Rándýr Roma-herferð virðist hafa farið öfugt ofan í Hollywood Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. mars 2019 21:15 Alfonso Cuarón fór ekki tómhentur heim um síðustu helgi. Vísir/Getty Svo virðist sem að rándýr auglýsingaherferð Netflix sem ætluð var til þess að tryggja kvikmyndinni Roma í leikstjórn Alfonso Cuarón Óskarsverðlaunin sem besta myndin hafi haft þveröfug áhrif.Þetta kemur fram í umfjöllun Vulture um herferðina en talið er að Netflix hafi eytt 25 milljónum dollara, um þremur milljörðum króna, í herferð sem átti að vekja athygli á myndinni og beint var að kjósendum í Bandarísku kvikmyndaakademíunni sem hafa kosningarétt þegar kemur að Óskarsverðlaununum. Sökum herferðarinnar var talið mjög líklegt að Roma, fyrsta tilnefning Netflix í flokki bestu mynda á Óskarsverðlaununum, myndi hreppa verðlaunin. Þau féllu hins vegar í skaut Green Book í leikstjórn Peter Farrelly. Í grein Vulture kemur fram að samkvæmt samtölum við fjölda atkvæðabærra meðlima akademíunnar sem og sérfræðinga í geiranum hafi hin rándýra herferð haft þveröfug áhrif. „Þeir sem ég talaði við sögðu að þeir ætluðu sér ekki að setja myndina í 1. eða 2. sæti hjá sér til þess að senda þau skilaboð að það væri ekki hægt að kaupa verðlaunin,“ er haft eftir einum heimildarmanni Vulture en yfirleitt eyða kvikmyndaver um tíu til fimmtán milljónum dollara, um 1-2 milljörðum króna, til þess að kynna tilteknar myndir fyrir meðlimum akademíunnar.Þá kemur einnig fram að atkvæðagreiðslan hafi að einhverju leyti farið að snúast um Netflix gegn hinum hefðbundnu kvikmyndaframleiðendum. Netflix hefur á undanförnum árum komið sem stormsveipur inn í sjónvarps- og kvikmyndaheiminn og veitt hefðbundnum kvikmyndastúdíóum harða samkeppni með því að framleiða og dreifa eigin efni. Þá hefur tilkoma Netflix einnig glætt framleiðslu sjónvarpsþátta nýju lífi, á kostnað kvikmynda. Mikil pólitík er á bak við tjöldin fyrir hverja Óskarsverðlaunahátíð og hart er barist um hvaða leikarar og hvaða myndir hreppi verðlaunin eftirsóttu. Heill her manna kemur að kynningarmálum og í grein Vulture kemur fram að þeir sem störfuðu að kynningarmálum fyrir aðrar myndir en Roma hafi lagt áherslu á að atkvæði til Roma væri atkvæði í garð Netflix. „Og þar með atkvæði í þágu dauða kvikmynda af hálfu sjónvarps,“ er haft eftir heimildarmanni Vulture. Hvorki Netflix né Cuarón fóru þó tómhent heim eftir Óskarsverðlaunahátíðuna um síðustu helgi. Myndin hlaut verðlaun sem besta erlenda myndin og Alfonso Cuarón fékk verðlaun fyrir bestu leikstjórn og bestu kvikmyndatöku fyrir vinnu sína við Roma. Netflix Óskarinn Tengdar fréttir Spike Lee sagður hafa orðið fjúkandi reiður þegar Green Book vann Óskarinn Green Book hefur verið gagnrýnd og sögð barnaleg og gamaladags útgáfa af réttindabaráttu þeldökkra. 25. febrúar 2019 13:00 Rándýr gjafapoki stjarnanna á Óskarnum inniheldur ferð til Íslands Andvirði gjafapokans metið á tæpar tólf milljónir króna. 21. febrúar 2019 09:07 Green Book og Colman stálu senunni á Óskarnum Green Book var valin besta kvikmyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt, þvert á spár flestra gagnrýnenda. 25. febrúar 2019 06:15 Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira
Svo virðist sem að rándýr auglýsingaherferð Netflix sem ætluð var til þess að tryggja kvikmyndinni Roma í leikstjórn Alfonso Cuarón Óskarsverðlaunin sem besta myndin hafi haft þveröfug áhrif.Þetta kemur fram í umfjöllun Vulture um herferðina en talið er að Netflix hafi eytt 25 milljónum dollara, um þremur milljörðum króna, í herferð sem átti að vekja athygli á myndinni og beint var að kjósendum í Bandarísku kvikmyndaakademíunni sem hafa kosningarétt þegar kemur að Óskarsverðlaununum. Sökum herferðarinnar var talið mjög líklegt að Roma, fyrsta tilnefning Netflix í flokki bestu mynda á Óskarsverðlaununum, myndi hreppa verðlaunin. Þau féllu hins vegar í skaut Green Book í leikstjórn Peter Farrelly. Í grein Vulture kemur fram að samkvæmt samtölum við fjölda atkvæðabærra meðlima akademíunnar sem og sérfræðinga í geiranum hafi hin rándýra herferð haft þveröfug áhrif. „Þeir sem ég talaði við sögðu að þeir ætluðu sér ekki að setja myndina í 1. eða 2. sæti hjá sér til þess að senda þau skilaboð að það væri ekki hægt að kaupa verðlaunin,“ er haft eftir einum heimildarmanni Vulture en yfirleitt eyða kvikmyndaver um tíu til fimmtán milljónum dollara, um 1-2 milljörðum króna, til þess að kynna tilteknar myndir fyrir meðlimum akademíunnar.Þá kemur einnig fram að atkvæðagreiðslan hafi að einhverju leyti farið að snúast um Netflix gegn hinum hefðbundnu kvikmyndaframleiðendum. Netflix hefur á undanförnum árum komið sem stormsveipur inn í sjónvarps- og kvikmyndaheiminn og veitt hefðbundnum kvikmyndastúdíóum harða samkeppni með því að framleiða og dreifa eigin efni. Þá hefur tilkoma Netflix einnig glætt framleiðslu sjónvarpsþátta nýju lífi, á kostnað kvikmynda. Mikil pólitík er á bak við tjöldin fyrir hverja Óskarsverðlaunahátíð og hart er barist um hvaða leikarar og hvaða myndir hreppi verðlaunin eftirsóttu. Heill her manna kemur að kynningarmálum og í grein Vulture kemur fram að þeir sem störfuðu að kynningarmálum fyrir aðrar myndir en Roma hafi lagt áherslu á að atkvæði til Roma væri atkvæði í garð Netflix. „Og þar með atkvæði í þágu dauða kvikmynda af hálfu sjónvarps,“ er haft eftir heimildarmanni Vulture. Hvorki Netflix né Cuarón fóru þó tómhent heim eftir Óskarsverðlaunahátíðuna um síðustu helgi. Myndin hlaut verðlaun sem besta erlenda myndin og Alfonso Cuarón fékk verðlaun fyrir bestu leikstjórn og bestu kvikmyndatöku fyrir vinnu sína við Roma.
Netflix Óskarinn Tengdar fréttir Spike Lee sagður hafa orðið fjúkandi reiður þegar Green Book vann Óskarinn Green Book hefur verið gagnrýnd og sögð barnaleg og gamaladags útgáfa af réttindabaráttu þeldökkra. 25. febrúar 2019 13:00 Rándýr gjafapoki stjarnanna á Óskarnum inniheldur ferð til Íslands Andvirði gjafapokans metið á tæpar tólf milljónir króna. 21. febrúar 2019 09:07 Green Book og Colman stálu senunni á Óskarnum Green Book var valin besta kvikmyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt, þvert á spár flestra gagnrýnenda. 25. febrúar 2019 06:15 Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira
Spike Lee sagður hafa orðið fjúkandi reiður þegar Green Book vann Óskarinn Green Book hefur verið gagnrýnd og sögð barnaleg og gamaladags útgáfa af réttindabaráttu þeldökkra. 25. febrúar 2019 13:00
Rándýr gjafapoki stjarnanna á Óskarnum inniheldur ferð til Íslands Andvirði gjafapokans metið á tæpar tólf milljónir króna. 21. febrúar 2019 09:07
Green Book og Colman stálu senunni á Óskarnum Green Book var valin besta kvikmyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt, þvert á spár flestra gagnrýnenda. 25. febrúar 2019 06:15