Húsnæðisvandinn bitni á börnunum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. mars 2019 13:23 Staðan á húsnæðismarkaði hefur afar neikvæð áhrif á börn sem búa við fátækt samkvæmt rannsókn sem unnin var fyrir velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Félagsráðgjafi segir tíða flutninga og slæm búsetuskilyrði hafa mikil áhrif á líðan og félagsþroska barnanna, oft finni þau jafnvel fyrir skömm. Þær Soffía Hjördís Ólafsdóttir og Hervör Alma Árnadóttir tóku viðtöl við ellefu börn sem eiga foreldra sem njóta fjárhagsaðstoðar hjá sveitarfélagi. Börnin voru spurð um reynslu sína og upplifun og hvaða áhrif staða þeirra hefði á þeirra líf. „Það sem er svona kannski mest einkennandi fyrir þessi börn er að þau voru mjög meðvituð um húsnæðisstöðu sína. Þetta voru tíðir flutningar, lélegt húsnæði, ásigkomulag bæði varðandi hverfi og húsnæði almennt bara var ekki gott, það áttu þau flest sameiginegt,“ sagði Soffía í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær. Þar að auki reyndist tómstundaþátttaka barnanna stopul og ábyrgð þeirra mikil inni á heimili. „Húsnæðisþátttaka til dæmis áhrif á það að börnin voru ekki mikið að bjóða öðrum börnum heim til sín, þau voru ekki kannski að bjóða í afmæli. Þau voru að fara á mis við þessi tækifæri sem önnur börn ganga í raun og veru að vísu með sínum fjölskyldum,“ segir Soffía. „Það er svona þessi innri skömm barnanna helst sem kom í veg fyrir að þau hefðu sömu tækifæri og önnur börn.“ Hún segir þetta vera beina afleiðingu þeirrar stöðu sem uppi er á húsnæðismarkaði. „Þarna erum við að heyra þetta bara beint, blákalt, frá börnunum sem að stundum eru bara tekin út fyrir þetta mengi. En þarna erum við bara að heyra hvaða áhrif þetta hefur á þau, þá raunstöðu sem að þau eru í núna. Við getum síðan gert okkur einhverja mynd um það hvað gerist í framtíðinni en þetta er bara staða þeirra og þeirra veruleiki.“ Hjördís Alma tekur í sama streng. „Þetta eru ekkert rosalega mörg börn, en þau eru allt of mörg þessi börn af því eitt barn sem lifir við fátækar aðstæður er of mikið, en við verðum að skoða þessi húsnæðismál. Það er eitthvað sem bráðliggur á að gera því það tengist inn á svo mörg önnur svið,“ segir Hjördís Alma. Húsnæðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Staðan á húsnæðismarkaði hefur afar neikvæð áhrif á börn sem búa við fátækt samkvæmt rannsókn sem unnin var fyrir velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Félagsráðgjafi segir tíða flutninga og slæm búsetuskilyrði hafa mikil áhrif á líðan og félagsþroska barnanna, oft finni þau jafnvel fyrir skömm. Þær Soffía Hjördís Ólafsdóttir og Hervör Alma Árnadóttir tóku viðtöl við ellefu börn sem eiga foreldra sem njóta fjárhagsaðstoðar hjá sveitarfélagi. Börnin voru spurð um reynslu sína og upplifun og hvaða áhrif staða þeirra hefði á þeirra líf. „Það sem er svona kannski mest einkennandi fyrir þessi börn er að þau voru mjög meðvituð um húsnæðisstöðu sína. Þetta voru tíðir flutningar, lélegt húsnæði, ásigkomulag bæði varðandi hverfi og húsnæði almennt bara var ekki gott, það áttu þau flest sameiginegt,“ sagði Soffía í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær. Þar að auki reyndist tómstundaþátttaka barnanna stopul og ábyrgð þeirra mikil inni á heimili. „Húsnæðisþátttaka til dæmis áhrif á það að börnin voru ekki mikið að bjóða öðrum börnum heim til sín, þau voru ekki kannski að bjóða í afmæli. Þau voru að fara á mis við þessi tækifæri sem önnur börn ganga í raun og veru að vísu með sínum fjölskyldum,“ segir Soffía. „Það er svona þessi innri skömm barnanna helst sem kom í veg fyrir að þau hefðu sömu tækifæri og önnur börn.“ Hún segir þetta vera beina afleiðingu þeirrar stöðu sem uppi er á húsnæðismarkaði. „Þarna erum við að heyra þetta bara beint, blákalt, frá börnunum sem að stundum eru bara tekin út fyrir þetta mengi. En þarna erum við bara að heyra hvaða áhrif þetta hefur á þau, þá raunstöðu sem að þau eru í núna. Við getum síðan gert okkur einhverja mynd um það hvað gerist í framtíðinni en þetta er bara staða þeirra og þeirra veruleiki.“ Hjördís Alma tekur í sama streng. „Þetta eru ekkert rosalega mörg börn, en þau eru allt of mörg þessi börn af því eitt barn sem lifir við fátækar aðstæður er of mikið, en við verðum að skoða þessi húsnæðismál. Það er eitthvað sem bráðliggur á að gera því það tengist inn á svo mörg önnur svið,“ segir Hjördís Alma.
Húsnæðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira