygðist sækjast eftir endurkjöri í komandi forsetakosningum. Það yrði fimmta kjörtímabil forsetans en hann tók við árið 1999 eftir blóðuga borgarastyrjöld sem kostaði um 200 þúsund manns lífið.Abdelaziz Bouteflika, forseti Alsír.Undanfarin ár hefur hann verið heilsuveill en árið 2013 fékk hann heilablóðfall og hefur þjóðin lítið sem ekkert heyrt frá honum síðan þá. Þrátt fyrir heilsubrestinn var stjórnarskrá landsins breytt árið 2014 til að hann gæti boðið sig fram á ný sem forseti. Stúdentar komu saman í Algeirsborg, höfuðborg landsins, í gær, en þar hafa mótmæli verið bönnuð með lögum frá 2001, og mótmæltu fyrirætlun forsetans þaulsætna. Áætlað er að mótmælendur í höfuðborginni hafi verið rúmlega hundrað. Fjölmennari mótmæli voru í öðrum borgum víðs vegar um land. Þá flykktist stór hópur mótmælenda út á götur höfuðborgar gömlu valdsherranna í Frakklandi. Frestur til að skila inn framboði í kosningunum rann út í gær en það var gert í húsakynnum stjórnlagadómstóls landsins. Mótmælendur komu saman fyrir utan dómstólinn í gær og kölluðu eftir því að Bouteflika fengi ekki að bjóða sig fram á ný. Stjórnarskrá landsins kveður ekki á um að framboði skuli skilað í eigin persónu en þó þarf forseti landsins að vera nægjanlega hraustur til að geta gegnt starfinu. Sex frambjóðendur höfðu skilað inn framboði í gær. Mótmælin skiluðu árangri að hluta seint í gær. Þá var lesin í ríkisfjölmiðli landsins yfirlýsing frá forsetanum. Heilsufar forsetans leyfir varla að hann geri slíkt sjálfur auk þess sem hann er um þessar mundir staddur í Sviss í reglulegri læknisskoðun. Forsetinn lofaði að næði hann kjöri á ný myndi hann ekki sitja allt kjörtímabilið. Mótmælin nú eru stærri en heimsbyggðin hefur vanist hingað til. „Þegar Bouteflika tilkynnti um framboð sitt árið 2014 mótmæltu tugþúsundir þeirri ákvörðun. Nú eru þeir mun fleiri, mörg hundruð þúsund manns. Þá er meiri hiti í þeim, þau eru stærri og í fjölmennari borgum en áður,“ segir Omar Ashour, prófessor við Qatar Doha Institute, við Al Jazeera. Sem fyrr liggja tölur um mannfall ekki fyrir. Staðfest er þó að Hassan Benkhedda, sonur Benyoucef Benkhedda fyrsta forsætisráðherra landsins eftir að það fékk sjálfstæði frá Frakklandi, lést í mótmælum nærri forsetahöllinni í Algeirsborg á laugardag. Alsír Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira
Lögreglumenn og öryggissveitir í Alsír hafa gripið til öflugra vatnsbyssna, táragass og barefla til að hafa hemil á mótmælendum á götum borga landsins. Samkvæmt opinberum tölum hafa 56 lögreglumenn og 45 mótmælendur særst í átökunum. Tölur um mannfall liggja ekki fyrir. Mótmælt hefur verið í borgum landsins undanfarna viku eftir að forseti landsins, hinn 82 ára gamli Abdelaziz Bouteflika, tilkynnti að hann hygðist sækjast eftir endurkjöri í komandi forsetakosningum. Það yrði fimmta kjörtímabil forsetans en hann tók við árið 1999 eftir blóðuga borgarastyrjöld sem kostaði um 200 þúsund manns lífið.Abdelaziz Bouteflika, forseti Alsír.Undanfarin ár hefur hann verið heilsuveill en árið 2013 fékk hann heilablóðfall og hefur þjóðin lítið sem ekkert heyrt frá honum síðan þá. Þrátt fyrir heilsubrestinn var stjórnarskrá landsins breytt árið 2014 til að hann gæti boðið sig fram á ný sem forseti. Stúdentar komu saman í Algeirsborg, höfuðborg landsins, í gær, en þar hafa mótmæli verið bönnuð með lögum frá 2001, og mótmæltu fyrirætlun forsetans þaulsætna. Áætlað er að mótmælendur í höfuðborginni hafi verið rúmlega hundrað. Fjölmennari mótmæli voru í öðrum borgum víðs vegar um land. Þá flykktist stór hópur mótmælenda út á götur höfuðborgar gömlu valdsherranna í Frakklandi. Frestur til að skila inn framboði í kosningunum rann út í gær en það var gert í húsakynnum stjórnlagadómstóls landsins. Mótmælendur komu saman fyrir utan dómstólinn í gær og kölluðu eftir því að Bouteflika fengi ekki að bjóða sig fram á ný. Stjórnarskrá landsins kveður ekki á um að framboði skuli skilað í eigin persónu en þó þarf forseti landsins að vera nægjanlega hraustur til að geta gegnt starfinu. Sex frambjóðendur höfðu skilað inn framboði í gær. Mótmælin skiluðu árangri að hluta seint í gær. Þá var lesin í ríkisfjölmiðli landsins yfirlýsing frá forsetanum. Heilsufar forsetans leyfir varla að hann geri slíkt sjálfur auk þess sem hann er um þessar mundir staddur í Sviss í reglulegri læknisskoðun. Forsetinn lofaði að næði hann kjöri á ný myndi hann ekki sitja allt kjörtímabilið. Mótmælin nú eru stærri en heimsbyggðin hefur vanist hingað til. „Þegar Bouteflika tilkynnti um framboð sitt árið 2014 mótmæltu tugþúsundir þeirri ákvörðun. Nú eru þeir mun fleiri, mörg hundruð þúsund manns. Þá er meiri hiti í þeim, þau eru stærri og í fjölmennari borgum en áður,“ segir Omar Ashour, prófessor við Qatar Doha Institute, við Al Jazeera. Sem fyrr liggja tölur um mannfall ekki fyrir. Staðfest er þó að Hassan Benkhedda, sonur Benyoucef Benkhedda fyrsta forsætisráðherra landsins eftir að það fékk sjálfstæði frá Frakklandi, lést í mótmælum nærri forsetahöllinni í Algeirsborg á laugardag.
Alsír Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira